Breiðfirðingur - 01.04.1990, Page 169
THEÓDÓRA GUÐLAUGSDÓTTIR
167
Nítjánda öldin var tími vakningar og endurreisnar á
mörgum sviðum. Endurreisn Alþingis árið 1843 var í hugum
margra tákn nýrrar framsóknar til betri framtíðar og þjóð-
hátíðin 1874 varð fólki enn frekari hvatning til dáða. Bæði
Jón Sigurðsson og Fjölnismenn blésu í glæður íslenskrar
þjóðarvitundar, sem hafði þrátt fyrir allt tórt í gegnum tíð-
ina. Þessi innblásna vitund vakti íslenska þjóð til umhugs-
unar um hvernig bæta mætti hag lands og þjóðar og til verka
í framhaldi af því. Stofnuð voru búnaðar- og framfarafélög
um land allt. Árið 1837 var t.d. stofnað Suðuramtsins Húss-
og bústjórnarfélag, sem varð að Búnaðarfélagi íslands á
fæðingarári Theódóru Guðlaugsdóttur.
Þess var ekki langt að bíða að íslenskar konur byndust
samtökum um að vinna að framgangi góðra mála. Pann 7.
júlí 1869 var stofnað Kvenfélag Rípurhrepps, sem var fyrsta
kvenfélag á íslandi að því er Sigríður Thorlacius greinir frá
í bók sinni Margar hlýjar hendur, sem kom út á vegum
Kvenfélagasambands íslands árið 1981. Stefnuskrá Kvenfé-
lags Rípurhrepps, sem dró allmjög dám af lögum hinna
nýstofnuðu búnaðar- og framfarafélaga, varð nokkuð ein-
kennandi fyrir stefnskrár þeirra kvenfélaga, sem stofnuð
voru fram um aldamót. í henni er m.a. lögð áhersla á bar-
áttu fyrir hreinlæti og hagsýni í verkum og hvatt til þess að
konur lærðu það besta hver af annarri. Seinna, eftir því sem
upplýsing alþýðu jókst, var meiri áhersla lögð á heimilisiðn-
að, aðhlynningu sjúkra og líknarstörf. Um aldamót höfðu 9
kvenfélög verið stofnuð víðs vegar um landið og um það
leyti sem Theódóra fluttist vestur að Hóli voru þau orðin um
eitt hundrað talsins. Um 1980 voru kvenfélög á íslandi orðin
267 að tölu.
Á þeim tíma er Theódóra vann hjá Álafossi fór hún eitt
sinn á kvenfélagsfund í Mosfellssveitinni. Á þeim fundi'tal-
aði Guðrún Jóhannsdóttir (1891-1989), kennari, frá Kolla-
firði og hreifst Theódóra mjög af málflutningi hennar. Þetta
var fyrsti kvenfélagsfundurinn sem hún sótti, en þeir áttu
eftir að verða nrargir. Áhrif þessa fundar voru það veganesti