Stjarnan - 01.04.1921, Blaðsíða 13

Stjarnan - 01.04.1921, Blaðsíða 13
STJARNAN 61 Herra Mann, skipstjórinn, sem var búinn að standa upp með hinum, fekk nú tækifæri til að segja fáein orö: “Eft- ir að íhafa verið þvínær andlega sjón- iaus í fimtíu ár,” byrjaði hann, “eru að lokum augu mín opnub. Eg hélt að eg vissi það, sem eg ekki vissi. Eg var til dæmis íhárviss um að Jesús var búinn að íæra hvíldina frá sabbatsdeginum yfiir á sunnudag, og að eg, hans vegna, var skyldugur til að ihalda hinn fyrsta dag vikunnar. En með því að rannsaka málið, komst eg að þeirri niðurstöðu, að eg var búinn að lifa í þeirri trú sökum vanþekkingar á Guðs orði. Krisfur hef- ir aldrei breytt hvíldardeginum, en páfavaldið hefir. Þar eð eg er mótmæl- andi, trúi að lögmál Guðs sé skuldbind- andi og tek biblíuna sem mælisnúru fyr- ir trú og breytni, get eg ekki annað en af öllu hjarta meðtekið þennan sann- leika, sem eg er búinn að finna. Héðan t frá mun hver maður þekkja mig sem hvildardagshaldara. Guð hjálpi mér, eg get ekki annað. Þetta er hin síðasta ferð mín sem skipstjóri.” Þar næst vitnuðu séra og frú Greg- ori einkanlega um hina undraverðu björgun. Þann dag komu seytján manneskjur sér saman um að þjóna Guði samkvæmt því nýja ljósi, sem þeim hafði verið veitt. Hin undirstrikaða biblía var bú- m að gjöra verk sitt og Guð var búinn að svara 'bænum móður Haraldar. Fleiri ár eru nú liðin og hið góða verk heldur enn áfram. Haraldur Wilson sneri aftur til San Francisco, þar sem hann með styrk frá herra Severance stundaði nám. Eftir að hann útskrifað- ist af skólanum fór hann að boða fagn- aðarerindið og. var seinna meir sendur sem trúboði til ókunnugs lands, þar sem hann hefir gjört gott og mikið starf fyrir Guð. Herra Mann stofnaði sjómannahæli og þar var sagan um Harald Wilson og hina undirstrikuðu biblíu oft sögð og hafði hún ávalt áhrif á áheyrendurna til betra. Margir ungir menn urðu þjón- ar Krists eftir að hafá hlustað á þessa sögu og séð hina undirstrikuðu biblíu. Séra Spaulding og séra Gregory fylgdu, samkvæmt sannfæringu sinni, kallinu og byrjuðu að prédika i stórborg- um í Austurálfunni. Hefir þeim hepn- ast ágætlega að leiða marga syndara til þess Guðs lambs, sem ber synd heims- ins. Lausnarbeiðni séra pauldings leiddi til þess, að tveir af íhinum fyrri trú- bræðrum hans fylgdu dæmi hans og fóru a ganga í ljósi Guðs orðs. Herra Conan var stjóri mikillar og kristilegrar stofnunar. . Hann er mjög andlega sinnaður maður. Það er mögu- legt að taka kristindóminn með út í hið daglega verk sitt. Hve undursamleg er ekki forsjón Guðs! Látum oss læra að hin dýrmætu fyrirheit hans og orð aldrei bregðast. Drottinn heyrir innilegar bænir guð- hræddrar móður og svarar þeim. ENDIR.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.