Fréttablaðið - 20.11.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.11.2018, Blaðsíða 2
Veður Suðaustan 8-15 m/s á sunnan- og vestanverðu landinu, skýjað og sums staðar dálítil væta. Dregur úr vindi er líður á daginn. Sunnan 3-8 á Norður- og Austurlandi með þurru og björtu veðri. sjá síðu 16 Nú er ...líka orðinn léttur Brugðið á leik Eftir vindasama helgi framan af má segja að veðrið hafi leikið við fólk í miðborg Reykjavíkur í gær. Þetta par stakk andlitunum í víkingamyndir utan við Herrafataverslun Guðsteins á Laugavegi svo hægt væri að smella af því mynd til minningar um dvölina á Íslandi. Fréttablaðið/Eyþór LögregLumáL Vísbendingar eru um mikla fjölgun kæra til lögreglu á undanförnum áratug í málum þar sem einstaklingur telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan. Í svari dómsmálaráðherra við fyr- irspurn þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar kemur fram að erfitt sé að finna staðfesta tölfræði um kærur af þessum toga, en teknar voru saman tölur yfir bókanir hjá lögreglu þar sem orðið „byrlun“ kemur fyrir og fjölgaði þeim úr 16 í 78 á árunum 2007 til 2017. Drög að sérstöku verklagi um meðferð og skráningu þessara mála eru til en það hefur ekki verið inn- leitt hjá embættinu. Þá kemur fram í svarinu að það er mat ráðherra að ákvæði almennra hegningarlaga séu fullnægjandi um brot sem fela í sér byrlun ólyfjanar. – aá Fleiri kærur vegna byrlunar Ferðaþjónusta Óskað hefur verið eftir lögreglurannsókn og eftir atvikum lokun á átta rekstrarleyfis- skyldum gististöðum utan höfuð- borgarsvæðisins, frá því heima- gistingarvakt ferðamálaráðherra var sett á laggirnar í sumar með 64 milljóna fjármagni til eins árs. Á sama tímabili hefur lögregla stöðvað starfsemi þriggja rekstrar- leyfisskyldra gististaða á höfuð- borgarsvæðinu. Fyrirhugaðar og álagðar stjórn- valdssektir vegna brota á skráning- arskyldu gististaða nema nú þegar tæpum 40 milljónum en um það bil sjö vikur eru síðan sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf útgáfu sekta samkvæmt sérstökum samn- ingi við ráðuneytið. Þetta kemur fram í svari atvinnu- vega-, nýsköpunar- og ferðamála- ráðherra við fyrirspurn Maríu Hjálmarsdóttur varaþingmanns. Í svarinu kemur einnig fram að 80 prósenta fjölgun hefur orðið á skráðum heimagistingum það sem af er ári 2018. – aá Tugir milljóna í sektir vegna heimagistingar ráðherra ferðamála er þórdís Kol- brún reykfjörð Gylfadóttir. Fréttablaðið/SiGtryGGur ari Skráðum heimagisting- um hefur fjölgað um 80 prósent það sem af er ári 2018. reYKjaVíK Borgin mun verja rúm- lega milljarði á ári næstu fimm ár til uppbyggingar á leikskólum. Full- trúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði telur að með því sé byrjað á öfugum enda og réttara sé að tryggja mönnun núverandi leik- skóla áður en uppbygging hefst. Formaður Brúum bilið, stýrihóps um uppbygginguna, segir mönn- unarvandann nánast úr sögunni. Skipað var í Brúum bilið vorið 2016 en verkefni hópsins var að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Samkvæmt niðurstöðum hópsins verður rýmum fjölgað um allt að 750 til að tryggja að árs- gömlum börnum pláss á leikskóla fyrir lok 2023. Fimm nýir leikskólar verða byggðir og byggt við leikskóla þar sem eftirspurn er mikil. Þá verða sérstakar ungbarna- deildir settar á fót við borgarrekna leikskóla sem hafa fjórar deildir eða fleiri. Sem stendur falla 46 leikskól- ar í þann flokk. Að endingu er stefnt að því að nýju leikskólarnir verði stærri en þeir sem fyrir eru. Meðal- fjöldi á leikskóla nú er 91 barn en með nýju skólunum er miðað að því að 120 til 200 börn verði undir sama þaki. „Þetta hefur verið hörkuvinna unnin í ágætri þverpólitískri sátt. Þetta er söguleg uppbygging sem miðar að því að ljúka leikskóla- byltingu sem hófst fyrir um aldar- fjórðungi,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs og Brúum bilið. „Ég tel að það sé svolítið verið að byrja á öfugum enda þar sem við erum enn með biðlista. Í sumar voru send út bréf til barna um stöðu á biðlista og það eru ekki öll börn enn komin á leikskóla. Við ættum að byrja að leysa mönnunarvanda áður en við förum að koma fleiri börnum inn á skólana,“ segir Val- gerður Sigurðardóttur, borgarfull- trúi Sjálfsstæðisflokksins og fulltrúi í skóla- og frístundaráði. Skúli segir hins vegar að mikið hafi áunnist í þeim málum og stað- an nú sé helmingi betri en í fyrra. Aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss eða dagsetn- ingu á því hvenær pláss fæst. „Það eru helmingi færri ómann- aðar stöður sem rekja má til þeirra aðgerða sem borgin hefur gripið til til þess að bæta vinnuumhverfi leik- skóla. Við höfum varið um milljarði til þess. Að meðaltali vantar um hálft stöðugildi á leikskólana. Það er varla mannekla heldur eðlileg starfsmannavelta,“ segir Skúli. joli@frettabladid.is Rétt að manna stöður áður en byggt er upp Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur það byrjun á öfugum enda að hefja upp- byggingu nýrra leikskóla. Fimm milljarðar fara í að byggja nýja leikskóla næstu fimm ár. Mönnunarvanda nánast lokið, segir formaður skóla- og frístundaráðs. lagst verður í mikla uppbyggingu næstu fimm ár, nýir og stærri leikskólar verða byggðir og ungbarnadeildum fjölgað til muna. Fréttablaðið/vilhElm Að meðaltali vantar um hálft stöðugildi á leikskólana. Það er varla mannekla heldur eðlileg starfsmannavelta. Skúli Helgason, for- maður skóla- og frístundaráðs 2 0 . n ó V e m b e r 2 0 1 8 þ r I ð j u D a g u r2 F r é t t I r ∙ F r é t t a b L a ð I ð 2 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 0 3 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 F -0 E 1 4 2 1 6 F -0 C D 8 2 1 6 F -0 B 9 C 2 1 6 F -0 A 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 3 2 s _ 1 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.