Fréttablaðið - 06.11.2018, Blaðsíða 8
Bandaríkin Bandaríkjamenn ganga
að kjörborðinu í dag. Fjölmargir
kjósa til öldungadeildar þingsins,
allir til fulltrúadeildar, einhverjir
til ríkisstjóra. Að auki er kosið um
stöður innan hvers ríkis, þing og
embætti, og þá eru ýmis mál á kjör-
seðlinum í hverju ríki fyrir sig.
Mestur áhugi er á kosningum til
beggja deilda bandaríska þingsins
sem og á nokkrum ríkisstjórastólum.
Staðan þar til næstu tveggja ára gæti
haft mikil áhrif á þennan síðari hluta
kjörtímabils Donalds Trump forseta
og er afar mikið í húfi. Frambjóðend-
ur beggja flokka hafa fullyrt að um
sé að ræða „mikilvægustu miðkjör-
tímabilskosningar í langan tíma“.
Einblínt verður á þær kosningar á
næturvakt á Frétta blaðið.is í nótt.
Kjörstöðum verður lokað víða á mið-
nætti og má vænta úrslita upp úr því.
Kosningabaráttan hefur verið
hörð og ekki er hægt að segja að hún
hafi markast af einu ákveðnu máli.
Á lokasprettinum nú hafa Repúbl-
ikanar einna helst einbeitt sér að
efnahagsmálum enda fer störfum
fjölgandi og atvinnuleysi mælist
undir fjórum prósentum. Langt er
síðan staðan þar hefur verið betri.
Þá hefur Trump flakkað um landið
og farið mikinn í umræðu um flótta-
mannalestina sem gengur nú yfir
Mexíkó í átt að Bandaríkjunum.
Demókratar hafa margir hverjir
einblínt á heilbrigðismál og and-
stöðu við hinn umdeilda forseta.
Ýmsir skýrendur, til að mynda á
fréttavefnum Politico, hafa haldið
því fram að Demókratar nýti nú
miðkjörtímabilskosningarnar til
þess að finna bestu leiðina til þess
að hafa Hvíta húsið af Trump árið
2020. Innan flokksins sé rætt um
hvort betra sé að höfða til miðjunnar
eða að fylgja þeirri þróun sem hefur
orðið undanfarin ár að sækja lengra
út á vænginn með því að stefna að
aukinni ríkisvæðingu í heilbrigðis-
málum og því að ákæra Trump til
embættismissis. Ljóst er, sama hvor
stefnan er valin, að Demókratar
munu geta hindrað störf Trumps for-
seta verulega, nái þeir meirihluta í að
minnsta kosti annarri deild þingsins.
Og útlit er fyrir það. Samkvæmt
spálíkani tölfræðifréttavefsins
Bandaríkjamenn
ganga að kjörborðinu
kosningar sem vert
er að fylgjast með
Fréttablaðið.is mun veita þessum kosningum sérstaka athygli í nótt.
Texas
Beto O’RourkeTed Cruz*
+6,5%
Mikið hefur verið rætt um
sjarma O’Rourke, öfluga fjár-
öflun og möguleika á því að
snúa Texas. Hann þykir þó hafa
spilað illa úr spilunum með
því að tala ekki til kjósenda á
miðjum ás stjórnmálanna.
arizona
Martha McSally Kyrsten Sinema
+1,9%
Tvær konur berjast um sæti í
karllægri deild. Sinema yrði fyrsta
manneskjan sem er opinberlega
tvíkynhneigð til að taka sæti á
meðan McSally var fyrsta banda-
ríska konan sem varð orrustuflug-
maður.
Missouri hefur færst sífellt nær
Repúblikönum á undanförnum
árum og er 14. íhaldssamasta ríki
Bandaríkjanna. McCaskill á því
mögulega erfiða kosninganótt
fram undan og gæti vel misst
sæti sitt.
Missouri
Josh Hawley Claire McCaskill*
+1,4%
nevada
Jacky RosenDean Heller*
Nevada er eitt þeirra ríkja sem
Hillary Clinton vann árið 2016
og hefur það reynst Dean Heller
erfið áskorun að halda sætinu
enda hefur ríkið færst nær Demó-
krataflokknum á undanförnum
árum.
+1,4%
Flórída
Scott fer úr stóli ríkisstjóra og
freistar þess að ná inn í öldunga-
deildina og hefur varið milljónum
úr eigin vasa í kosningabarátt-
una. Áhrif fellibylsins Michael á
kosningarnar eru óljós en vafa-
laust einhver.
Rick Scott Bill Nelson*
+1,9%
Indiana er íhaldssamt ríki og
atkvæði Donnellys gegn því að
staðfesta tilnefningu íhaldssama
dómarans, og meinta kynferðis-
brotamannsins Bretts Kavanaugh
í hæstarétt hefur komið honum
í klandur.
indíana
Mike Braun Joe Donnelly*
+0,8%
Öldungadeildin
GeorGía
Brian Kemp Stacey Abrams
Abrams gæti orðið fyrsti svarti
ríkisstjóri Georgíu. Kemp er gagn-
rýndur fyrir að segja sig ekki úr
embætti innanríkisráðherra sem
hefur umsjón með kosningum og
sakaður um að draga vísvitandi úr
kjörsókn.
+2,7%
Flórída
+2,1%
Andrew GillumRon DeSantis
Báðir frambjóðendur þykja vera
yst á vængjum flokka sinna.
Baráttan hefur verið hatrömm
og hefur DeSantis ítrekað sakað
Gillum um spillingu og Gillum
hefur sakað DeSantis um kyn-
þáttafordóma.
ríkisstjórar
Kosið er til þings, ríkis-
stjóra og ýmislegs ann-
ars í Bandaríkjunum í
dag. Kosningarnar eru
prófsteinn fyrir ríkis-
stjórn Trumps forseta og
munu hafa veruleg áhrif
á seinni hluta kjörtíma-
bilsins. Fréttablaðið.is
verður á vaktinni í nótt
og fylgist sérstaklega
með nokkrum spenn-
andi kosningum.
FiveThirtyEight, sem tekur tillit til
kannana, fjáröflunar, sögunnar og
annarra þátta, eru 87,5 prósenta
líkur á því að Demókratar taki full-
trúadeildina. Ástæðuna má til að
mynda rekja til þess að meirihluti
Bandaríkjamanna er andvígur for-
setanum og til þess að metfjöldi
Repúblikana er nú að hætta á þingi
og sæti þeirra því viðkvæmari. Sam-
kvæmt FiveThirtyEight hallast rétt
rúmur meirihluti þingsætanna 435
að Demókrötum og afar mjótt er á
munum hvað snertir 18 í viðbót.
Allt aðra sögu er að segja með
öldungadeildina. Þar mælast, sam-
kvæmt sömu stöðlum, 83,2 prósent
líkur á að Repúblikanar haldi meiri-
hluta og eru þeir líklegri til þess að
bæta við sig ef eitthvað er. Til dæmis
er nærri öruggt að Repúblikanar
hirði Norður-Dakóta en þar mælist
Repúblikaninn með tíu prósentu-
stiga forskot. Kortið svokallaða er
óhagstætt Demókrötum en kosið
er um þriðjung þeirra hundrað sæta
sem eru í öldungadeildinni. Þar af
þurfa Demókratar, og óháðir á þeirra
bandi, að verja sæti í tíu ríkjum sem
Trump vann í forsetakosningunum.
Afar mjótt telst á munum í tveimur
ríkjum en þar mælast Repúblikanar
þó með forskot í könnunum.
thorgnyr@frettabladid.is
12
í kvöld byrja kjörstaðir að
loka.
Fréttablaðið.is verður á
vaktinni í nótt og fjallar um
kosningarnar.
*sitjandi þingmaður
www.nydogun. is • www.sorg. is • sorg@sorg. is
Þann 7. nóvember kl. 20:00 í safnaðarsal Laugarneskirkju fjalla
Olga Snorradóttir og Hulda Guðmundsdóttir um makamissi.
Samveran er ætluð þeim sem misst hafa maka
og þurfa að horfa á lífið í því ljósi.
Þá verður kynnt stuðningstarf vegna makamissis
og hægt að skrá sig í stuðningshóp á staðnum.
Kaffisopi og enginn aðgangseyrir.
Að missa maka sinn
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er hörð. demókratar einblína á heilbrigðismál en repúblikanar á efnahagsmál.
Myndir úr kosningabaráttunni í
Bandaríkjunum undanfarna viku
eru á +Plús síðu Fréttablaðsins.
Fréttablaðið +Plús er eingöngu
í Fréttablaðs-appinu eða í
PdF-útgáfu blaðsins sem er
aðgengileg á frettabladid.is.
+Plús
6 . n ó v e m B e r 2 0 1 8 Þ r i Ð J U d a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a Ð i Ð
0
6
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:4
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
4
A
-4
B
3
4
2
1
4
A
-4
9
F
8
2
1
4
A
-4
8
B
C
2
1
4
A
-4
7
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
5
_
1
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K