Stjarnan - 01.06.1922, Side 8

Stjarnan - 01.06.1922, Side 8
88 STJARNAN IV. KAPITULI. Löng k'eSja. Þrátt fyrir nístandi kulda þenna dag í febrúarmánuöi var krökt af fólki á strætunum í Salem. Á svona degi mundu flestir ósjálfrátt hafa haldiö sig nærri hinum notalega hita frá arineld- inum og þó virtist fólk i þessu sjó- plássi að dragast af einhverju ómót- stæöilegu afli aö töfrabletti nokkrum, aö hinu hvíta samkomuhúsi, sem þekt- ist undir nafninu “Tjaldbúöarkirkjan.” Frá hinum kringuimliggjandi bæjum komu sleöar, fullir af uppdúöuöu fólki, eftir hinum snæviþöktu brautum, sem lágu inn til Salem. Frá Andover kom hópur af stúdentum, drengjum og ung- um mönnum, sem haföi feröast i þessu napra frosti hins snemma morguns sex- tán mílur fótgangandi, og ætlaði þessi hópur svo aö fara heim á sama hátt að áliönum degi. En þeir gleymdu þreytu og kulda við aö sjá og heyra það, sem fram fór í tjaldbúðarkirkjunni. Á hin- um sétta degi febrúarmánaðar 1812 voru fimm ungir menn vigðir til prests- embættisins, til þess að sendast út sem hinir fyrstu kristniboðar hinnar amer- isku kirkju til heiðingjanna. í ímynd- un sinni gjörði fólkið sér í hugar- Iund aðskilnaöinn frá hiemilinu, hina löngu ferð yfir hiö kalda hyldjúpa haf, óvináttu og ofsóknir þær, sem þeim myndu mæta hjá heiðingjunum. Hvert hjarta sló af hluttekningu við að sjá þessa ungu menn, sem þegar voru bún- ir að yfirgefa heimili sín og sem innan skamms mundu yfirgefa ættjörðina, ef til vill fyrir fult og alt. Frammi fyrir hinum nafnkunnu prestum frá Boston og öðrum bæjum knékrupu hin fimm ungu kristniboðs- efni, Adoniram Judson, Samuel New- ell, Samuel Nott, Gordon Hall, og við þessa fjóra bættist nýr maður, nefni- lega Luther Rice. Föðurleg hönd var með blessun lögð á höfuð sérhvers hinna ungu manna, sem þar voru beygð

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.