Stjarnan - 01.07.1924, Blaðsíða 3
STJARNAN
III.
“Komi þitt rtki”.
Ofannefndu þrjú orÖ fela í sér hina
dýpstu löngun og þrá sannkristinna
manna á öllum öldum. Þau benda á ó-
ánægju hinna hinna kristnu meö þenna
heim og láta í ljós ósk um að betra ríki
komi. GuÖ er faðir vor, sem elskar og
annast um oss, börn hans hér á jörðinni,
Hann er einnig hi'nn mikli konungur al-
heimsins. HOugSmál hans rikis eru
hugÖmál vor og vér eigum að taka þátt
í því, að byggja þaö upp.
Lærisveinar Krists 'héldu, meðan
hann var meðal þeirra, að hann myndi
á þeirra dögum stofnsetja stórt verald-
arríki, hið dýrðlegasta ríki, sem heimur-
inn nokkurn tíma hafði séð; en með því
að kenna þeim þessa bæn, sýndi hann
þei’m, að þeir urðu að biðja um að það
kæmi einhvern tíma í framtíSinni.
Ríki GuSs náðar er stofnsett núna.
Daglega sjáum vér hjörtu, sem full hafa
veriS af syndar og uppreistaranda, fela
sig kærleika hins Alvalda á hönd. En
dýrðarríki Krists mun ekki verða stofn-
sett fyr en Kristur kemur aftur til jarð-
arinnar í annað sinn. “En ríki, vald og
máttur allra konungsríkja, sem undir
himni'num eru, mun gefið verSa heilög-
um lýð hins hæsta. Ríki hans mun
verða eilíft ríki, og öll veldi munu þjóna
því og hlýða.” þDan. 7: 2.7).
Þeir munu taka að erföum ríkiS, sem
þeim “var fyrirbúið frá grundvöllun
heims.” þMatt. 25: 34)- Þá mun Krist-
ur taka hiS mikla vald, sem honum hef-
ir verið gefið, í sínar hendur, og stjórna
heiminum.
Við biðjum ekki um, aS hann stofn-
setji nýtt ríki, heldur að hann endur-
reisi hið forna veldi, aldingarðinn og
Eden heimiliS. Og GuS hefir í orði sínu
heitið oss þessu, því vér lesum: “En þú
hjartaðarturn, hæð dótturinnar Zíon, til
þín mun koma og aftur til þín hverfa
hið forna veldi, konungdómur dótturinn-
ar Jerúsalem” þMika 4: 8).
Þegar syndin kom inn í heiminn, tap-
aði Adam 1) hugarfari Krists, 2) Eden
heimili sínu, og 3) eilífa lífinu. Þetta
þrent mun verða endurreist. “En,”
spyr einhver, “hvers vegna eigum vér að
biöja um það, sem þegar er lofað?” Ef
vér höfum ætlað oss aö verða borgarar
í friðarríki Krists, verðum vér að biðja
þessa bæn, til þess aS missa ekki sjónar
af dýrö þess ríkis. Með því að festa
trúaraugu á þetta ríki í bæninni, hvetur
hún oss til að lifa sigursælu lífi. í fyr-
irheitum GuSs og voninni sjáum vér ríki
Krists endurreist. Án þeirrar vonar
mundum vér veröa hinir aumustu allra
manna. Jafnvel þeir, sem auðinn hafa
og öll þægindi lífsins, en ekki fullvissu
i sálum sínum fyrir því, að verða borg-
arar í dýrðarríki Krists, eru eins og fén-
aöurinn, sem ferst ('Sálm. 49: 21J.
Með breytni sinni gjörir heimurinn
eftirfarandi’ bæn: “GefSu oss gnægö
farsældar og velmegunar. Láttu oss
skemta oss sem mest og flýttu þér alls
ekki vor vegna með að koma aftur.”
Vér verðum að öölast nýja reynslu.
Ríki Krists verður að endurreisast í