Skírnir - 01.04.2004, Page 272
266
GUNNAR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Réttlating af trú
Kenningin um réttlætingu af trú hefur oft verið eins konar vörumerki á
siðbót Lúthers og hans manna. Höfundur segir að hún „tengist með bein-
um hætti flestum megingreinum guðfræðinnar og með réttu mætti segja
að þær sameinuðust í henni" (435). Engu að síður er kaflinn styttri en
vænta hefði mátt (aðeins 30 bls.) og ekki með þeim veigameiri í verkinu.
Enn fremur er hér bagalegt hversu lítið er fjallað um síðari tíma umræðu
guðfræðinga um þetta mikilvæga efni. Það vekur einnig athygli að hér
vitnar höfundur sárasjaldan til Jóhannesarútleggingar Lúthers.
Lúther heldur því fram að maðurinn geti með engu móti áunnið sér
sáluhjálp fyrir eigin verk; það er ein meginforsendan í guðfræði hans og
almennt í lútherskri guðfræði. Hér byggir Lúther raunar ekki aðeins á
guðfræðinni heldur kemur persónuleg reynsla hans mikið við sögu, bar-
átta hans fyrir friði í eigin sál. Hann útmálaði oft hvernig hann reyndi af
öllum mætti að eignast frið í sál sinni með því að vinna góð verk en nið-
urstaða hans var sú að angist hans um eigin sáluhjálp jókst sífellt í stað
þess að dvína. Ástæðan var sú að elskan til Guðs var í reynd ekki til Guðs
heldur var hún í innsta eðli sínu sjálfselska og eigingirni og þar með ekki
góð í þeim skilningi sem Lúther lagði í það orð. Áf þessari uppgötvun
leiddi Lúther skilning sinn á synd mannsins, að hún sé í innsta eðli sínu
eigingirni og vantraust á Guði. Góðverk sem spretta af þeim hvötum að
vinna sjálfum sér sáluhjálp eru að mati Lúthers sprottin af mannlegum
hroka og af sjálfselsku. Þetta hafði í för með sér fullvissu Lúthers um að
sáluhjálpin næst ekki eftir þessari leið - þ.e. leið góðverkanna - heldur
byggist hún á trausti mannsins til þess að Guð miskunni sig yfir hann sem
syndara og taki við honum eins og hann er, syndum hlöðnum. Lúther
uppgötvar hér samband lögmáls og fagnaðarerindis; lögmálið afhjúpar
synd mannsins og sekt frammi fyrir Guði og jafnframt vanmátt hans til
að standa þar í eigin mætti eins og ber, en fagnaðarerindið sannfærir hann
um að Guð tekur við honum eins og hann er.3
Höfundur gerir í upphafi grein fyrir þeim vanda sem kenningin um
réttlætingu af trú hefur átt við að búa um langan aldur: „Fátt reynist nú-
tímamanninum jafn erfitt að skilja og sannleika þessarar kenningar" (405).
Engu að síður er hér um að ræða kenningu sem siðbótarmenn nefndu
„kenninguna sem kirkjan stendur og fellur með“ (articulus stantis et
cadentis ecclesiae).4 Vandinn hefur víða verið skilgreindur: allar forsend-
ur hafa breyst frá því á tímum Lúthers; það á bæði við um sektarkennd
mannsins, sem er ein meginforsendan, sem og hugtakið réttlætingu sem
3 Sjá Gunnar Kristjánsson, „Réttlæting af trú“, KirkjuritiS 1997 2/63, sérrit, bls.
50-57.
4 Sjá Gunnar Kristjánsson: „Réttlæting af trú“, bls. 51.