Stjarnan - 01.07.1924, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.07.1924, Blaðsíða 4
IOO STJARNAN hjörtum vorum fyr en vér getum notiö dýrÖar 'hans framtíÖar ríkis. Hann veröur aÖ skipa öndvegi hjartans og rita lögmál sitt á spjöld þess. Kristur sagÖi sjálfur þessu viðvíkjandi: “Því sjá, Guös riki er hiö innra í yÖur.” (Xúk. 17: 2\). Það er fernt, sem myndar konungs ríki: Konungurinn, þegnarnir, svæöiö og lögin. í þessu tilfelli er Kristur konungurinn, vér erum þegnarnir, hjart- að er stjórnarsvið hans og tíu botiorðin eru lögin, sem af Guðs anda verða rituð á holdspjöld þess. Þessa reynslu nefnir Kristur að endurfæðast, eða að vera “getinn að ofan”. (Jóh. 3: 3). Og nema maðurinn hafi þessa reynslu, get- ur hann ekki séð Guðs dýröarríki, með öðrum orðum, hann getur ekki orðið borgari þess. Hin himnesku hlið munu einu sinni opnast og með óteljandi englum mun Rrelsari vor koma sem konungur kon- unganna og Drottinn drotnanna. “Drott- inn mun þá verða konungur yfir öllu landinu.” fSak. 14: g). “Og eg heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna, og hann mun bua hjá þeim , og þeir munr, vera fólk hans, og Guð siálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra” (Oþ. 21: 3J. En áður en Jesús getur komið aftur, sagði hann, að “þessi fagnaðarboðskap- ur um ríkið muni prédikaður verða um alla heimsbygðina, til vitnisburðar öllum þjóðum; og þá mun endirinn koma” (Matt. 24: 14). Ríkið mun ekki endurreist verða, fyr en boðskapurinn um náð og dýrð hans hafi' verið kunngjörður í öllum heimi. Þegar vér þess vegna felum oss Guði á hönd, til þess að geta unnið aðra, flýtum vér fyrir komu hans rikis. Einungis þeir, sem helga sjálfa sig þjónustu hans, hvaða stöðu sem þeir kunna að hafa í mannfélaginu, og segja: “Hér er eg, send þú mig” til þess að opna hin blindu augu mannanna og snúa þeim frá myrkri til ljóss og frá Satans valdi til Guðs, svo aö þei’r öðlist syndafyrirgefningu og arf með þeim, sem helgaðir eru (Es. 6:8; Post. 26: 18J geta beðið í sannleika: “Komi ríki þitt.” IV. "Verði vilji þinn, svo á jörðu sem á himni.” Mannsandinn getur ekki dvalið viö há- leitari hugleiðingar en þær, að vilji Guðs mun einu sinni veföa á jörðu, eins og hann er framkvæmdur á himni. í sínu ótakmarkaöa ríki — alheiminum — hefir Guð einungis einn mælikvarða, sem sýn- ir þegnunum vilja hans, og þessi vilji hans er þeim opinberaöur í boöorðum hins heilaga lögmáls hans. Meginregl- ur þess lögmáls eru meginreglur himins- ins. Englar himinsins leita ekki hærri þekkingar en þeirrar, að þekkja vilja Guðs; og að gjöra vilja hans, er hin göf- ugasta þjónusta, sem þeir geta notað krafta sína til að veita' honum. “Lofiö Drottinn, þér englar harts, þér voldugu hetjur, sem framkvæmiö boð hans, er þér heyrið hljóminn af oröi hans. Lofið Drottin allar hersveitir hans, þjónar hans, er framkvæmið vilja hans” (Sálm. 103: 20, 21.) En á himnum er ekki þjónusta veitt Guði í anda laganna. Þegar Satan gerði uppreisn á móti lögmáli Drottins, kom hugsunin um lögmál til margra engla eins og vakning til meðvitundar um það, hvers tilvera aldrei hafði komið þeim til hugar. í þjónustu sinni eru þess vegna englarnir ekki eins og þjónar, heldur eins og synir, og eru þeir í ritn-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.