Skírnir - 01.04.2004, Page 273
SKÍRNIR
.. OG STEFNDI BEINT TIL WORMS
267
» •
Jón Vídalín taldi m.a. ástæðu til að útskýra vel fyrir sínum lesendum. Sig-
urjón Árni bendir í upphafi kaflans á þing Lútherska heimssambandsins
í Helsinki 1963; niðurstöður þess voru m.a. að það „sé ekki sektarbyrði
og sterk syndarvitund sem hrjái manninn, heldur mun fremur djúpur ótti
og grunur um tilgangsleysi alls“ (407). Og ennfremur: „Boðun sem ein-
blínir á synd og sekt svarar spurningum sem nútímamaðurinn er hættur
að spyrja. Hann leitar ekki að réttlátum eða náðugum Guði, heldur glím-
ir hann við spurningu um hvort Guð sé yfirleitt til. Þar að auki styðst
kenningin um réttlætingu af trú við lögfræðilegar hugmyndir og tungu-
tak sem tengjast ekki reynsluheimi nútímamannsins" (407). Þessi gagn-
rýni þingsins byggist að verulegu leyti á guðfræði Pauls Tillichs, en hann
var einn þeirra lúthersku guðfræðinga á tuttugustu öld sem gerði tilraun
til að þurrka rykið af þessari kenningu og endurtúlka hana í ljósi tilvist-
arheimspekinnar. Um aðferð Tillichs fjallar höfundur lítillega (409) en þar
skortir hins vegar tilfinnanlega umfjöllun um höfuðverk hans um þetta
efni: The Courage To Be.5
Að þessum inngangi loknum gerir Sigurjón Árni grein fyrir hug-
myndaheimi Lúthers, sambandi trúar, verka og náðar í guðfræði miðalda
og réttlætingarhugtakinu sérstaklega, þar sem m.a. segir að miðaldaguð-
fræðin hafi litið svo á að afbrotamaðurinn „réttlætti fyrir brot sitt með því
að taka út refsingu" (412). Lúther byggir að mestu á þessum skilningi, en
skiptir réttlætinu í tvennt: annars vegar er hið virka réttlæti en hins vegar
hið óvirka réttlæti. Virkt réttlæti er viðleitni mannsins til að fullnægja öll-
um réttlætiskröfum til hins ítrasta, halda boðorðin og lifa án syndar og
sektar. Það er þekkt stef í guðfræði Lúthers að þessi viðleitni ber ekki ár-
angur; lögmálið hefur vissulega gildi fyrir einstakling og samfélag en það
gegnir einnig því mikilvæga hlutverki að sýna manninum hvernig hann
lítur út í augum Guðs: hann er fjarri því að vera fullkominn; lögmálið
sýnir honum að hann nær aldrei að hreinsa sjálfan sig af synd og sekt.
Ovirkt réttlæti er hins vegar það réttlæti sem Guð tilreiknar manninum,
eins og ráða má af kenningunni um friðþæginguna. Guð miskunnar sig
yfir manninn og mætir honum ekki með reiðisvipu heldur með óendan-
legri náð. Réttlæti Krists - en hann einn er réttlátur - er tilreiknað mann-
inum. Þennan boðskap meðtaka menn í trúnni á hann (417); syndirnar
eru ekki tilreiknaðar manninum (418). í þessu sambandi vaknar spurning-
in um samband trúar og réttlætingar. Trúin er persónubundin: „Einstakl-
ingurinn er alltaf samofinn trú sinni og hún snertir ekki hluta hans, held-
ur alla veru og grundvallarvitund og gjörð hans. Þannig er hún höfuðþátt-
ur í veru mannsins og mótar það hvernig hann meðtekur, metur og raun-
gerir afstöðu sína til lífsins" (419).
5 Paul Tillich, The Courage To Be, New Haven og Lundúnum, 1952.