Skírnir - 01.04.2004, Page 284
278
ÆSA SIGURJÓNSDÓTTIR
SKÍRNIR
kenndu ástandi - því sem franski heimspekingurinn Gaston Bachelard
(1884-1962) lýsti sem ferð um vitundarheima bernskunnar (réverie).
Þá hafði Halldór lokið seinni hluta veru sinnar í Vincennes-skólanum
1983-1986. Skólinn hafði tekið umtalsverðum breytingum. Eftir að þá-
verandi ríkisstjórn lét jafna skólabygginguna við jörðu árið 1980 var skól-
inn endurreistur í úthverfi Parísar, bænum St. Denis. „Þar ríkti samt sem
áður allt annað andrúmsloft og byltingarstemmingin var einhvern veginn
ekki lengur til staðar. Kannski voru einnig breyttir tímar og ég fann það
á andrúmsloftinu í sjálfri borginni (París) að gerjunin og róttæknin var
horfin."13
Að leita sköpunarinnar í eldinum
Árið 1993 fór Halldór að þreifa sig áfram með hraungrýti sem efnivið í
áleitin og sérkennileg verk sem hann framkvæmdi sem gjörninga yfirleitt
inni í galleríi eða á safni. Upphafið að þessu ferli er að finna í reykmynd-
um sem hann sýndi í Galleríi 11 árið 1991 og skírskota þær beint til reyk-
mynda austurríska súrrealistans Wolfgangs Paalen (1905-1959) frá
1937-814 og eldmynda Yves Klein (1928-1962) frá 1961-1962.15 Reyk-
myndirnar voru „eldskírn“ í listhugsun Halldórs. Þær fólu í sér listræna
endurfæðingu og nýjan byrjunarreit. I framhaldi af eldmyndunum, sem
voru unnar með kertaljósi, fór Halldór að prófa sig áfram með logsuðu,
sem er sambland af gasi og súrefni. Hann beitti loga sem var 2200°C, en
bræðslumark hrauns er við 1200-1400°C. Eftir 15-20 sekúndna logsuðu
fór hraunið að bráðna og varð rauðglóandi. Hraun storknar fljótt og um-
myndast í svartan glerung, svokölluð nornahár, eins og það er kallað í
jarðfræðinni. „Fyrst og fremst er þetta efni sem kemur úr iðrum jarðar og
það sem heillar mig er þessi hráleiki og kraftur sem býr í því. Þetta er efni
sem hefur farið í gegnum umbreytingar allt frá því að vera fljótandi í iðr-
um jarðar og síðan brýtur það sér leið upp á yfirborðið og storknar. Og
þegar ég tek við því er ég í raun og veru að vekja upp eldgosið. Umbreyta
því aftur á minn hátt.“16 Ólafur Gíslason listfræðingur hefur bent á sam-
svörun í hraunbræðsluverkum Halldórs og umbreytingarhugmyndum al-
kemista. „Með því að sækja sér efnivið sem kominn er úr iðrum jarðar og
13 Halldór Ásgeirsson, í bréfi dagsettu 14/10/2003.
14 Amy Winter, Wolfgang Paalen, Artist and Theorist of the Avant-Garde, West-
port, Connecticut: Praeger, 2003.
15 Yves Klein, París: Centre Georges Pompidou 1983 (sýningarskrá).
16 Morgunhlaðið, 28. maí 1995, B, 15.