Fréttablaðið - 06.11.2018, Side 11

Fréttablaðið - 06.11.2018, Side 11
Við erum með heilbrigðis- ráðherra sem tók við emb- ætti fyrir nokkrum mánuð- um og hefur enga þekkingu, reynslu eða getu til þess að meðhöndla fíknisjúkdóma og verður því að leita til ann- arra um ráð. Hún virðist hins vegar ákveðin í því að fara í geitarhús að leita ullar og í stað þess að sitja við fótskör SÁÁ til þess að læra talar hún til þeirra með hroka og yfirlæti og dregur í efa frá- sagnir þeirra af vandanum. Fréttablaðið fjallaði hinn 31. október sl. um myndatökur í dómshúsum og rakti brot úr samtali blaðamanns við skrifstofu­ stjóra Landsréttar. Tilefnið var ein­ kennileg uppákoma á dögunum þar sem reynt var að koma í veg fyrir eðlilegan fréttaflutning af einu umtalaðasta dómsmáli síðustu ára, m.a. með því að sveipa sakborning­ inn svörtum gardínum. Svör skrif­ stofustjórans, sem ég geri ráð fyrir að séu rétt höfð eftir, voru á þá leið að öryggi sakborninga þyrfti að tryggja, þeir væru saklausir uns sekt væri sönnuð, fólk ætti að geta komist óséð um dómshúsið og að fólk hefði val um hvort það væri myndað. Það verður að viðurkennast að þarna hrekst skrifstofustjórinn úr einni haldlausri klisjunni yfir í þá næstu. Öryggi sakborninga er vissu­ lega ekki ógnað með fréttaljósmynd­ um, viðkomandi sakborningur hafði þegar verið fundinn sekur af héraðs­ dómi og sætti í öllu falli opinberri ákæru fyrir hegningarlagabrot, fólk á ekki heimtingu á að komast óséð um opinbera staði eins og dómshús og fólk hefur almennt ekki val um það hvort það sé myndað á opin­ berum stöðum. Í stuttu máli mis­ heppnaðist skrifstofustjóranum að færa viðhlítandi rök fyrir takmörkun á fréttaflutningi af því dómsmáli sem um ræðir, enda eru ljósmyndir órjúfanlegur þáttur af nútíma frétta­ flutningi. Uppákoman í dómshúsinu verður vart skilin öðruvísi en sem takmörk­ un á þeirri meginreglu að réttarhöld skuli fara fram fyrir opnum tjöldum. Verndarandlag þeirrar meginreglu er niðurstaða sjálfs réttarhaldsins. Það eru meiri líkur á réttri niður­ stöðu ef störf dómstólsins eru opin almenningi af þeirri einföldu ástæðu að þá þurfa lögmenn, saksóknarar, dómarar og sakborningar að vanda sig betur; öll framkoma og tjáning til ljóðs eða láðs verður almenningi ljós. Það eru því meiri líkur á mistökum og slælegum vinnubrögðum í réttar­ haldi sem fer fram á bak við svarta gardínu, rétt eins og það eru meiri líkur á að fólk fari gegn rauðu ljósi þegar enginn er að horfa. Það má því spyrja hvort þær ástæður sem skrif­ stofustjórinn nefnir réttlæti aukna hættu á mistökum í dómsmeðferð sakamála? Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að lögmenn, saksóknarar, dómarar og aðrir starfsmenn réttar­ kerfisins vilji vinna störf sín fjarri kastljósi fjölmiðla. Það er þægilegra að hafa það þannig og þeir treysta sjálfum sér eflaust til að gera ekki mistök. Réttarhald, ekki hvað síst í saka­ málum, er hins vegar opinber athöfn. Almenningur þarf að sjá og heyra hvað dómstólarnir og aðrir starfs­ menn kerfisins eru að aðhafast, enda er það eina aðhaldið sem unnt er að veita þeirri grein ríkisvaldsins sem er svo vandlega varin fyrir pólitískum afskiptum. Öll takmörkun á frétta­ flutningi af dómsmálum, umfram það sem er nauðsynlegt til að dóm­ þing geti náð eðlilega fram að ganga, þarf því að byggja á sterkum rökum en ekki innihaldslausum klisjum. Dómþing á bak við svarta gardínu Haukur Logi Karlsson nýdoktor við lagadeild Háskólans í Reykjavík Tungumálið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess ræður því hvort að við, með orða­ vali, segjum það sem við vildum sagt hafa og bara það eða gefum meira í skyn. Þegar Svandís Svavars­ dóttir sagði í hádegisfréttum í ríkis­ útvarpinu á sunnudaginn að það þyrfti að skilgreina biðlistann á Vogi og kanna hvers konar skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á honum gefur hún tvennt í skyn án þess að segja það beint. 1. Sá mögu­ leiki sé fyrir hendi að sá biðlisti sem SÁÁ lýsir á Vogi sé eitthvað annað og meira en listi af fólki sem bíður eftir innlögn á Vog. 2. Á biðlistanum kunni að vera fólk sem ætti ekki að fara á Vog sem ef rétt reyndist þýddi að inni á Vogi væru einstaklingar sem þyrftu ekki á meðferðinni að halda. Nú skulum við skoða þetta tvennt: 1. Árið 1971 voru 146 rúm fyrir fíknisjúklinga í hinu opinbera heilbrigðiskerfi en nú eru þau 18 og nær öll fyrir tvígreinda, þá sem eru líka með aðra geð- sjúkdóma. SÁÁ hefur því tekið yfir á sínar herðar meiri hlutann af þeirri meðferð sem stendur fíklum til boða í okkar sam- félagi í dag. SÁÁ hefur unnið ötullega að því að byggja upp starfsemi sína en hefur ekki undan aukningu í þörf og þess vegna sitjum við uppi með biðlista. Biðlistinn á meðal annars rætur sínar í því að ríkið hefur dregið úr þeirri þjónustu sem það býður upp á og hefur þrjóskast við að borga fyrir þjónustuna á Vogi. Biðlistinn á Vogi er alfarið á ábyrgð ríkisins og óheppilegt að heilbrigðis- ráðherra þess gefi það í skyn að hann sé annarlegur. Í þessu sambandi er vert að benda á að SÁÁ þarf ekki á biðlista að halda til þess að rökstyðja meiri stuðning frá ríkinu vegna þess að af 2.200 innlögnum á Vog á ári hverju borga Sjúkratryggingar ekki fyrir nema 1.500. Heilbrigðis- ráðherra skýtur býsna langt yfir markið þegar hún gefur í skyn að SÁÁ sé að ýkja biðlistann og það er ljótur dónaskapur við aðstandendur fíkla sem hafa dáið upp á síðkastið meðal annars vegna þess að þeir komust ekki inn á Vog. Fíknisjúkdómar eru banvæn- ustu sjúkdómar ungs fólks á Íslandi en samt er hið opinbera að skera við nögl meðferð við þeim. 2. Sjúkrahúsið á Vogi býr að mikilli reynslu, þekkingu og getu við meðferð á fíknisjúk- dómum og það er ekki líklegt að annar aðili sé hæfari til þess að meta þörf einstaklinga fyrir meðferð. Hvað á heilbrigðis- ráðherra við þegar hún segir að það þurfi að kanna hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á biðlista? Eitt er víst að listinn myndi styttast töluvert ef af honum yrðu teknar allar fyllibyttur og dópistar. Og ef ekki allar fylli- byttur og dópistar, þá hverjir og hver á að velja þá? Við erum í miðjum faraldri fíkni­ sjúkdóma sem eru að deyða ungt fólk í landinu og við þurfum að bregðast við. Meiri hlutinn af sér­ þekkingu, reynslu og getu við með­ ferð þessara sjúkdóma á Íslandi er á höndum SÁÁ. Við erum með heilbrigðisráðherra sem tók við embætti fyrir nokkrum mánuðum og hefur enga þekkingu, reynslu eða getu til þess að meðhöndla fíknisjúkdóma og verður því að leita til annarra um ráð. Hún virðist hins vegar ákveðin í því að fara í geitarhús að leita ullar og í stað þess að sitja við fótskör SÁÁ til þess að læra talar hún til þeirra með hroka og yfirlæti og dregur í efa frásagnir þeirra af vandanum. Þegar maður verður var við ábyrgðarleysi af þess­ um toga í viðbrögðum við faraldri af banvænum sjúkdómi vaknar hjá manni spurningin gamla Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann? Að bera fólk út af biðlistum? Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Okkur jarðarbúum gengur of hægt við að efla við­brögð gegn hraðri hlýnun loftslags á heimsvísu. Þau snúast um að minnka losun gróðurhúsa­ lofttegunda og samtímis að binda sem mest af kolefni. Breyttur land­ búnaður, minni flutningar, minni skógvinnsla í stórum stíl en meiri skógrækt eru meðal lykilverkefna. Enn eitt lykilverkefnið er sjálfbærari orkuframleiðsla en nú tíðkast og tæknilegri stóriðja sem minnkar losun frá verksmiðjum. Rýrnun jökla og hafíss er verulegt áhyggjuefni. Við það minnkar endur­ varp sólgeislunar og dökkt land og haf drekkur í sig æ meiri varma. Margt af þessu og skyldum efnum enduróma á ráðstefnum og fundum, t.d. skoðana­ og fræðslutorginu sem opið er í Hörpu ár hvert: Arctic Circle. Þar kemur líka oft fram að rannsóknir eru orðnar nægar til þess að við getum aðhafst af skyn­ semi – að verkin eigi að tala án þess að rannsóknir minnki. Markmið íslenskra stjórnvalda eru metnaðarfull. Að standa við skuldbindingar Parísarsamkomu­ lagsins og gera auk þess Ísland kol­ efnishlutlaust fyrir árið 2040. Bæði eiga þau að hljóta þverpólitískt full­ tingi þó svo menn greini á um leiðir. Þær finnum við með umræðum og virðingu fyrir staðreyndum. Fjár­ mögnun aðgerða sem til þarf til þess að ná markmiðunum verður að ganga fyrir sumu af því sem við erum vön að vilja fjármagna. Neyslumynstur verður að breytast að ýmsu leyti. Norðurslóðir eru lykilsvæði í and­ ófinu gegn loftslagsbreytingum og við hér á landi í miðri hringiðunni. Á norðurslóðum verður að hægja á vinnslu jarðefnaeldsneytis og tak­ marka hana við 20% þekktra birgða í jörðu. Á heimsvísu verður að láta ⅔ þekktra birgða liggja kyrrar. Um leið er afar brýnt að Norður­Íshafið og aðliggjandi haf­ og strandsvæði verði virt sem vopnlaust svæði með alþjóðlegum samningum – svæði þar sem öryggi, leit og björgun er tryggð en hernaðaruppbygging látin eiga sig. Hafsvæði utan 200 mílna lögsögu verði undir alþjóð­ legri stjórn og auðlindanýting þar sömuleiðis. Norðurskautsráðið verður undir íslenskri stjórn frá 2019­2021 og þá hægt að koma mörgu góðu til leiðar eins og um verður búið í verkefna­ skrá sem unnið hefur verið að.  Veltiár framundan Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG Norðurslóðir eru lykilsvæði í andófinu gegn loftslags- breytingum og við hér á landi í miðri hringiðunni. Á norðurslóðum verður að hægja á vinnslu jarðefnaelds- neytis og takmarka þær við 20% þekktra birgða í jörðu. Á heimsvísu verður að láta ⅔ þekktra birgða liggja kyrrar. Landsbankinn hf. býður til sölu, í heild eða að hluta, allt að 12,1% eignarhlut í fjárfestingarfélaginu Eyri Invest hf. Eyrir Invest hf. er fjárfestingarfélag sem stofnað var árið 2000. Langstærsta eign Eyris Invest hf. er 25,9% eignarhlutur í Marel hf. Eyrir Invest hf. á einnig tæpan helmings hlut í Eyri Sprotum slhf., fjárfestingarfélagi sem fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum og um þriðjungshlut í Efni ehf., sem sérhæfir sig í að byggja upp nýjar markaðs- og söluleiðir fyrir fyrirtæki í gegnum netsölu og samfélagsmiðla. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna og er öllum opið sem teljast vera hæfir fjárfestar samkvæmt skilgreiningu í 9. tölulið 43. greinar laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti. Áhugasamir fjárfestar geta haft samband við Fyrirtækjaráðgjöf Lands- bankans með því að senda tölvupóst á netfangið soluferli@landsbankinn.is. Þá má nálgast stutta sölukynningu, trúnaðaryfirlýsingu, eyðublað vegna hæfismats, upplýsingar um lágmarksverð, lágmarksfjárhæð tilboða og aðra tilboðsskilmála, ásamt mati á hagsmunaárekstrum á vef bankans, www.landsbankinn.is. Fjárfestar sem undirritað hafa trúnaðaryfirlýsingu og uppfylla hæfisskilyrði fyrir þátttöku í söluferlinu fá afhent ítarlegri kynningargögn um Eyri Invest hf. og gera tilboð á grundvelli þeirra. Eingöngu verður tekið við tilboðum á sérstöku tilboðsformi og samkvæmt þeim skilmálum sem þar koma fram og hægt er að nálgast hjá umsjónaraðila söluferlisins, Fyrirtækjaráðgjöf Lands- bankans. Tilboðsfrestur er til kl. 12.00 miðvikudaginn 28. nóvember 2018. Opið söluferli á hlut Landsbankans í Eyri Invest S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11Þ R i ð J u D A G u R 6 . n ó v e m B e R 2 0 1 8 0 6 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 4 A -2 D 9 4 2 1 4 A -2 C 5 8 2 1 4 A -2 B 1 C 2 1 4 A -2 9 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.