Skírnir - 01.04.2004, Page 274
268
GUNNAR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Höfundur dregur umfjöllun sína saman með þessum hætti í lok kafl-
ans: „I samtíma Lúthers kristölluðust ríkjandi réttlætingarhugmyndir í
spurningunni um stöðu mannsins andspænis Guði, þar sem hann upplifði
sig sem sekan syndara. í samtíma okkar hefur áherslan breyst og nú er
öðru fremur spurt um tilgang lífsins og sjálfsmynd mannsins. í báðum til-
fellum er þó tekist á um sama vandamál“ (435).
Réttlætingarkenningin hefur lykilhlutverki að gegna í lútherskri guð-
fræði í sögu og samtíð. Með hliðsjón af reynslu Lúthers ætti hún að
minna guðfræðinginn á að trúin kemur á undan kenningunni, kenningin
um réttlætingu af trú var afleiðing af trúarreynslu Lúthers en ekki öfugt.
Það ætti að vera hlutverk guðfræðinnar að halda lífinu í þessari kenningu
með því að túlka hana í sífellu og varna því að hún verði dauð og gagns-
laus kenning sem heyri aðeins sögunni til. Kenningin kemur inn á mörg
svið hugvísinda og gerir þá kröfu til guðfræðingsins að hann túlki hana á
raunsannan hátt í samtali við aðra sem fást við manninn og heim hans.
Hér mætti nefna tilvistarheimspeki, siðfræði, sálfræði, bókmenntir og
listir, svo eitthvað sé nefnt. í samtali reynir á kenninguna um réttlætingu
af trú: tekst guðfræðingnum að gera þessa lykilkenningu siðbótarinnar
trúverðuga á líðandi stund?
Lokaorð
Bókin Guðfraði Marteins Lúthers er hvalreki fyrir hvern þann sem hefur
almennan áhuga á guðfræði og menningarsögu Norður-Evrópu. Með
þessu mikla ritverki er bætt úr brýnni þörf þar sem sambærilegt yfirlits-
verk yfir guðfræði siðbótarmannsins hefur aldrei verið gefið út á íslensku
áður. Það er því ljóst að höfundi hefur verið mikill vandi á höndum að
móta verkið. Um efnistök og framsetningu má lengi deila, ekki síst í rit-
verki sem fjallar um óhemjuviðamikið efni. Ekki verður undan því vikist
að nefna nokkur atriði sem helst stinga í augun í því sambandi.
(1) Lesandinn veltir því fyrir sér að lestri loknum hvort höfundur hafi
staðið sem skyldi við fyrirheitið að „setja guðfræði Lúthers fram á
samstæðilegan hátt með hliðsjón af túlkun hans á Jóhannesarguð-
spjalli frá árunum 1535-1540“ (21). (Reyndar segir höfundur að Jó-
hannesartúlkunin spanni yfir árin 1528-1540 eða 12 ára tímabil, en
heildstæðasta umfjöllunin sé frá árunum 1537-1540; hann velur árin
1535-1540, en lesandanum er ekki ljóst hvers vegna, bls. 22.) Reynd-
in er sú að tiltölulega sjaldan er vitnað til prédikana Lúthers út af text-
um Jóhannesarguðspjalls. Textana er að finna í Weimar útgáfunni
(WA), heildarútgáfu á verkum Lúthers og meginheimild höfundar.
Jóhannesartextarnir eru í WA 28, 201-479, WA 28, 70-200, WA 33,
1-675, WA 45, 465-733, WA 46, 1-111, WA 46, 538-789 og WA 47,