Fréttablaðið - 06.11.2018, Síða 14

Fréttablaðið - 06.11.2018, Síða 14
Guðrún byrjaði að stunda jóga af alvöru fyrir fjórum árum en hafði fram að því dundað sér við að gera æfingar heima á jógadýnu sem amma hennar heitin gaf henni. Amma hennar, Erla Tryggvadóttir, kenndi henni undirstöðurnar í jóga og öndun þegar hún var barn og leyfði henni að fylgja sér í jógatíma sem hún kenndi. Líklega tendraði það áhugann. Jóga er lífið Guðrún Erla ákvað árið 2014 að fara í jógabúðir í Goa á Indlandi en eftir það varð ekki aftur snúið. „Í mínum huga er jóga lífið – og lífið jóga. Í því tekst ég á við svo miklu meira heldur en líkamlegar áskoranir og er stöðugt að skora á hugann og hjartað. Í sanskrít táknar orðið „yoga“ tengingu eða sameiningu huga, líkama og sálar. Kraftaverk gerast þegar maður velur að ein­ blína á kærleika og það jákvæða í lífinu. Jóga tengir mig þessum tilfinningum og hjálpar mér að vera í núinu. Það hefur hreinlega opnað fyrir mér nýja vídd.“ Guðrún Erla hefur gaman af því að prófa ólíka tíma. „Ég er með árskort í World Class og fer mikið þangað. Nýverið var svo jógastú­ díóið Iceland Power Yoga opnað í nágrenni við mig, sem ég stefni á að prófa. Að mínu mati gefur hver kennari eitthvað nýtt. Hann kemur með nýjar áskoranir og nærveru sem er svo dásamlegt að vera hluti af en þess utan hef ég sótt einka­ kennslu til að reyna að dýpka þekkingu mína og færni,“ upplýsir Guðrún Erla. Hún hefur sömuleiðis farið í alls kyns jógaferðir út fyrir land­ steinana. „Þar er ég í essinu mínu og hef leitað uppi staði víðsvegar um heiminn til að stunda jóga. Ég fór í Ashyana Yoga Center í Goa á Indlandi, Absolute Sanctuary á Koh Samui á Taílandi og Samahita Retreat á sömu eyju. Þá fór ég á „detox retreat“, eða djúsföstu, á Möltu, Amchara Retreat og í Long­ evity í Portúgal en á báðum stöðum var boðið upp á jóga samhliða föstunni. Guðrún Erla hefur mestmegnis haldið í jógaferðirnar ein sem hún segir krefjandi og þroskandi í senn. „Það er ótrúlega hollt að læra að vera einn með sjálfum sér. Ef maður hefur ekki gaman af eigin félags­ skap, hver hefur það þá?“ spyr hún og hlær. Hún segist að auki hafa kynnst fullt af fólki á ferðum sínum og eignast yndislega vini. „Þá hef ég farið í hópferð með jógastöðinni Sólum til Koh Samui á Taílandi. Þó ég hafi verið á eigin vegum kynntist ég og tengdist dásamlegu fólki og það er að mínu mati ómetanlegt að vera með fólki sem er á sams konar ferðalagi.“ Leggur rækt við heilsuna Guðrún Erla tók ástfóstri við líkams rækt um tvítugt og hefur prófað alls kyns tíma í gegnum tíðina. Fyrir utan jóga finnst henni Hér má sjá Guðrúnu Erlu í einfættu hjóli á ströndum Koh Samui 2017. Þetta var í fyrsta skipti sem Guðrún Erla komst óstudd í höfuðstöðu á strönd í Essaouira í Marokkó 2015. „Höfuðstaða á dag kemur skapinu í lag.“ „Eftir að ég varð örugg í höfuðstöðunni er ég farin að leika mér í henni og prófa alls konar stellingar með fæturna, enda eyði ég nokkrum mínútum í stöðunni. Þessi mynd er tekin á Samahita Retreat á Taílandi 2017.“ Guðrún Erla hefur ferðast víða í tengslum við jógaiðkunina og er þá í essinu sínu. Hún segir bæði krefjandi og hollt að ferðast ein. Vera Einarsdóttir vera@frettabladid.is ómissandi að skokka og grípa í lóð og finnst það fara mjög vel saman. Aðspurð segist hún almennt hugsa vel um heilsuna. „Ég er þó ekkert heilög og dett stundum af heilsu­ vagninum. Það er hins vegar ekkert annað við því að gera en að skella sér á hann aftur.“ Í huga Guðrúnar Erlu er það að huga að heilsunni að gera vel við sjálfa sig. Hún leggur áherslu á að sofa vel og að leggja rækt við bæði líkama og sál. Hún segir fátt næra sig betur en samvera með strákunum sínum tveimur, fjölskyldu og vinum. „Það að hlæja er í mínum huga eitt mikilvægasta heilsuráðið og ekki að ástæðulausu að hlátur sé sagður besta meðalið. Svo finnst mér alveg lífsnauðsynlegt að fara í sund og heita potta. Heitt vatn er dýrmæt auðlind sem ég kann svo sannarlega vel að meta.“ En spáir þú mikið í mataræði samhliða hreyfingu? „Ég reyni að borða lítið kjöt og mikið grænt. Þó mér leiðist boð og bönn þá hentar mér afar illa að borða hveiti og sykur. Ég verð slöpp og líður illa og reyni því að forðast það eins og ég get. Pitsa er hins vegar með því besta sem ég fæ en það er hægt að velja hollari kostinn í þeim efnum eins og flestu. Þá legg ég mikið upp úr því að hreinsa líkamann og tek djúsföstu einu sinni til tvisvar á ári. Það eru skiptar skoðanir um ágæti slíkrar föstu en hún hentar mér vel. Ég verð orku­ meiri og líður yndislega á eftir. Þakklát Guðrún Erla hefur í nægu að snúast og leggur stund á doktorsnám sam­ hliða starfi. „Rannsóknarefni mitt tengist stjórnarháttum og stefnu­ mótandi hlutverki stjórna, en ég er að skoða eigendastefnu OR út frá þessu sjónarhorni. Þar sem námið mitt er innan atvinnugreinar þá sameinast starf og nám og ég er svo lánsöm að fá að bæði að rannsaka og hrinda í framkvæmd og vakna glöð í vinnuna og hlakka til að fara í vinnuna á hverjum morgni.“ Þakklæti er Guðrúnu Erlu ofar­ lega í huga og byrjar hún hvern dag á því að hugsa um það sem hún er þakklát fyrir, sem rímar vel við jógafræðin. „Ég les líka mikið um jóga og hnýt reglulega um tilvitn­ anir sem tala til mín,“ segir hún og nefnir eftirfarandi tilvitnun í B.K.S. Iyengar sem dæmi: „The light that Yoga sheds on life is something special. It is transformative. It does not just change the way we see things; it transforms the person who sees.“ eða „Jóga varpar ein­ stöku ljósi á lífið. Það er breyt­ ingarafl. Það breytir ekki aðeins því hvernig við sjáum hlutina; það breytir manneskjunni sem sér.“ Það er ótrúlega hollt að læra að vera einn með sjálfum sér. Ef maður hefur ekki gaman af eigin félags- skap, hver hefur það þá? 15% AFSLÁTTUR AF BUXUM OG PEYSUM BUXNA OG PEYSUDAGAR 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . N Óv E M B E R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 0 6 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 4 A -4 6 4 4 2 1 4 A -4 5 0 8 2 1 4 A -4 3 C C 2 1 4 A -4 2 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 5 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.