Breiðfirðingur - 01.09.1998, Page 75

Breiðfirðingur - 01.09.1998, Page 75
HÖFUNDATAL 73 Bergsveinn Skúlason (1899-1993) frá Skáleyjum, síðar fræðimaður í Reykjavík. Birgir Kjaran (1916-1976) hagfræðingur og alþingismaður í Reykjavík. Birgir Kristjánsson (1942- ) bóndi á Efri-Múla í Saurbæ og síðar sendibílsstjóri í Reykjavrk. Bjarni Árnason (1827-1898) fæddur á Á á Skarðsströnd, vinnumaður, skáld og lausamaður á ýmsum stöðum, aðallega í Dölum. Bjarni Guðmundsson (1921- ) yfirpóstafgreiðslumaður í Reykja- vík. Bjarni Hákonarson (1890-1965) frá Reykhólum, seinast húsgagna- bólstrari í Reykjavík. Bjami Jónsson (1893-1939) frá Garðsenda í Eyrarsveit, síðar verka- maður í Reykjavík. Bjarni Sigvaldason (1897-1983) frá Gautsdal í Geiradal, síðast í Reykjavík. Björn Jónsson (1902-1987) bóndi á Innri-Kóngsbakka í Helgafells- sveit. Björn Sigfússon (1905-1991) háskólabókavörður. Bogi Benediktsson (1771-1849) bóndi og fræðimaður á Staðarfelli í Dölum. Borgfirðingur. Brandís Steingrímsdóttir (1929- ) frá Heinabergi á Skarðsströnd, síðar sjúkraliði í Reykjavík. Breiðfirðingur. Brynjúlfur Haraldsson (1888-1971) bóndi og kennari á Hvalgröfum á Skarðsströnd. Davíð Ó. Grímsson (1904-1985) frá Langeyjarnesi, húsgagnasmiður í Reykjavík. Ebba Hólmfríður Ebenezersdóttir (1911- ) frá Rúfeyjum við Skarðsströnd, lengst húsmóðir í Stykkishólmi. Eggert Kristmundsson (1929- ) frá Rauðbarðaholti í Dalasýslu, húsasmiður í Reykjavík. Einar Einarsson [Harrastaða-Einar] (1792-1865) bóndi og skáld á Harrastöðum í Miðdölum í Dalasýslu.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.