Skírnir - 01.04.2004, Page 277
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
Orð og augnablik í verkum
Halldórs Asgeirssonar
„We are in the epoch of simultaneity: we are in the epoch of juxta-
position, the epoch of the near and far, of the side-by-side, of the dispers-
ed.“’ Þessi orð heimspekingsins Michels Foucault eru lýsandi fyrir verk
sem Halldór Ásgeirsson vann á árunum 2002-2003 og mætti kalla fjöl-
þjóðleg stafrófsverk. Verkið „...og gá þar að orði sem kynni samt að ná
yfir alla veröldina “1 2 3 var sett upp í Hafnarhúsinu haustið 2003 fyrir sýn-
inguna Yfir bjartsýnisbrúna? Hvítir diskar voru festir á hvítan vegg í
horni salarins. Þeir voru sundurgreindir með hversdagslegum hvítum
rétthyrndum A4-blöðum sem á var prentaður svartur stafur. Listamaður-
inn lýsir verkinu svo:
Þetta er annarsvegar samtal ólíkra stafa sem teknir voru upp úr helstu
stafrófum heimsins og hinsvegar endurbrædds hrauns sem límt var á
hvíta matardiska og mætti túlka sem tungumál jarðarinnar. Svartur
hraunglerungurinn minnir á myndletur og rímar á móti tölvuprent-
uðum stöfunum og saman myndar þetta síðan eina rýmisheild. Verk-
ið er fyrsta útfærslan á hugmynd um að vinna hnattrænt heildarverk
sem m.a. felst í hraunbræðslu á ýmsum stöðum í heiminum, notkun á
ólíkum stafrófum og síðan ekki síst samvinnu fólks af mismunandi
uppruna.4
Tvö önnur verk byggja á hraunbræðslu, diskum, stöfum og myndletri. í
Jarðeldhúsi, sem var ferilsverk í Kyoto Art Center í október 2002, bræddi
Halldór saman hraungrýti úr Fuji-eldfjallinu og grjót úr Búrfellshrauni.
Hraunglerungurinn var síðan settur á hvíta matardiska og þeir bornir út
úr eldhúsinu og settir í sýningarrými fyrir utan. Gjörningurinn var end-
urtekinn daglega á meðan sýningunni stóð.
1 Michel Foucault, „Of Other Spaces", Documenta X - The Book, Ostfildern-
Ruit: Cantz Verlag 1997, 262-272. Birtist áður í Diacritics 16:1, vorið 1986
(Ithaca, New York: Cornell University).
2 Tilvitnun í Ijóð Sigfúsar Daðasonar, „Suður yfir Mundíafjöll" (Og hugleiða
steina, Reykjavík: Forlagið 1997, 38).
3 Verkið hafði upphaflega verið gert fyrir sýningu í Safnasafninu í ágúst 2002.
4 Halldór Ásgeirsson í bréfi dagsettu 7/1/2004.
Skírnir, 178. ár (vor 2004)