Fréttablaðið - 21.11.2018, Side 10
Bosnía og Hersegóvína Nýir með-
limir í þriggja manna forsetaráði
Bosníu og Hersegóvínu voru settir í
embætti í gær. Óhætt er að segja að
lítill samhljómur sé innan hins nýja
forsetaráðs.
Fyrirkomulagið í Bosníu er þann-
ig að þrír menn eru kjörnir í forsæt-
isnefndina og velur hvert þjóðar-
brot í ríkinu sinn fulltrúa. Það er að
segja Bosníu-Serbar, Bosníu-Króatar
og Bosníumúslimar. Forsetarnir þrír
skipta með sér völdum.
Milorad Dodik heitir fulltrúi Bos-
níu-Serba í forsetaráðinu. Sá hefur
lengi rætt um að serbneski hluti
Bosníu stofni nýtt, sjálfstætt ríki og
er serbneskur þjóðernissinni. Hann
er, samkvæmt Reuters, hliðhollur
Rússum, andvígur NATO en segir
aðild að ESB í forgangi.
Bosníu-Króatinn Zeljko Komsic
og Bosníumúsliminn Sefik Dzafer-
ovic eru aftur á móti sagðir hlynntir
Atlantshafsbandalaginu og fjölþjóð-
legri Bosníu og Hersegóvínu. – þea
Átök á meðal
forseta Bosníu
Komsic, Dodik og Dzaferovic.
NorDicphotos/AFp
spánn Manuel Marchena, spænskur
hæstaréttardómari, hefur hafnað
því að taka við embætti forseta
hæstaréttar og spænska dómskerfis-
ins alls. Sósíalistaflokkurinn, sem er
í minnihlutastjórn, og Lýðflokkur-
inn, langstærsti flokkur stjórnar-
andstöðu, höfðu samið um að hann
fengi sætið og var það samkomulag
hluti samkomulags um skipan í
embætti innan dómskerfisins.
Ákvörðunina tók Marchena eftir
að spænskt vefrit lak WhatsApp-
skilaboðum Ignacios Cosidó, þing-
flokksformanns Lýðflokksins í öld-
ungadeildinni, þar sem fram kom
að með samkomulagsgerðinni fengi
flokkurinn völd yfir dómskerfinu og
gæti stýrt sakamáladeild hæstarétt-
ar úr bakherbergjunum.
Aðskilnaðarsinnar í Katalóníu
gagnrýndu skilaboðin harðlega
enda eru níu þeirra nú í fangelsi,
ákærðir fyrir uppreisnaráróður og
uppreisn gegn spænska ríkinu, og
með mál fyrir sakamáladeildinni
á meðan Lýðflokkurinn beitti sér
af hörku gegn aðskilnaðarsinnum.
Flokkurinn var við völd síðasta
haust þegar Katalónarnir voru
handteknir eftir ólöglega atkvæða-
greiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingu.
Marchena sagði í yfirlýsingu sem
hann sendi frá sér að hann hafi
aldrei litið svo á að dómskerfið ætti
að vera verkfæri sem stjórnmála-
menn geta nýtt sér og sagðist vera
sjálfstæður í störfum. En Marchena
mun þó áfram stýra sakamáladeild
hæstaréttar, líkt og undanfarin ár.
Sex þeirra níu Katalóna sem eru
í haldi sendu hæstarétti bréf í gær
þar sem þess var krafist að Marc-
hena myndi víkja úr því embætti.
Hann var sakaður um hlutdrægni
í garð Lýðflokksins og Sósíalista-
flokksins og hreykti Cosidó sér af
skipan hans.
Pedro Sánchez forsætisráðherra
sagðist í gær harma ákvörðun
March ena. – þea
Hafnar forsæti hæstaréttar vegna skilaboðaleka Lýðflokksmanns
Manuel Marchena hæstaréttardómari sést hér á miðri mynd. FréttAblAðið/EpA
1299 kr.kg
Þakkargjörðarfuglinn, veislu kjúklingur
999 kr.pk.
Sætkartöflumús, 500 g 1390 kr.stk.
Kalkúnasósa með salvíu, 500 ml
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Á
a
ð
b
jó
ða
til veislu?
Þessi
er stór
2,5-3 kg
kronan.is/
Takk
Allt fyrir
einfalda og góða
þakkargjörðar
veislu
599 kr.pk.
Rauðkál heimagert, 250 g
Tyrkland Mannréttindadómstóll
Evrópu hefur skipað yfirvöldum í
Tyrklandi að leysa Selahattin Demir-
tas, fyrrverandi forsetaframbjóðanda
og leiðtoga HDP-flokks Kúrda, úr
haldi. Demirtas hefur verið í fangelsi
síðan í nóvember 2016, sakaður um
tugi brota og á yfir höfði sér allt að
142 ára fangelsisdóm að því er BBC
greindi frá.
Upphafleg ástæða fangelsunar
Demirtas var ákæra fyrir að beina
áróðri að hersveitum er berjast gegn
Tyrkjum og að sýna rannsakendum
ekki samstarfsvilja. Síðan þá hefur
hann verið sakaður um að leiða hinn
útlæga Verkamannaflokk Kúrda
(PKK) sem Tyrkir flokka sem hryðju-
verkasamtök, og um að hvetja til
ofbeldis og skipuleggja ólögleg mót-
mæli. Dómstóllinn komst að þeirri
niðurstöðu að þótt ásakanirnar gegn
Demirtas væru byggðar á rökstudd-
um grunsemdum hefðu Tyrkir brotið
á réttindum hans. Meðal annars með
því að leiða hann ekki tafarlaust
fyrir dómara og með því að tálma
þátttöku hans í kosningum. Þá voru
framlengingar á gæsluvarðhalds-
úrskurðum sagðar órökstuddar.
„Tálmun á þátttöku hans á þingi
fól í sér óréttlát afskipti af tjáningar-
frelsinu og brot á rétti hans til kjörs
og þingsetu. Það er hafið yfir vafa
að fangelsun hans er meðal annars
til þess gerð að draga úr fjölhyggju
og takmarka frelsi stjórnmálaum-
ræðunnar,“ sagði í tilkynningu frá
dómstólnum.
Recep Tayyip Erdogan, forseti
Tyrklands, sagði í samtali við Ana-
dolu í gær að hann liti svo á að
úrskurðurinn væri ekki bindandi.
Demirtas sagði í yfirlýsingu að
málið gegn honum væri nú „algjör-
lega hrunið“. Barátta hans fyrir rétt-
læti myndi halda áfram sama hvað.
Mahsuni Karaman, lögmaður
Demirtas, sagði eftir uppkvaðningu
að hann hefði nú þegar farið fram á
tafarlausa lausn skjólstæðings síns úr
haldi í Ankara.
„Nú þegar þessi úrskurður hefur
verið kveðinn upp er ljóst að hver
einasta sekúnda sem Demirtas er
áfram í haldi telst til brota á rétt-
indum hans.“
thorgnyr@frettabladid.is
Gert að leysa Kúrda úr haldi
selahattin Demirtas verður þó ekki leystur úr haldi, ef marka má orð receps tayyips Erdogan forseta. NorDicphotos/AFp
Mannréttindadómstóll-
inn skipaði Tyrkjastjórn
að leysa einn af stjórn-
málaleiðtogum Kúrda úr
haldi. Handtekinn fyrir
tveimur árum vegna
meintra tengsla við PKK.
Fangelsunin sögð brot
gegn réttindum hans.
Tyrkjaforseti segir úr-
skurðinn ekki bindandi.
Demirtas á yfir höfði sér
142 ára fangelsisdóm fyrir
tugi meintra brota.
2 1 . n ó v e m B e r 2 0 1 8 m I Ð v I k U d a g U r10 f r é T T I r ∙ f r é T T a B l a Ð I Ð
2
1
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
7
3
-0
9
A
C
2
1
7
3
-0
8
7
0
2
1
7
3
-0
7
3
4
2
1
7
3
-0
5
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
2
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K