Skírnir - 01.04.2004, Page 280
274
ÆSA SIGURJÓNSDÓTTIR
SKÍRNIR
í gegnum írak, íran, Afganistan, Pakistan, Indland og loks til Nepals. í
ferðinni tók Halldór þá ákvörðun að skrá sig í myndlistardeild háskólans
í Vincennes, Université de Paris VIII, sem þá var staðsettur í Vincennes-
skógi austan við París, en hann hafði kynnst skólanum lítillega í stuttri
dvöl sinni í París þá um haustið. Halldór dvaldist næstu þrjú ár við nám í
París, eða 1977-1980.
Vincennes-háskólinn var stofnaður í kjölfar stúdentaóeirðanna í
Frakklandi vorið 1968. Skólinn átti í upphafi að vera miðstöð tilrauna
(centres experimentanx) þar sem námið væri byggt á þverfaglegri nálgun,
fræðilegum rannsóknum og beinu samstarfi nemenda og kennara. Sagn-
fræðingurinn Emmanuel Le Roy Ladurie og heimspekingarnir Roland
Barthes og Jacques Derrida sátu m.a. í undirbúningsnefnd skólans sem
var skipuð af þáverandi menntamálaráðherra, Edgar Faure. Fagleg stefna
skólans var mótuð fyrstu starfsárin af einstaklingum eins og Héléne
Cixous, Michel Foucault, Michel Serres, Jean-Franjois Lyotard og Gilles
Deleuze, sem var enn prófessor í heimspeki við skólann þegar Halldór
hóf þar nám 1977. Fyrstu árum skólans hefur verið líkt við býflugnabú og
víst er að þar kristölluðust nýjustu straumar í húmanískum fræðum,
myndlist og myndbandsgerð:6
Skólinn var einn ólgandi suðupottur á þessum árum og allskyns pólit-
ískir útlagahópar vaðandi um skólalóðina auk þverskurðarins af
frönskum róttæklingum frá 68 byltingunni en skólinn var í raun af-
rakstur hennar. Þetta var einsog að vera staddur mitt í hringiðu heims-
málanna og hafði ég á tilfinningunni að grunnurinn að byltingum víða
um heim væru að hluta til undirbúnar í Vincennes. T.d. fór ekki á milli
mála að aðdragandinn að írönsku byltingunni átti sér stað þarna því
sumir af forsprökkunum voru nemendur við skólann. Einnig varð
maður mikið var við Palestínumenn, Afríkubúa, aðallega frá fyrrum
nýlendum Frakka, og Suður-Ameríkana. Mér eru sérstaklega minnis-
stæðir útlagar frá Argentínu sem vöktu athygli á glæpum herforingja-
stjórnarinnar. Skólalóðin líktist þriðja heims basar þar sem söluborð
með allskyns varningi og ilmur af steiktum kryddpylsum blandaðist
háværum köllum ofstækisfullra blaðasala. Og mitt þarna í Vincennes-
skóginum voru bækistöðvar hersins og stundum bárust vélbysssu-
hljóðin inn um gluggann þegar maður sat í tímum. Undarleg blanda
það.7
6 Didier Eribon, Michel Foucault (1926-1984), París: Flammarion 1991, 213—214.
7 Halldór Ásgeirsson í bréfi dagsettu 14/10/2003.
I