Breiðfirðingur - 01.09.1998, Qupperneq 82
80
EFNISSKRÁ 1942-1997
Jóhannes Jónsson (1883-1950) frá Þrándarkoti í Laxárdal, skósmiður
í Búðardal.
Jóhannes Jónsson (1888-1978) lengst bóndi á Giljalandi í Haukadal.
Jóhannes Ólafsson (1917- ) frá Hellissandi, síðast forstjóri Dósa-
verksmiðjunnar h. f.
Jóhannes Straumland (1922-1994) frá Flatey, sjómaður síðast í
Reykjavík.
Jóhannes úr Kötlum [Jónasson] (1899-1972) frá Ljárskógaseli í Lax-
árdal, síðar kennari og skáld.
Jón Bjarnason (1909-1967) frá Laugum í Hvammssveit, síðar frétta-
stjóri í Reykjavík.
Jón frá Ljárskógum [JónssonJ (1914-1945) í Dalasýslu, skáld og
söngvari.
Jón Emil Guðjónsson (1913-1988) frá Kýrunnnarstöðum í Hvamms-
sveit, seinast framkvæmdastjóri Ríkisútgáfu námsbóka.
Jón Guðmundsson (1790-1866) síðast í Torfabúð í Rifi.
Jón Kr. Guðmundsson (1931- ) bóndi og fræðimaður á Skáldsstöð-
um í Reykhólasveit.
Jón Guðnason (1889-1975) frá Óspaksstöðum í Hrútafirði, prestur og
síðast skjalavörður í Reykjavík.
Jón Helgason (1914-1981) frá Stóra-Botni í Hvalfirði, blaðamaður og
ritstjóri í Reykjavík.
Jón Jóhannesson (1904-1983) frá Skáleyjum, stundaði ýmis störf, gaf
út ljóð og smásögur.
Jón Jónsson (1798-1866) lengst af bóndi í Hlíð í Hörðudal.
Jón Kr. Lárusson (1878-1949) frá Rifgirðingum við Skógarströnd,
skipstjóri og bóndi lengst í Arnarbæli á Fellsströnd, síðast í Reykja-
vík.
Jón Samsonarson (1931- ) frá Bugðustöðum í Hörðudal, starfsmað-
ur við Arnastofnun í Reykjavík.
Jón Sigtryggsson (1917- ) frá Hrappsstöðum í Laxárdal, lengst að-
albókari Iðnaðarbanka Islands.
Jón Sigurðsson (1897-1992) frá Skíðsholtum í Hraunhreppi í Mýra-
sýslu, síðar bókhaldari í Borgarnesi.