Stjarnan - 01.03.1921, Blaðsíða 11
STJARNAN
43
icga biblía góðrar móöur. Þetta er auð-
vitað persónuleg ósk, en hún getur orðiö
einhverjum til gagns.”
Haraldur kom meö gleöi fram með
bibluna og lagöi hana á borð ne'öumanns-
ins. Þannig hljómaði rödd móöur hans
enn. H've satt er það ekki, að verk
hinna réttlátu dánu fylgja þeim.
“Vinir mínir,” byrjaði séra Anderson,
“þér vitið ef til vill að eg í dag tala eft
ir sérstakri beiðni. Það er sumt fólk
hér í dag, sem óskar eftir að öðlast full-
komnari þekkingu á sannleiká fagnað-
arerindisins eins og það verður kunn-
gert í sambandi við Drottins hvildardag.
Og til þess að veita þess konar mönnum
upplýsingu ætla eg að drepa á ýmislegt,
sem ekki hefir verið leitt mönnum fyrir
sjónir á þessari ferð. Og eg get ekki
innleitt þetta mál betur en með því aö
svara spurningu, sem einhver færði mér'
síðastliðinn þriðjudag. Hljóðar hún
]>annig: “Hvað þýðir merki dýrsins í
Opinb. 13: 17?” ,
“Eg verö að vera fáorður, þess vegna
vildi eg helzt, að þér skoðið ekki þetta
sem prédikun, heldur sem samkomu, þar
sem hverjum manni er leyft að beina að
mér spurningum, ef hann óski þess.
“Eg ætla fyrst að leiða athygli yðar að
því, að “dýrið”, sem nefnt er í Opinb.
13. og 17. kap., táknar jarðneskt veldi,
veraldlegt herradæmi, sem er undir á-
hrifum Satans og undir stjórn þeirrar
kirkju, sem stríðir á móti Guði. Það
táknar, samkvæmt hinum 13. kap. í Op-
inberunarbókinni veraldlega valdstétt, er
verður að dansa eftir höfði kaþólsku
kirkjunnar, sem í “fjörutíu og tvo mán-
uði” spámannlegan tírna (1260 virkileg
ár, frá 538 til 1798 e. Kr.) “var veittur
munnur til að tala stóryrði og guðlastan-
ir”, og “því var lofað að herja á 'heilaga
og sigra þá”. fSjáið 5-7 versinj. Það
var hið hræðilega vald, sem er nefnt
“maður syndarinnar” og “sonur glötun-
arinnar”, sem settist í Guðs söfnuð, öðl-
aðist vald yfir Rómaríki, innleiddi erfi-
kenningarnar i staðinn fyrir kenningu
bibliunnar og gjörði í sannleika tilraun
til að breyta lögmáli Guðs með því að
innsetja sunnudaginn í staðinn fyrir
hvíldardaginn. Sjáið 2. Tess. 2:3, 4 og
Dan. 7:25 og aðrar ritningargreinar.
Þetta eru sögulegir viðburðir, sem allir
sagn fræðingar geta sannað.
“Þér getiö þess vegna séð, að “merki
dýrsins” hlýtur að vera eitthvert ein-
kenni páfavaldsins, sem kemur glögg-
lega í ljós í þeirri mótstöðu, er það veitir
Guðs fólki og hans sannleika, því það
er sagt skýrum orðum í Opinb. 14: 9-11,
að sá sem taki merki þetta, verði álitinn
mótstöðumaður Guðs, því hann verður
að tæma Guðs reiðibikar. Þetta merki
viðvikur þess vegna mjög, svo alvarlegu
efni, og Guð hlýtur að hafa gefið oss
upplýsingu um livað það í raun og veru
er.
Hvað orðið sjálft snertir þýðir
“merki” hið sama og “innsig’i” og
“teikn”. Til dæmis lesum vér í Esek.
9:4, að sendiboði Drottins mun setja
teikn á enni þeirra manna, sem þjóna
Guði. Og í Opinb. 7: 3 er sagt, að 'hann
muni “innsigla þjóna Guðs”. f Róm.
4:11 eru orðin “teikn” og “innsigli”
notuð til að tákna eitt og hið sama.
“Og hann fékk umskurnar teiknið. sem
innsigli réttlætingarinnar af trú þeirri,
er hann hafði”. (Tldri þýð.)
“Það er nefnilega svo, að dýrið hefir
merki, teikn eða innsigli og gagnstætt því
stendur merki Guðs, teikn eða innsigli
hans. Þeir, sem meðtaka merki, teikn
eða innsigli dýrsins, verða að deyja, en
þeir, sem’ hafa merki, teikn eða innsigli
Guðs, munu lifa eilíflega.
“En nú komum vér til þess, sem ríður
á að skilja réttilega. Orðin merki.
teikn og innsigli eru í ritningunni notuð
■ í sambandi við lög og stjórnarskjöh
Jessabel drotning “skrifaði bréf undir
Akabs nafni og setti hans innsigli fyrir
það.” 1. Kon. 2j:8. Skipun Hamans
um að útrýma Gyðingunum var gefin út
“undir nafni Assverus konungs” og
skjalið var “innsiglað með konungsins