Skírnir - 01.04.2004, Page 283
SKÍRNIR ORÐ OG AUGNABLIK í VERKUM H. ÁSGEIRSS. 277
í viðtali við Laufeyju Helgadóttur listfræðing í tímaritinu Siksi 1986
skilgreinir Halldór skrift sína sem „sjálfsprottið myndflæði“. I stað þess
að skrifa orð skrifi hann myndir. Myndmálið fæðist „þegar ég hef ekkert
sérstakt fyrir stafni, læt mig reka með tímanum, þá fæðast flestar teikn-
ingar rnínar."8
Myndsköpun sem á upphaf í kroti eða pári er alþekkt hjá listamönn-
um, en hún varð hins vegar ekki að sjálfstæðu viðfangsefni fyrr en á 20.
öld.9 Paul Klee (1879-1940) afmáði skilin á milli skriftar og teikningar, og
skilgreindi línuna og fjölbreytt birtingarform hennar sem öll byggjast á
samtali línu og punkts.
Greina má ákveðna samsvörun hjá Halldóri á þessu tímabili við þekkta
kennslubók Pauls Klee, Pádagogisches Skizzenbuch, þar sem hann skil-
greinir algengustu birtingarform línunnar, þ.e. beina línu og brotna, línu
sem myndar ör, fer í boga eða hring, og loks frjálsa línu sem snýst í kring-
um sjálfa sig án þess að ætla sér eitthvað sérstakt.10
Myndmál Halldórs þróaðist frá því að vera samsett úr einföldum
ýmist beinum eða bogadregnum línum, yfir í fígúratíft myndletur. Á
einkasýningu í Gallerí Suðurgötu 7 árið 1981 flutu táknin á fletinum sem
náði yfir gólf og veggi eins herbergis hússins. Skriftin var sett fram í sterk-
um, óblönduðum litum, rautt, blátt, gult, svart á hvítan gólf- og veggflöt
sem rann saman í eina heild eins og mynstur á fleti. Síðar varð „párið“ að
flókinni fígúratífri og hálffígúratífri skrift sem byggð var á að því er virt-
ist nær endalausri línu sem rann fram án nokkurs greinanlegs markmiðs.
„Lína verður að lykkju, sem verður að spíral, sem verður að fuglsnefi,
sem verður að stefni á skipi og svo fram eftir götunum" skrifaði Aðal-
steinn Ingólfsson listfræðingur og listgagnrýnandi Dagblaðsins í tilefni
einkasýningar Halldórs í Nýlistasafninu í febrúar 1987.* 11
Dagbókarbrot 1984-1986 sýna þennan myndheim Halldórs.12
Óskipulegt myndflæði, tákn án merkingar, sem eru upprunnin í draum-
8 Laufey Helgadóttir, „Sumir skrifa orð, aðrir myndir", Siksi 1/1986, 27
(Helsinki).
9 E.H. Gombrich, „Pleasures of Boredom. Four Centuries of Doodles“, The
Uses of Images. Studies in the Social Function of Art and Visual Communi-
cation, Lundúnum: Phaidon 1999, 212-225.
10 Paul Klee, Pádagogisches Skizzenbuch, Neue Bauhausbúcher, Berlín: Florian
Kupferberg 1968, Faksimile Bauhaus 1925.
11 Aðalsteinn Ingólfsson, „Lína verður að lykkju", DV, 24. febrúar 1987, 24.
12 Halldór Ásgeirsson, Dagbókarbrot 1984-86, Reykjavík [útgefanda ekki getið]
1987.