Stjarnan - 01.03.1921, Page 5
STJARNAN
37
var ekki svo? ÞaS er tími til að byrja,
annars fáið þér ekki lokiö viö dagskrá
yöar fyrir morgun. Viltu ekki gefa
skipun um, aö hljóöfæraslátturinn
byrji ?”
Eg var rá'öalaus, en eitt skildi eg, aö ef
samkvæmi mitt væri eins og þaö ætti aö
vera, mundi nærvera lians að eins gjöra
gleöina yfirgnæfanlegri. En 'hér var
ekki annaö aö sjá en trufluö andlit, er
skömmuöust sín við nærveru hans, er
þeir kölluöu sinn bezta vin. Eoks gaf
eg skipun um aö spila fyrsta danslagið.
Ungi maöurinn, sem beðið haföi mig um
fyrsta dansinn, kom ekki, og ekkert ann-
aö par kom fram á gólfið.
Hljóðfæraliðið spilaði einn dans til, og
ein einn. Eg varð alveg frávita af skömm,
er herra Jesús kom til mín og sagði:
“Mable, gestrnir þínir virðast vera dá-
lítið niðurebygðir. Hvers vegna reynir
þú ekki, sem leiðtogi þeirra, að bæta úr
vandræðum þeirra með því að dansa
sjálf? Mundi það hjálpa nokkuð, að eg
byði þér að dansa við þig?”
Vandræði mín urðu alveg skelfileg,
horfandi inn i hans rannsakandi augu,
er læstu sig gegn um alt, hrópaði eg:
“Herra, þú dansa? Þú meinar það
ekki.”
“Hvers vegna ekki, Mable? Ef læri-
sveinar minir geta dansað, svo get eg og
einnig gjört það. Þti biður mig um að
vera pærstaddan á bænasamkomunum,
en þú kærir þig ekki mikið um mig hér,
hvers vegna ekki, barnið mitt? Hvers
vegna hefir nærvera mín eyðilagt g’eði
yðar? Því, þótt eg sé harmkvælamað-
ur og kunnur þjáningum, vil eg ekki
trufla gleði lærisveina minna. Er það
mögu’egt, að þú útilokir mig frá skemt-
unum þínum, Mable? Ef því er þannig
farið, er það þá ekki fyrir það, að skemt-
anir þínar taki tíma þinn og hugsanir
það mikið, að þú enga ánægju hafir af
orði mínu og nærveru minni? Þú hefir
spurt, Mable: “Hvað getur það skað-
að? í staðinn fyrir aö spyrja: “Hvaða
gagn er að því?” “Er það Guði til
dýrðar ?”
Skyndilega áttaði eg mig á öllu. Yf-
irkomin af sorg og fyrirdæmandi sam-
vizkubiti, fleygði eg mér fyrir fætur
honum, og stamaði með grátkvaldri
röddu fram iðrun mína. Alt í einu með
orðum þessum: “Dóttir, farðu í friði,
synd þín er þér fyrirgefin”, yfirgaf hann
mig. Eg vaknaði af. draumi mínum.
Og nú vil eg spyrja yður, vinir: Eigum
vér að fylgja dagskrá vorri í kvöld, eða
eigum vér að tala saman stundarkorn um
þetta: “Hvernig fáum vér gjört heim-
inn betri með hegðan vorri?”
Svarið var einróma “Já!” við hinni
nýju uppástungu, og hún var færð í
framvæmdir á fleiri nytsamlegum og
góðum samomum.
P. Sigurðsson þýddi.