Skírnir - 01.04.2004, Page 285
SKÍRNIR ORÐ OG AUGNABLIK í VERKUM H. ÁSGEIRSS. 279
umbreyta honum með eldi, er Halldór í raun að taka upp aðferð hinna
fornu alkemista."17 Halldór hellir bleki í glas, blandar lit í krukkur, bræð-
ir hraun, „lætur drjúpa í kerið", eins og Ólafur Gíslason hefur bent á með
tilvísun sinni í ljóð Baldur Óskarssonar um þýska dulspekinginn Hein-
rich Cornelius Agrippa von Nettelsheim (1486-1534).18
Augljóslega tengist þessi aðferðafræði Halldórs listhugsun þeirra sem
hafa notað alkemíu og dulspeki sem uppsprettu listsköpunar, svo sem
Yves Klein.19 Sviðsetning hraunverka Halldórs minnir á verklag gullgerð-
armannsins, eins og við ímyndum okkur hann, bograndi í dimmum söl-
um þar sem Ijósbjarminn kastar lituðum skuggum á vegg. Halldór var þó
fyrst og fremst upptekinn af umbreytingareiginleikum hraunsins, sundr-
ungu og einingu efnisins, því hvernig efnafræðilegur innri eiginleiki efn-
isins mótaði formið við ákveðnar eðlisfræðilegar ytri aðstæður.
Eins og Gaston Bachelard sýndi fram á í bók sinni Sálgreining elds
geymir Ieyndardómur eldsins lykilinn að ímyndunarafli, þekkingu og
sköpunarkrafti mannsins. Bachelard skilgreindi frumefnin sem upp-
sprettu ímyndunaraflsins. Þar er að finna rætur vísindalegrar þekkingar
jafnt sem Ijóðrænnar sköpunargáfu mannsins. Það er einmitt í náttúru-
skynjun Bachelards, alkemískri flokkun hans á fyrirbærum náttúrunnar,
og í skilgreiningu hans á sköpunarkrafti tungumálsins sem finna má lyk-
il að listhugsun Halldórs. Bæði verk hans og gjörningar fjalla um leitina
að kjarna sköpunarinnar og uppsprettu skáldskaparins í efninu.20
Að leita skáldskaparins í vatninu
Á árunum 1997-2001 vann Halldór röð ljóðrænna innsetninga þar sem
efniviðurinn var gler, vatn, litur og ljós. Vatn var sett í glerílát, flöskur eða
plastpoka og litað ýmist með bleki eða vatnslitum. Hugmyndin að vatns-
verkunum kviknaði við hraunbræðsluna. Að sögn Halldórs var það
17 Ólafur Gíslason, „Efnafræði listarinnar", Vikublaðið, 7. janúar 1994, 5.
18 Ljóðið „Cornelius Agrippa“ er á þessa leið: „Hann lífgar eldinn, / lætur drjúpa í
kerið / orð sem hann geymir / undir tungurótum / og sér þau lifna / Ijós í vatni
og gleri“ (Krossgötur, Reykjavík: Heimskringla 1970, 7).
19 Thomas McEvilley, „Yves Klein conquistador du vide“, Yves Klein, París:
Centre Georges Pompidou 1983, 17-68 (sýningarskrá).
20 Gaston Bachelard, La psychanalyse du feu, París: Gallimard (1938) 1992; La
Terre et les reveries de la volonté. Essai sur l’imagination de la matiére, París:
José Corti (1948) 2004; L’eau et les réves. Essai sur l’imagination de la matiére,
París: José Corti (1942) 2003.