Stjarnan - 01.05.1923, Side 16
:llSlRRIIg|ggKIRIiaMiaiSlSll51lgilSllSllKlMI«lteteHtl>tng»<ÍKi»Pa»a»fe
Vor og Sumar.
“Þá er lánsdagur landa
Og líf alt á jöröinni glatt,
Hún er yngd upp í anda
Og alfrjáls og kveöur þá satt:
Eg skal fegrast og fríkka
Og fella hvert ok mér af háls,
Eg skal betrast og blíkka
Unz blóm hvert og vængur er frjáls.”
St. G. St.
SkáldiS yrkir hér um þann árstíma, “þegar veröldin vaknar
á vorin meö yngjandi ljóS.” Eins og meS töfravendi er vetrar-
hörkunum, klakanum og snjónum sópað i burtu. Jöröin kastar
ellibelgnum, klæSist grænum skrúða og kemur fram eins og fríS
yngismær. Hver er sá, sem kemur þessari undraverSu 'breyt-
ingu til leiðar í nátúrunni? Það er hann, sem sagði:
“MeSan jörSin stendur, skal ekki linna sáning og uppskera,
frost og hiti, sumar og vetur, dagur og nótt.”—I. Mós. 8: 22.
Náttúran öll hlýöir skipun GuSs, en maðurinn, sem er meist-
araverk sköpunarinnar, veigrar sér viS aS gjöra þaS. Ef menn-
irnir vildu leyfa GuSi aS framkvæma hið sama í hjörtum þeirra
og hann gjörir í náttúrunnar ríki, mundi veröldin fljótt “betrast
og blíkka”, en þeir vilja þaS ekki. Kæri vinur, ætlar þú aS leyfa
honum aS endurfæSa þig í vor?—lofa honum aS taka bústaS í
hjartanu, gjöra úr þér nýjan mann, sem' er stjórnaS af anda
Krists eftir öllum boSorSum GuSs? Þá mun—um leiS og jörð-
in fer aS grænka, blómin aS springa út og söngur farfuglanna
aS hljóma—friSurinn, sem er öllum skilningi æSri, fylla sál þína
og þú munt meS hjarta og tungu taka undir meS náttúrunni og
svngja skapara þínum lof.
GuS kallar á hina ungu, aS þeir megi vaxa eins og plöntur i
hans víngarði. Hann kallar á hina eldri til aS igrunda hans
lögmál og verSa eins og tré, sem rótsett eru á vatnsbökkum. —
Sálm. 144: 12; 1: 1-3.
Og þegar uppskerutími heimsins kernur, sem Jesús talar um
í Matt. 13: 3g og kornskurSarmennirnir fenglarnir) koma meS
húsbónda sínum éKristi) til aS hirSa uppskeru heimsins, þá mun
þaS sæSi, sem sáS hefir veriS í hjörtum þeirra manna, er veittu
því viStöku, bera ávöxt til eilifs lifs. Alla þessa sögu má lesa í
bók náttúrunnar.
Kæri vinur, ígrunda þú þetta núna meSan vorsólin stafar
sínum hlýju geislum yfir landiS og kallar þann heim, sem hefir
legiS í dái yfir veturinn, til lífs og starfa. Á sama hátt skín
réttlætissólin óKristur) inn í hjörtun þeirra manna, sem opna
dyrnar fyrir honum. Oig þegar hann skipar öndvegi hjartans,
veitir -hann manninum frið, hugarró og lifiS, sem eilífSin sæla
ber í skauti sínu. D. G.
!»*!
!>gi§igigaaisi0sisiisiB®iiiaiiaiaiaiKiisiiaiiiiigiiiigiiiiiiii«iiiiiiiEsaigBBiiaiaœiiiaiaia!sisiH!aBiisii?£Mi»tei[a!aii!siagiiaisiig