Stjarnan - 01.03.1921, Page 6

Stjarnan - 01.03.1921, Page 6
38 STJARNAN Eitt þúsund Guineas. Hinn sextánda dag janúarmánaðar 1866 lentu í Falmouth á Englandi nítján menn, hinir einu, er bjargað varð af 270 sálum, farþegum og skipverjum á gufu- skipinu “London”, sem hafði liðið skip- brot á leiðinni frá Eundúnaborg til Mel- bourne í Ástralíu. Þeir sögðu sorgarsögu þess slyss, um storminn, um lekann, og skýrðu frá, að klukkan tíu fyrir hádegi þann hræðilega fimtudag, hefði herra Martin, skipstjór- inn, kallað hina tvö hundruð farþega og alla skipverja inn í káhettuna á fyrsta farrými og mjög rólegur sagt þeim, að það væri engin von um björgun. Vatn- ið stóð hátt í lestinni, stormurinn geys- aði og engin undankoma var möguieg. Farþegarnir hlustuðu á þessa frétt í allri kyrþey, en voru þeir niðurlútir. Allir voru rólegir og hlýddu skipunum. Séra Draper, farþegi nokkur, bað til Guðs og uppörvaði hinar ófarsælu mann- eskjur, sem stóðu kring um hann. Hví- lík sorgarsjón! Vinir kvöddu hverjir aðra í hinzta sinn. Mæður grétu yfir brjóstbörnum sínum. Eiginmenn sögðu konum sínum hin seinustu elskuorð i þessu lífi. Allir hugsuðu um hræðilega augnablikið, þegar hinar æstu öldur mundu hylja þá og búa þeim gröf í djúpinu. Hér um bil klukkan tvö eftir hádegi, meðán veðrið enn geysaði og vatnið i lestinni hækkaði, ákváðu fáeinir hug- rakkir menn að reyna að komast í burtu frá skipinu á björgunarbáti, heldur en að sökkva i djúpið án þess að hafa gjört tilraun til að bjarga sér. Þeir fóru út úr káhettuni og létu björgunarbátninn á bakborða síga í sjóinn og í þennan bát fóru sextán farþegar og þrír hásetar og hepnaðist þeim vel að komast klaklaust i burtu frá skipinu. Þeir máttu engan tíma missa, því skip- ið var óðum að sökkva. Nú vildu allir hinir fara í tvo björgunarbáta, sem eftir voru, en þeim mishepnuðust allar ti’raun- ir, sem gjörðar voru til að koma bátun- um á flot. Þegar þeir, sem komust lífs af, réru í burtu frá hinu sökkvanda skipi, heyrðu jjeir aumkvunarvert hróp konu nokkurrar, sem var að eins tuttugu og þriggja ára gömul. Nú stóð hún þar hvít í framan af hræðslu. Með skrækj- andi rödd kallaði hún til mannanna i bátnum: “Eitt þúsund guineas, ef þiö leyfið mér að fara meS ykkur!” (1,000 guineas eru $5,6ooý. Hrópið var árang- urslaust. Peningarnir voru einskis virði undir þeim kringumstæðum. Og áður en báturinn var kominn tvö hundruð fet frá skipinu, eða áður en þeir voru búnir að vera fimm mínútur í bátnum, fór skipið í kaf og hræðilegt neyðaróp heyrð- ist ffá hinum dauðadæmda fjölda; þar næst varð þögn og ekkert heyrðist nema sorgarsöngur vindarins og hljóðið í hin- um æstu öldum. Á þessu skipi voru vafalaust margir auðmenn og margir, sem voru fátækir samkvæmt mælikvarða þessa heims, en með með dauðann fyrir augum, á þeirri örlagastund, var auður einskis virði. “Eitt þúsund guineas” er mikil upphæð. Margur maður hefir eytt lífinu og glat- að sál sinni til þess að eignast aðra eins

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.