Stjarnan - 01.04.1921, Qupperneq 15

Stjarnan - 01.04.1921, Qupperneq 15
STJARNAN 63 TJARNAN kemur út mánaöarlega. Útgefendur : The Western Canadian Union Conference of S.D.A . Stjarnan kostar $1.50 um árið i Canada, Bandaríkjunum og á Islandi fBorgist fyrirfram). Ritstjóri og Ráðsmaður : DAVIÐ GUÐBRANDSSON Skrifstofa: 302 Nokomis Building, Winnipeg, Manitoba, Canada. Talsími: A-4211 Hiö ameríska trjáplöntunarfélag sendi íyrir stuttu 12 miljónir ungtrjáa tii Frakklands til aS gróSursetja á þeim stöðum, sem eyöilagðir voru í stríöinu. Meðan ströið stóð fækkaði fólkinu á Frakklandi um fjórar miljónir. í California hafa þeir núna nýskeð íundið beinagrindur af mönnum, sem hafa verið meir en sjö fet á hæð. Ameriskum biómafræðingi hefir hepn- ast, eftir margra ára tilraunir, að fram- lc iða litaða 'bómull. Ljós og dökkbrún og Ijós og dökkgræn eru litirnir, sem hann hingað til hefir framleitt. Hann er nú að reyna að framleiða svarta bómull. FRÉTTIR. Fyrir nokkru héldu 250 kínverskir stúdentar, sem stunda nám við banda- riskan háskóla, fund til að mótmæla þeim tilraunum, sem amerískir ölgjörða- menn gjöra til að selja vörur sínar í Kína. Göfugar bindindishetjur ættu að reyna að handtaka Bakkus áður en hann kemst yfir Kyrrahafið. Á Englandi ætla þeir að nota aðfallið og útfalið til að framleið,a rafmagn, sem svo verður notað til að knýja ýmsar vélar. Glæpir kostuðu Bandaríkin árið 1920 ekki færri en átta biljónir dollara. Fyrir skömmu dó maður í Kína, sem var hundrað ára gamall. Þegar hann fæddist, var ekki einn einasti kristinn maður í Kína. Þegar hann var 35 ára gamall voru fimm kristnir trúboðar í landinu. Fimtján árum seinna voru fimtíu kristnir í landinu. Þegar hann dó, voru meir en tvö 'hundruð þúsund kristnir í því heiðna landi. Franskir og belgiskir herforingjar eru að reyna nýuppfundna fallbyssu, sem þeir halda muni fleygja kúlum 200 ensk- ar mílur. ----------------- Lögregluþjónn vestur í California var svo heppinn, að finna fimm dollara seð- il á stræti einu og auglýsti svo í blöð- um borgarinnar, að hinn rétti eigandi gæti komið til hans og fengið pening-- ana. Ekki færri en 236 persónur sögð- ust vera eigendur hinna fundnu pen- inga.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.