Stjarnan - 01.06.1922, Qupperneq 12

Stjarnan - 01.06.1922, Qupperneq 12
92 STJARNAN Hreinsun helgidómsins er svar GuSs til þessa frávillings valds. GuSleysiS get- ur um lengri tíma sett sig upp á móti hinum Hæsta, kúgað Guös börn og lagt sannleikann aS velli; en þaö mun aS lokum fá réttlátt endurgjald frá vog- arskálum heigidómsins . “Eg öfundaöi hina dramblátu, þegar eg sá velgengni hinna óguSlegu, þangaS til eg gekk inn í Guös helgidóm, og gaumgæfiöi þeirra afdrif’ /Sálm. 73: 3- 17)- HvaS er meint með hreinsun helgi- dómsins? Þjónustan i hinum jarö- neska helgidómi var fyrirmynd upp á þjónustuna i hinum himneska, og hreinsun helgidómsins var hiS síöasta, sem gjört var viö árslokin. Áriö í gegn hafði fódkiS játað syndir sinar yfir höfði fórnardýranna og voru syndirnar þannig bornar inn í helgidóminn; en á hinum imikla frjSþægingardegi gekk æðsti presturinn inn i hið allra helgasta með blóð syndafórnarinnar til þess að hreinsa helgidóminn, friðþæga fyVir syndirnar og leggja þær á höfuð hafurs þess, sem til þess var ætlaður og var síðan fariS meS hann út i eyöimörk til aS láta hann deyja þar. Þ'etta var dpmsdagur jfyrir fsraels- menn. Sérhver varö aö mæta eins og hann var. Ef einhver reyndist ótrúr á þeim degi, var hann dæmdur til aö verða aðskilinn frá GuSs fólki og enga hlutdeild hafa með því. (3. Mós. 23: 29.) Alt þetta var effirmynd og skuggi hins himneska (Hebr. 8:5/ táknmynd upp á þjónustu Krists i hinum himn- eska helgidómi. HiS siðasta starf hans þar er dómur, fullnaðar ákVæði um forlög hvers einstaklings. SpámaSurinn Daníel sá í sýn breyt- inguna á þjónustunni i musterinu á himnum, hinuim sanna helgidómi. Hann sá þegar rétturinn var settur og lýsir því á þessa leiö: “Eg horfSi og horföi, þar til stólar voru settir fram og hinn aldraði settist niöur. KlæSi hans voru hvít sem snjór og höfuShár hans sem hrein ull; há- sæti hans var eldslogar og hjólin undir því eldur brennandi. Eldstraumur gekk út frá honum; þúsundir þúsunda þjón- uöu honum og ííþúísundir tíþúfeunda stóöu frammi fyrir honum. Dómend- urnir settust niður og bókunum var flett upp.” Ketta er timinn fyrir hreinsun helgi- dómsins, þá náSartíminn er nær því á enda. Sá, sem, þá ek-ki er fundinn að vera i sátt viö Guö, tapar að eilífu allri hlutdeild með Guös fólki. En vor mikli æSsti prestur hefir gefið börnum sínum þetta dýrmæta loforð: “Sá, sem sigrar, hann skal skrýSast hvítum búningi, og nafn hans skal eg ekki afmá af lifsbókinni; eg skal kann- ast viS hans nafn fyrir imínum FöSur og fyrir hans englum.” (Opinb. 3:5/ IH|S langa spámannlega timabil í Dan. 8: 14, var gefið til þess, aö menn á jörSu mættu vita timann, þegar hinn rannsakandi dómur GuSs byrjaSi á himnum. “HvaS á hún sér langan aldur?” var spurningin í sýninni i Dan. 8. kap. Hve lengi rnyndi óguöleikinn hafa yfirhönd og sannleiki Guös veröa fótum troöinn? Svarið var: “Þaö eru 2300 kveld og morgnar, og þá mun helgidómurinn frelsaöur (hreinsaSurj verSa.” Þá mundi dómsverkiö byrja á himnum, er gjöra skyldi enda á valdi syndarinnar. Á þeim tíma mundi einnig hér á jörö- unni sannleikans merki á skilmerkileg- an hátt verSa reist á móti fráfallinu. Því í öpinberunarbókinni sjáum vér, aö Johannesi postula var sýnt, aS þeg- ar hinn rannsakandi dómur byrjaöi á himnum, mundi sá fagnaðarboSskapur veröa fluttur öllum þjóðum, kynkvísl- um, tungumálum og fólki, aö stund GuSs dóms væri komin, og menn var- aðir viö því, aö tilbiðja hið fráfallna vald og fylgja því, en hvattir til aö þjóna Drotni, “varöveita boðorS Guös og trúna á Jesúm”. (Opinb. 14: 6-14).

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.