Stjarnan - 01.03.1921, Page 3
STJARNAN
35
Draumur Mable Ashton’s.
'Þegar gestirnir voru saman komnir í
hinum yfirgnæfanlega uppljómaöa sal í
húsi Mable Ashtons, sáust engin vegs-
ummerki þess, aS minna mundi veröa
um dýrSir á kvöldskemtun þessari, en
undanfariS hafSi átt sér staS á skemtun-
um þeim, er fariS höfSu fram þaS sem
liSiS var af vetrinum.
Sumir gestirnir virtust þó veita eftir-
tket ein'hverju sérstöku )tfirbragSi á
Mable Ashtons fagra andliti. en hugðu
þaS runniS vera frá áhuganum fyrir að
undirbúa alt réttilega undir kvöldskemt-
unina og hugsuSu því ekki frekar um
þaS.
Allir voru önnum kafnir við að útbúa
dansseSla sína fyrir þá mismunandi dans-
leiki. HljóðfæraliSiS var á sínum stað,
og hinir ungu fóru aS verða hissa á
hversvegna ekki væri gefin tiikynning
um að byrja aS spila. I>á gekk Mable
Ashton þangaS', sem hljóSfæraliSiS var.
Hennar fallega litla andlit var ýmist
bleikt eSa rautt, er hún svo hafði lokað
augunum stundarkorn, þar til hljótt var
var orSið í salnum. Byrjaði hún að
tala. Rödd hennar var dálítið skjálfandi
fyrst í staS, en varS brátt skýr og róleg.
“Vinir mínir, ySur finst sjálfsagt eg
dálítiS einkennileg, en áður en vér aS-
höfumst nokkuS, vil eg segja ykkur frá
því sem hefir hent mig. Mig dreymdi í
nótt draurn, sem hefir haft svo mikil á-
hrif á mig, aS eg verð aS segja vkkur
hann. Mig dreyir.di að þetta kvöld væri
upprunniS, og aS þér voruö hér öll sam-
an komin í þessum sal, og þar fyrir utan
gestur, sem virtist þekkja oss öll mæta
vel, en eg gat ekki minst þess að hafa séð
hann áður. Hann var göfvtgmannlegur,
meS friSsamlegt yfirlit, en þó dálítiö
mæSulegt. Og aldrei hefi eg séS jafn-
rannsakandi augu. Hann var klæddur í
látlausum, fátæklegum búningi, en þaS
var eitthvað í látbragöi hans, er sýndi, að
hann ekki var nein vanaleg persóna.
Þar sem eg nú stóð undrandi yfir hver
itann myndi vera, kom hann til mín, rétti
tnér hendina og sagSi vingjarnlega:
“Það virðist, sem þú ekki þekkir mig,
Mable.”
í hálfgerðu fáti svaraöi eg: “Mér finst
eg þekkja andlit yðar, herra minn, en eg
man ekki nafn ySar.”
“Eg er þó sá, sem bæði þú og foreldr-
ar þínir hafiS oft boðið til ykkar. Þú
hefir boSið mér að vera á heimili þínu,
og í kvöid er eg kominn til aS taka þátt
í félagsskap ySar.”
“Eg bið afsökunar, en það verður mér
nú enn þá kærara, að fá aS vita hver það
er, sem eg hefi þann heiSur að hafa á
heimili mínu.”,
Iiann sýndi ntér þá höndur sínar, er
Itáru naglaför, og horfði' svo á mig meS
rannsakandi en mildum augum. Og nú
þurfti hann ekki að segja: "Eg er Jes-
ús, Drottinn þinn.”
Augnablik stóð eg sem þrumulostin,
og vissi ekki hvaö eg átti að segja. Hvers
vegna fleygði eg mér ekki niSur fyrir
fætur honum og sagði af öllu hjarta:
“Herra Jesús, það er mér ósegjanlegt
gleðiefni að sjá þig.” En á meðan augu
hans horfðu inn í mín, gat eg ekki sagt
þetta, því þaS hefði ekki verið satt sagt.