Breiðfirðingur - 01.09.1998, Page 74

Breiðfirðingur - 01.09.1998, Page 74
72 EFNISSKRÁ 1942-1997 Árni Björnsson (1932- ) frá Þorbergsstöðum í Dalasýslu, þjóð- háttafræðingur og útgáfustjóri við Þjóðminjasafn Islands. Ámi Helgason (1914- ) frá Eskifirði, sýsluskrifari og síðast sím- stöðvarstjóri í Stykkishólmi. Árni Óla (1888-1979) frá Vrkingavatni í Kelduhverfi, lengst blaða- maður við Morgunblaðið. Árni L. Tómasson (1895-1989) bóndi á Lambastöðum í Laxárdal og síðar bókari hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar í Búðardal. Ásgeir Ásgeirsson (1878-1956) prófastur í Hvammi í Hvammssveit í Dalasýslu. Ásgeir Bjarnason (1914- ) bóndi og alþingismaður í Ásgarði í Hvammssveit. Ásgeir Ingibergsson (1928- ) prestur í Hvammi í Dalasýslu, síðar prestur í Kanada. Ásmundur Gíslason (1832-1889) úr Norðurárdal, kennari og skáld í Suður-Dölum, seinast bóndi í Desey í Norðurárdal. Ásta, sjá Ástríður Guðbrandsdóttir. Ásthildur Thorsteinsson (1857-1938) frá Breiðabólstað á Skógar- strönd, kaupmannsfrú á Bíldudal og síðar í Reykjavík. Ástríður Guðbrandsdóttir (1880-1949) frá Hvítadal, dóttir Ólínu Andrésdóttur skáldkonu. Ástvaldur Magnússon (1921- ) frá Fremri-Brekku í Dalasýslu, síð- ar bankastarfsmaður og bókhaldari í Reykjavík. Benedikt Björnsson (1918- ) frá Þorbergsstöðum í Dalasýslu, síðar verkamaður í Reykjavík. Benedikt Gíslason (1894-1989) frá Hofteigi, bóndi og fræðimaður. Benedikt Guðlaugsson (1905-1997) lengst garðyrkjubóndi í Víði- gerði í Reykholtsdal. Benedikt Jónsson (1951- ) kennari. Benedikt Magnússon (1863-1927) búfræðingur, kennari og síðast bóndi í Tjaldanesi í Saurbæ. Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason (1921- ) frá Rauðseyjum á Breiða- firði, verkstjóri við hafnargerðir.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.