Stjarnan - 01.09.1920, Qupperneq 6

Stjarnan - 01.09.1920, Qupperneq 6
134 STJARNAN og þegar eg kom út á bryggjuna setti eg barniö frá mér á viöarstafla og teigaöi áfengiö. “Þaö var eitthvað í þessu víni, sem ekki var eins og þaö ætti aö vera eöa sólin var of heit þann dag, því þaö var eins og þaö heföi fariö beint upp í höf- uöið á mér. Mig langaði als ekki til að fara að vinna og þegar Willie klifraöi ofan af viðarstaflanum og fór aö leika sér, furðaði mig á því að hann skyldi ekki heldur vilja fara að sofa, en aö henda smásteinum í sjóinn. Eg var svo syfjaður og drungafullur, svo eg kallaði á Willie og við lögðumst út af. Mér fanst eins og við værum í okkar eigin rúmi heima í húsinu. Sólin skein heitt og eg var þreyttur. “Það var hér um bil sólarlag þegar eg skjögraði á fætur. Það var fjara og allar leirur voru þurrar. Mér fanst eins og höfuð mitt væri stórt eins og hafskip og ruggaði eg eins og eg stund- um hefi séð skip velkjast á öldunum. Eg lagði undir eins á stað heimleiðis. Konan mín var að bíða eftir okkur fyrir framan húsið og þegar hún sá mig einan hrópaði hún: “Hvar er 'barnið mitt? Ó, hvar er drengurinn minn ?” “Hjartað mitt hætti hér um bil að slá, en eg sagði við ’hana: “Er hann ekki hérna hjá þér? Kom ekki einhver með hann?” “Þá hrópaði konan mín með angistar- fullri rödd: “Þú mundir aldrei hafa sent hann heim með neinum manni, Henry”, og svo :, “Ó, góði, þú hefir verið með vini? Ó, hvar er uppáhald mitt ? Mitt elskulega barn!” “Vertu óhrædd, Ruth,” sagði eg og reyndi að hugga hana; en minn eigin heili var kvalinn og hjartað í mér var orðið eins og klakastykki. “Eg mun undir eins finna hann og koma svo heim með hann.” “Eg fór af stað. Eg kallaði á ná- grannana og sagði öllum frá að dreng- urinn væri fýndur. Við leituðum um allan bæinn. Alla .nóttina var verið að leita. Menn fóru yfir Ieirurnar, bak við hvert tré og runn, bak við hvern hús- vegg og hverja girðingu í Manchester og kallað var alla tíð: Willie, Willie, Willie Brown, meðan konur og stúlkur komu kringum ihúsið okkar til að hugga og hug- hreysta Ruth. “En alt var árangurslaust . Eg var nú orðinn ódrukkinn og bað til Guðs að hann vildi hjálpa mér aö finna drenginn minn. Eg bað eins og eg aldrei hafði gjört á æfi minni. En það var of seint. Eg varð að snúa heim aftur án hans. Eg reyndi að fela mína eigin sorg og að hugga Ruth og sagði henni, að einhver rnyndi vissulega finna hann næsta morg- un; en hún bara ihrökk aftur á bak frá mér og horfði á mig með viltum og ótta- slegnum augum. “Einhver fann hann. Fiskimaður nokkur fann hann fyrir, utan Beverley- ströndina. Og þegar hann var búinn að írétta, að við hefðum týnt barninu, kom hann heim til okkar með litla líkið. “Meðan eg var sofandi — og var það bein afleiðing af að hafa drukkið whis- key — 'hafði litli drengurinn minn dottið í vatnið og druknað og útfallið hafði tekið hann með sér út til sjós. Honum skolaði upp á land úti í Beverley; því Guð var Ruth minni miskunnsamur. Og hér um bil tuttugu og fjóra klukkutíma sat hún með þennan litla kalda líkama og ruggaði honum. Svo gaf hún frá sér sárt og veinandi óp, datt meðvitund- arlaus á gólfið og var örend. “Þrem dögum seinna fylgdi eg, hinn fáráöi niðurbeygði morðingi, þeim hing- að til þessa staðar.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.