Stjarnan - 01.03.1921, Side 10
42
STJAKNAN
þetta myndi verða einliver hin bezta
samkoma, sem hann hefði haldiö á æfi
sinni.
Timinn kom og borðsalurinn var full-
ur af fólki. Séra Spaulding, séra og frú
Gregory skipuðu hi'ö fremsta sæti. Eft-
irvænting var málu'ð á ásjónum þeirra.
Kershaw dómari sat framarlega i saln-
um og skamt frá honum sat herra Sev-
erance ásamt Haraldi Wilson meö biblí-
una í hendinni. Og auðvitaS var frú
Slccum ásamt vinum búin að fá sér sæti
þar sem hægt væri aS heyra og sjá alt,
sem fram mundi fara. Og þó undarlega
láti í eyrurn, þá kom einnig herra Conan
inn í salinn.
Hve ólíkur var ekki sá blær, sem
hvildi yfir þessari samkomu, þeim, sem
hafði hvi'.t yfir hinni fyrri samkomu
séra Andersonar. Á þessum stutta tima
hafði GuSs andi verkaS kröftuglega á
hjörtu farþeganna, þrátt fyrir þaS að
verkfærin, sem hann notaði, voru ófull-
komin. Þennan dag voru bæði prest-
amir og farþegarnir frjálsir orðnir eins
og þéir aldrei höfðu verið áður; þvi nú
voru þeir búnir að opna hjörtu sín til
að meðtaka þann sannleika, sem einn
getur gert mennina frjálsa.
Farþegunum til mikillar undrunar og
gleði byrjaði herra Mann guðsþjónust-
nna með bæn. — Og önnur eins bæn
hafSi aldrei heyrst í þeim sal og inundi
ef ti! vill alclrei heyrast aftur.
“Vor kæri himneski faðir,” byrjaði
hann og var dálítill titringur í röddinni,
“vér þökkum þér svo innilega á þessari
stundu fyrir það, að þú hefir kallaS oss
til þín. Vér þökkurn þér fyrir þá
gæzku, sem þú hefir auSsýnt oss alla
daga vors lífs. Vér þökkum þér fvrir
vorar kæru mæSur, sem, meðan vér vor-
um litil, undir þinni handleiSslu reyndu
að stýra fóturn vorum á braut friðarins,
kendu oss aS tilbiðja og elska þig og
hlýSa þinum boðuOrSum. Og vissu'ega
ert þú meiri en mæður vorar; því þú
skapaðir þær og gafst oss þær. Þess
vegna getum vér boriS fult traust til þin.
Vér biðjum þig í dag um að veita oss
viðtökur og varðveita oss í þinum mikla
föðurfaðmi. Vér erum þreyttir orðnir
af heiminum og hégóma hans. Taktu
þess vegna á móti oss, kæri frelsari, og
veittu oss þína hvíld eftir þínu eigin fyr-
irheiti. Vér beygjum oss fyrir áhrif
heilags anda á hjörtun vor. Kendu oss
þína vegu. Teiddu oss í allan sannleik-
ann. Þú verður að leiða oss og vér
verðum að fylgja þér. Höfum vér ver-
ið tregir áður, þá ætlum vér ekki að vera
þáð í dag. BlessaSu, vor kæri Guð,
þetta fólk og réttu því náðarríka hjálp-
arhönd. Hjálpaðu ö'.lum, sem langar að
sigrast á syndinni. ÞaS eru sum hér
viSstödd, sem hafa heyrt sannleika, er i
þeirra eyrum hljómar eins og hann væri
nýr, og þó er það erfitt að skilja hann
og ef til vill erfiðara aS fylgja honum,
þá biðjum vér fyrir þeim, aS þeir megi
öSlast hjálp frá þér. Leiddu oss algjör-
lega út úr villumyrkrinu og veittu oss
styrk til aS gera hiS góða og rétta, hvað
sem það svo kostar oss, svo að vér viS
enda daganna munum fá að sjá vtorar
kæru mæSur aftur og að sjá þig i dýrð
þinni. Heyrðu og bænheyrðu oss fyrir
sakir þinna fyrirheita og fyrir sakir
þarfar vorrar á þér og vér biðjum i nafni
Jesú, vors dýrmæta frelsara. Amen.”
Úr ýmsum áttum heyrSist amen. En
þegar skipstjórinn reis á fætur — því
hann var búinn að krjúpa a kné — sá-
ust margir, sem færðu vasaklútana upp
a'ð augunum til aS burtþerra tárin, sem
streymdu ofan vangana viS hugsunina
um æskudagana og hinár mörgu fögru
endurminningar, sem þeir geyma hjá oss.
Séra Anderson stóð upp og bjó sig
undir aS byrja ræðuna, en áSur en hann
hafði tækifæri, bað frú Slocum um leyfi
til að segja fáein orS.
“Séra Anderson,” sagði hún, “hafið
þér niokkuð á móti því, að nota hina
undirstrikuðu biblíu við þetta tækifæri?
Meðan skipstjórinn bað, kom mér til
hugar, að þetta væri nokkurs konar
mæSra samkoma og þessi biblia er vissu-