Stjarnan - 01.03.1923, Side 8

Stjarnan - 01.03.1923, Side 8
40 STJARNAN ráöstafanir.” — “The History of Napó- leon the First” I. bindi, bls. 296. Forsjónin drotncir. Það var rneira en ósigurinn hjá Acre, sem ákvað endalok stríösins milli Tyrkj- ans og Napóleons. Hin volduga hönd forsjónarinnar réöi fyrir því öllu. Tím- inn var enn ekki kominn þá iTyrkja- veldið mundi undir lok líöa. Þess vegna voru allir hlutir ámóti Napóleon. ÞaS, sem Napóleon aldrei til dauðadags gat skiliS, er vel útskýrt í þessum sein- ustu versum í 11. kapítula Daníels- bókar. “Síðan mun hann óT.yrkjinn) brjót- ast inn í hiS ágæta landiS, og margir munu falla; þessir munu komast und- an yfirgangi hans, Edómsmenn, Móabs- menn, og kjarninn af Ammonsmönnum. Hann . mun slá hendi sinni yfir löndin, og Egyptaland mun ekki undan honum komast; hann mun kasta eigu sinni á fjársjóSi gulls og silfurs og allar ger- semar Egyptalands, og Libýumenn og Blálendingar munu verða í för meS honum.” Dan. 11:4i—43. Þéssi spádómur rættist bókstaflega. Eftir stríSið í 1798—99 fengu Edóm- ítar, Móabitar og Ammonítar árlega fjörutíu þúsund tyrkneskar krónur frá stjórninni, til þess, aS þeir skyldu leyfa tyrkneskum pílagrímum aS fara í friSi gegnum lönd þeirra. Þessar þjóðir komust aldrei inn undir stjórn Tyrkj- ans. Þar á móti var Egyptaland, eins og spádómurinn 'fyrirsagSi, aS borga Tyrkjanum skatt. Egyptar urSu árlega aS borga (Tyrkjastjórninni ákveSna upp- hæS í gulli og “sex hundruð þúsund mæla af hveiti og fjögur hundruS þús- und af byggi.” Saga Tyrkjans í Pale- stínu, Egyptalandi, Libýu og á Blálandi frá 1798 til 1825, svarar í alla staSi fyr- irsögnum Daníels í þessum ofannefndu versum. “En hersögur frá austri og norðri mun skelfa hann; mun hann þá í mik- illi bræði hefja ferS sína, mörgum mönnum til tjóns og eyöileggingar.” Dan. 11 :i4. Þetta vers rættist að nokkru leyti í KrímstríSinu, en mun rætast aö öllu leyjti þiegar T(yrkir yfirgefa Konstan- tinopel. “Hann mun slá landtjaldi sínu milli sjáfarhafanna og helgidómsins veglega fjalls; þar mun hann undir lok líöa ,og engan frelsunarmann finna.” Dan. 11 =45- Napóleon sagði einu sinn í samtali viö Rússakeisarann, aö sá sem hafi Kon- stantinopel sé herra heimsins. Frá dög- um Péturs mikla og til þessa dags, jafn- vel eftir að Bolshevikarnir tóku viS stjórninni, hefir þaS veriö pólitík Rúss- lands, að revna aS ná Konstantinopel og Hellusundinu af Tyrkjanum. En nú leyfir ekki öfund og drotnunargirnd hinna stórveldanna Rússum að setja á- form sín í framkvæmd. Á sama tíma cjreymir Grikki gullöld, líka fornöld- inni, þá Ivonstantinopel mun aftur verSa höfuSborg (hins gríska keisaradæmis. ÞaS er alt þetta öfugstreymi í utanrík- ispolitík allra þessara þjóða, sem skap- ar hið flókna Balkanmál. Sá dagur er í nánd, þegar Tyrkinn “í mikilli bræöi mun hefja ferð sina, mörgum mönnum til tjóns og eySileggingar”, og fara út úr NorSurálfunni. En Ihvert mun hann fara? Þessari spurningu svarar 45. versiS. ÞaS segir skýrum orSum, að hann muni setja upp stjórn sína á “helgidómsins veglega fjalli” fensk þýS- ing). ÞaS er í Jerúsalem. Þessu halda einnig Múhamedstrúarmenn fram. Eft- irfarandi orð þessu viSvíkjandi eru eft- ir tyrkneskan clómara: “Vér væntum þess, að stórveldin í Norðurálfunni muni taka af oss Kon- stantinopel. Vér verSum þess vegna, að fara í burtu héðan og stjórnaraösetr- iö mun fært verða yfir í Asíu, og aS lokum reist í Jerúsalem. En stórveld- in munu einnig elta oss þangað og taka

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.