Stjarnan - 01.03.1923, Blaðsíða 13
STJARNAN
45
Bréfin til Safnaðanna.
5. bréf: — “Og engli safnaðar-
ins í Sardes skalt þú rita:
Þetta segir sá, sem hefir þá sjö
anda Guðs og stjörnurnar sjö. Eg
þekki verkin þín, að þú lifir aö nafn-
inu, en ert dauöur. Vakna þú og styrk
hið annað, sem ætlar að deyja, því að
eg hefi eigi reynt verk þín fullkomin
að vera fyrir Guði m-ínum. iMSnst þú
þvi, hvernig þú tókst á móti og heyrð-
ir, og varðveitt það og gjör iðrun. Ef
þú nú vakir ekki, mun eg koma eins
og þjófur, og þú munt alls ekki vita,
á hverri stundu eg kem yfir þig. En
. þú átt fáein nöfn í Sardes, sem ekki
hafa saurgað klæði sín, og þeir munu
ganga íjieð þér í hvitum klæðum, því
þeir eru maklegir. Sá er sigrar, hann
skal skrýSast hvitum klæðum, og eigi
mun eg afmá nafn hans úr lifsbókinni,
og eg mun kannast við nafn hans fyr-
ir föður minum og fyrir englum hans.
Hver sem eyra hefir hann heyrir, hvað
andinn segir söfnuðinum.—Op. 3: 1-6.
“Sardes” þýðir gleðisöngur, og bréf-
ið til Sardes lýsir ástandi kitkjunnar
— mótmælanda kirkjunnar ,eða kirkn-
anna, eftir að ofsóknunum linti, og trú-
frelsi, mentun og ýmsar nýjar hreyf-
ingar, er leystu öll bönd, tóku að ryðja
sér til rúms. Næsta bréf á undan — 4.
bréfið tók yfir allar sortaaldirnar, og
þó meira, tók yfir páfavaldsins afmælda
tímabil, sem samkvæmt spádómum Bib-
líunnar á mörgum stöðum, var 1260 ár,
og náði frá árinu 538 e. Kr. til 1798,
og skömmu áður var það, að ofsókn-
unum linti og trúfrelsi fékst. Á með-
an að ofsóknirnar þrengdu að, viðhélst
andlega lífið hjá söfnuðinum, og hann
er þá ámintur um, að 'halda fast því
sem hann hafi, þar til Kristur komi.
Spámaðurinn Daníel segir í 11. kap.
33—35. v. “Þeir menn, sem þekkja
Guð sinn, munu stöðugir standa og
drýgja dáð. Hinir vitru meöal lýðsins
munu kenna mörgum hyggindi, en um
hrið munu þeir falla fyrir sverði báli,
fyrir herleiðingum og fjárránum . En
þar sem nokkrir af hinum vitru falla,
þá er það til að skýra, reyna og hreinsa
aðra á meðal þeirra, alt til endalokauna,
því hinn ákveðni tími er enn ekki liö-
inn ” Hinn “ákveðni tími”, sem hér
er átt við, og ná mundi til endalokanna,
er þessi ákveðni tími páfavaldsins:
1260 ár, sem enduðu árið 1798. Alt
fram að þeim tíma mundu ofsóknirnar
halda áfram og trúarbragðastríðin, en
það miðaði, eins og spámaðurinn .þarna
segir, ti.1 að “skýra, reyna og hreinsa"
kristnina, en þegar þetta var á enda,
þá varð að vísu mikill fögnuður “gleði-
söngur” hjá leifunutn, en hvað segir
svo “sonur Guðs” um þessar fagnandi
leyfar: “Eg þekki verkin þín, að þú
lifir að nafninu, en ert dauSur”. Mjög
alvarleg yfiriýsing. En hún hæfir ein-
mitt hinni köldu og dauðu kristni, sem
lifði mest að nafninu, eftir að franska
stjórnarbyltingin varð til þess að ryðja
ýmsum stefnum bfaut, er kæfði svo
meir og meir hið sanna andlega líf
kristninnar. iÞá rann upp tími sá, sem
kirkjusagan kallar: “tími vantrúar-
innar,” - eða “timi! ,Ratíonalism|ans”.
Latneska orðið “ratio”, sem þessi hreyf-
ing er kend við, felur í sér þá hugsun.
að láta skynsemina dætna milli þess
sem er satt og ósatt. Þessi kalda van-
trúarstefna, segir kirkjusöguritarinn
Birger Hall, fór eins og “drepsótt yfir
löndin.” Engin furða þótt hann, seni
rannsakar nýrun og hjörtun, segi um
þetta tiimabil, að kristnin lifi að nafn-
inu, en sé dauð.
‘Söfnuður þessi er ámintur um, að
“vakna” og styrkja það, sem ætli að
deyja, og minnast þess hvernig hann
hafi beyrt sannleikann og tekið á móti.
Það var einmitt það, sem þessi kirkja