Stjarnan - 01.05.1923, Blaðsíða 4
68
STJARNAN
in, verkamannastofnanirnar og betrun-
arhúsin. Vér höfum ekki ráö á aö
heyja slikann hildarleik og fara þannig
með vora ungu menn. Þeir eru of dýr-
ir til þess. Vér leiöum almættisins
réttlátu reiöi yfir oss og komandi kyn-
slóöir.
Hin síðasta ósk hennar.
Eitt sinn endranær kom eg til ungr-
ar stúlku, sem lá á sama spítalanum og
var aö deyja úr tæringu. Hún tók svo
til máls:
‘Guði sé lof fyrir að hann sendi þig
hingaö. Hann hefir heyrt bæn mina.
Má eg segja þér frá minni ömurlegu
lífsreynslu áöur en þú ferö aftur
“Já, vissulega”, sagöi eg.
“Eg átti gott kristiilegtj heimili.
Minn guörækni faöir er dáinn, en mín
trúaöa móöir er enn þá á lífi, en eg
hefi sundurkramið hjarta hennar — ó
— !” Því næst grét hún lengi eins og
barn, og hélt svo áfram:
“Eg stalst á dansleik seinnipart dags
.nokkurs. Heimurinn segir, aö einu
sinni sé ekki neitt, en þaö er lýgi. Eg
fór út heit af dansinum, út í hiö svala
vetrarloft til þess aö kæla mig, en varö
innkulsa, og afleiðingin varð sú, aö eg
ligg nú hér fyrir dauöanum.”
Andvappandi og grátandi hélt hún á-
fram með veikri röddu, næstum þvi
kvísiandi:
“Hefði eg aðeins mátt í beinum mín-
um til þess, aö leggja mig sjálfa fram
fyrir heiminn sem sýnishorn, þá skyldi
eg hrópa, eins lengi og líf entist, að-
vöirun gegn danssölunum. Ó, þjessir
hræöiiegu danssaljlr! Þeir eyöileggja
eins margar ungar sálir eins og drykkju-
skapurinn!
Nú 'hlýt eg brátt að ganga mína leið.
Dimma dauðans færist yfir. Vilt þú
þá bera öllum, sem þú hittir á lífsleið
þinni, kveöju mína. Biöja þá sem
best, að þeir ekki einungis sneiði sjálf-
ir jhjá þessum vondu stööum, heldur
vinni líka allir einhuga á móti þessu
mikla þjóöarböli. Biddu kirkjufélögin
og alla aö vinna á meðan dagur er.
Nóttin kemur þá enginn getur unnið.
Eg er að eins eitt af þeim mörgu fórnar-
dýrum danssalanna, og eg vona, að mín
sorglega æfisaga verði mörgum til viö-
vörunar. Þetta er mín innilegasta löng-
un og síöasta bæn.”
Þannig var hin síðasta ósk þessarar
vesalings ógæfusömu ungu stúlku, sem
nú kvaddi lífið í blóma þess.
1918 og 1919 dóu fleiri en tuttugu og
fimm mi.ljónir manna af spönsku veik-
inni. Einu sinni enn gengur þessi far-
sótt yfir heiminn og þúsundir manna
hafa fallið fyrir henni. Nú hafa tveiv
læknar á hinni miklu Rookefeller stof.n-
un fundiö gerlana, sem valda þessari
veiki, en þar með er ekki sagt að þeir
geti stöðvað hana. Það eru mörg ár
síðan vísindin fundu tæringargerlana,
en ekki hafa þeir fundið neitt meðal til
aö stööva sigurför tæringarinnar. Mil-
jónir manna þreyja nú eftir fréttunum
um að meðalið við “flú” sé fundið.
Spanska veikin kom yfir heiminn sem
skúr úr heiðskíru lofti. Hún er upp-
fylling þess spádóms frelsarans sem
segir: “Þá mun á ýmsurn stööum verða
hallæri DREPS'ÓTT og jliröskjjlálftar.
En alt þetta er byrjun hörmunganna”.
Matt. 24: 7, 8.
f Chili í Suður-Ameríku hefir stjórn-
in ákveðið aö láta fossa landsins frarn-
leiða rafmagn til að knýja allar ijárn-
brautarlestir. Hiö sama mætti gjöra í
mörgum öðrum löndum, til dæmis á fs-
landi.