Stjarnan - 01.09.1920, Síða 16
Tímaspegillinn.
Aldrei hefir svo dagur liöið síöan
vopnahléö komst á n. nóv. 1918.
né síöan hinn svonefndi friöar-
samningur var undirskrifaöur, án
þess aö stríð hafi átt stað einhvers-
staðar eða-á mörgum stööum í senn,
á Balkanskaganum og í öðrum
löndum í austurhluta Noróurálf-
unnar, sem tóku þátt í striöinu.
Astandið þar- er mjög svo flókið og
orusturnar svo margvíslegar, að
það hefir svo að segja verið ó-
mögulegt að fylgjast með. Núna
um tírna hefir stríðið eiginlega
verið milli Tyrkja og Grikkja.
Tyrkir hafa um tíma fengið góða
hjálp frá hinum rússnesku Bolshe-
vikum. England hefir einnig verið
flækt inn í þetta stríð, því að her-.
skipi Breta hafa ásamt hinum
grísku oftar en einu sinni skotið á
tyrkneskar víggirðingar og hinn
brezki landher hefir veitt Grikkjum
lið á mörgum stöðum.. Grikkir
berjást að eins til að geta haldið
þeim landspildum, sem þeir ræntu
frá Tyrkjum meðan stríðið stóð
yfir. England hefir barist ein-
ungis til þess að vernda Indland
fyrir bolshevisma.
Undir eins og stríðið hófst 1914
reyndu Þjóðverjar að koma öllum
Múhamedstrúarmönnum til að snú-
ast í lið með sér gegn Englending-
um; en þetta mishepnaðist þeim,
af því að hatrið milli Múhameds-
trúarmanna og hinna kristnu var
þá ekki á eins 'háu stigi og það er
nú, eftir að stríðið hætti á Frakk-
landi, og alt bendir í þá átt, að
hatrið milli Múhamedstrúarmanna
og hinna kristnu lendi að lokum í
hræðilegu trúarbragðastríði.
Það, sem mishepnaðist Þýzka-
landskeisaranum — að safna öll-
um Austurálfumönnum til stríðs
gegn hinum vestrænu þjóðum —
virðist hepnast Rússanum, herra
Lenin, betur. Þessi leyndardóms-
fulli maður hefir eins og með aust-
urlenzkum töfravendi haft áhrif á
allar þjóðir á svæði, sem nær alla
leiö frá Kyrrahafinu til Eystrasalts
og Svartahafsins og frá hinum
norðlægustu héruðum í Síberíu til
Persaflóans.
(Tvær eru leiðirnar, sem herra
Lenin fer til að ná þessu marki:
Fyrst, með því að stofna allsstaðar
lýðstjórn af verkamanna fulltrúum
í líkingu við Sovietstjórnina á
Rússlandi; þar næst með því að
eggja Múhamedstrúarmenn til hat-
urs og stríðs móti hinum kristnu í
þeim löndum þar sem Múhameds-
trúarmenn eru í meiri hluta. Hug-
rnyndin, sem liggur á bak við alt
þetta, er sú, að sameina allar Aust-
urálfu-þjóðimar til stríðs á móti
hinum vestrænu þjóðum. Og þetta
ægilega samband er fyrirsagt í spá-
dómum ritningarinnar, og það
speglast skýrt í eftirfarandi orðum :
‘‘Sá sjötti helti rir sinni skál í fljót-
ið mikla Eufrat; vatnið i því þorn-
aði þá upp, svo að vegur greiddist
fyrir konungana úr sólaruppkomu-
stað.”—Opinb. 16: 12.
Hið stjórnarfarslega ástand í
Austurálfunni bendir á að þetta
verði myndað áður en langt líður,
og þegar það kemur, mun þessi spá-
dómur rætast fyrir augum vorum.
Láturn oss því gefa gaum að orð-
um Krists, sem í þessum sama spá-
dórni segir: “Sjá, eg kem eins og
þjófur; sæll er sá, sem vakir og
geymir sín klæði, svo hann gangi
ekki nakinn um kring og að aðrir
sjái hans blygðun.”—Op. 16: 15.