Stjarnan - 01.05.1923, Side 3
STJARNAN
L
67
Frá herbúðum hinna þjáðu.
Vitnisbmíður hans.
Eg kom til hans á Tómasar spítalan-
um. Hann sagöist hafa beðið mín með
eftirvæntingu, því hann þráði svo mik-
ið að fá aö láta i ljósi hina síðustu ósk
áður en hann gengi yfir “dauðans dal’’.
Það er oftast nær þannig, að játn-
ing sú, sem deyjandi manneskja gerir
fyrir prestinum á að vera geymd sem
í gröf væri, en þessi ungi maður sagði
mér hina sorglegu sögu sína með al-
varlegri áminningu um, að gera hana
sem flestum kunna. Eg varð þess-
vegna að leita góðfúslega aðstoðar blað-
anna viðvíkjandi þessu.
Þessi vesalings ungi maður, sem
þjáðist af tæringu á hæsta stigi, sagði
að hann hefði verið tældur inn á
drykkjuknæjpu 'og 'hönum þar vefttur
eiturdrykkur, því álitið var að hann
hefði peninga. Það er alvanalegur við-
burður, að menn missi peninga sína á
einni nóttu á drykkj uknæpunum og það
atvikast þannig:
Vínsalinn ihefir eiturdrykkinn við
hendina, þegar svo eitthvert þessara
fórnardýra kemur, er því veittur dráps-
drykkurinn. Áhrif hans eru snögg.
Vesalingurinn, sem hann til sín tekur
fær svima, verður syfjaður og þreytt-
ur og fálmar eftir sæti.
Þessi deyjandi maður sagði, að hann
hefði verið að sofna þarna inni, en við
tilhugsunina um hve hættulegt það væri,
leitaðist hann af alefli við að komast
heim. Það var ekki langt að fara, en
hann vaijö þó svo þreyttur, að hann
varð að setja sig niður við veginn og
hvíla sig stundarkorn. Hann sofnaði.
— hann varð innkulsa, og afleiðingin
varð sú, að hann lá nú við þröskuld
eilífðarinnar. Vesalings maður! Og
hugsa sér, það var aðeins einn af þeim
mörgu viðburðum.
Andvarpandi og grátandi sagði þessi
deyjandi maður:
“Ef eg aðeins gæti, skyldi eg fara
um alt landið, já, víða veröld. Eg
skyldi prédika og hrópa af öllum mætti
gegn drykkjuknæpunum, en eg verð nú
brátt að ganga aðra götu. Viltu lofa
mér að kunngera þe9sa mína rauna-
sögu eins vel og víða og unt er.”
“Já,” sagði eg.
Ó, hversu lengi eigum vér að lofa
þessu “öskrandi íj óni,”1 drykkjuknæp-
unni, að eyðileggja þannig vora ungu
menn? Hversu lengi viljið þér gálausu
atkvæðagreiðendur halda áfram að
grafa þessar drápsgryfjur? Það er
ekki einungis, að það verður æskulýðn-
um, sem er kraftur þjóðanna og fram-
tiðarinnar frumgróði, tíl falls, heldur
fellur þú líka sjálfur. Það hlýtur þann-
ig að fara, því Drottinn segir, að sá
sem grefur öðrum gröf muni fálla í
hana sjálfur. Það falla að minsta kosti
100,000 ungir menn í þessa gröf á
hverju ári hér í Bandaríkjunum. Og
vér eyðum meir en tveimur biljónutn
dala árlega i þetta djöfullega verk. En
þetta er ekki alt, vér krefjumst hjörtu
kvenna, fyllum geðveikrahælin, tukthús-