Stjarnan - 01.03.1921, Page 4
36
STJARNAN
Eg skildi bara óglögt, aö eg í raun og
veru var hrygg yfir aö sjá Drottin minn
og Frelsara, Jesús Krist. Var það vegna
þess, að eg skammaðist mín fyrir liann,
eða var þar eitthvað við mig, sem eg
skammaðist mín fyrir?
Smámsaman áttaði eg mig þó og sagði;
“lierra, þú vi!t heilsa foreldrum mín-
um?” •— “Já, gjarnan það, Mable.” En
á meðan hann fylgdi mér til þeirra, bætti
hann við: ‘‘En eg er kominn til að vera
með þér og þínum ungu vinum í kvöld,
því eg heyrði þig tala um það í gær-
kvöld á kristilegri samkomu, hve dýrðlegt
það hlyti aö vera, að liafa mig ávalt hjá
sér.”
Aftur roðnaði eg við að hugsa um
samkomu þá, er hann mintist á. Eg
mundi hafa veriö ósegjanlega hamingju-
söm við aö sjá hann þar, en hvers vegna
var eg það ekki í kvöld?
Eg fylgdi honum til foreldra minna og
tilkynti þeim hver hann væri. Það var
eins og þeim hnykti báðum við, en faðir
minn náði sér brátt, bauð honum að setj-
ast og bætti við, að það væri óvanalegur
'heiður, sem hann veitti þeim. Eftir
langa þögn sagði faðir minn afsakandi:
“Mable dóttir mín, sem er mjög niður-
sokkin í nátn sitt, lifir tilbreytingarlitlu
lífi, og nýtur næstum því engra skemt-
ana. Þess vegna hefir hún boðið heim
nokkrum ungum vinum til að taka þátt
í ofurlítilli fjörgandi iskemtun, — að
vissu leyti góð tilbreyting. Þessir vinir
hennar eru va’dar manneskjur, og mað-
ur verður vist að kalla þetta meinlausa
skemtun og. leyfilega dægrastytting, þótt
kirkjan líti nú mismunandi á það.”
Á meðan að faðir minn bar alt þetta
fram sem einskonar vörn, fann eg brenn-
•andi roða breiða sig yfir alla ásjónu
mína af skömm yfir mínum kæra föður
og sjálfri mér. Hvers vegna var faðir
minn að afsaka og verja þaö, sem 'hann
ávalt hafði álitið vera sjálfsagt? Hversu
tómt og marklaust virtist það þó alt
vera. Vissi Jesús ekld, að nám mitt ekki
var svo nauösynlegt, og að eg gat verið
tímum sarnan 3 samkvæmum, já stundum
alt kvöldið?
Þegar faðir minn, sem var órór, vildi
gjarnan hjálpa mér úr vandræðum mín-
um, sagði hann:
“Eg er hræddur um, að vér getum ekki
látiö unga fólkið vera lengur einsamalt,
og ekkert er mér kærara, en að herra
minn Jesús vildi koma með mér inn í
Iestrarsal minn og tala þar við mig.”
“Nei,” sagði Jesús. “Mab!e hefir oft
beðið mig að koma, og nú er eg kominn
hingað í kvöld, sérstaklega til að vera
með henni. Viltu kynna mig vinum
þínum, Mable? Suma þeirra þekki eg,
en sumir þeirra eru mér ókunnir.”
Aftur varð eg vör við hinn óþæilega
roða stíga upp i kinnar mér. Hvers-
vegna gat eg ekki sagt: “Með mestu á-
nægju, kæri herra Jesús?” Vegna þess,
að eg þorði ekki að nota þetta vanalega,
en ósanna viðhafnarsvar við hann. Þess
vegna svaraði eg honum: “Já, herra,
ef þú óskar þess.”
Eg leiddi hann fyrst til nokkurra, sem
voru meðlimir safnaðarins. En enginn
þeirra var eins glaður, eftir aö liafa
heilsað honum, eins og hann var áður.
Andlitin skiftu litum, sumir reyndu til
að komast burt úr salnum. í raun og
véru virtist það þannig, eins og þeir, sem
tilheyrðu söfnuðinum, viklu síöur heilsa
Jesú heldur en þeir, sem ekki kölluðu sig
trúaða. Einn af safnaðarlimunum kom
til mín og spurði: “Á eg að biðja hljóð-
færaflokkinn að spila sálma en ekki
danslög?” En Jesús horfði hvast á okk-
ur bæði og spurði: “Hvers vegna þá
það ?” Aörir stungu upp á, að vér syldd-
um breyta hinni fyrirhuguöu dagskrá og
biðja Jesúm að halda ræðu fyri'r oss.
Aftur mættu oss þessi rannsakandi
augu og spurningin: “Hvers vegna ætti
nærvera mín að trúfla fyrirætlanir
yðar ?”
Þegar eg nú haf ði leitt Drottin vorn
Jesúm til allra, og enginn vissi hvað úr
skyldi ráða, sneri hann sér að mér og
sagði: “Þaö var áform yðar að dansa,