Fréttablaðið - 20.11.2018, Qupperneq 6
HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is
Q5 á sérkjörum
Nokkrir einstaklega vel útbúnir
Audi Q5 á sérkjörum.
Audi Q5 Quattro
Sport Comfort 2.0 190 hö
Tilboðsverð frá 7.890.000 kr.
Til afhending
ar strax
REYKJAVÍK Egill Þór Jónsson, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur
lagt til að Reykjavíkurborg auki fjár-
veitingar til SÁÁ um 140 milljónir
króna. Lagt er til að veitingin verði
fjármögnuð með því að skera niður
um 2,4 prósent í miðlægri stjórnsýslu
borgarinnar en rekstrarkostnaður
hennar nemur rúmum 5,8 milljörð-
um króna samkvæmt fjárhagsáætlun
2019.
Gert er ráð fyrir að stærstum hluta
fjármunanna, um 65 milljónum,
verði varið í að koma á fót búsetu- og
meðferðarúrræði fyrir tíu konur með
alvarlega fíknisjúkdóma. Því sem
eftir stendur verði varið í stuðning
og sálfræðiþjónustu fyrir börn sem
eru aðstandendur einstaklinga með
fíknisjúkdóma, þjónustu fyrir fólk
yngra en 25 ára sem glímir við fíkn
og sérhæfða þjónustu til stuðnings
einstaklingum eldri en fimmtíu ára
með langvarandi fíknivanda.
Núverandi þjónustusamningur
borgarinnar við SÁÁ hljóðar upp á
19 milljóna króna fjárveitingu. Til-
lögurnar gera ráð fyrir tíu milljóna
króna stofnkostnaði vegna búsetu-
úrræðisins fyrsta árið og 130 millj-
ónum vegna annarra þátta. Kostn-
aður á öðru samningsári yrði því 130
milljónir króna og yrði samningur-
inn endurskoðaður árlega.
„Mikilvægt er að hlúa betur að
einstaklingum með fíknivanda
vegna breytinga á samfélagsmynstri
síðustu ár. Sóknarfærin felast meðal
annars í snemmíhlutunum og for-
virkum aðgerðum fyrir einstaklinga í
áhættuhóp, sem sagt koma í veg fyrir
að fólk lendi í neyslu,“ segir Egill Þór.
Tillagan verður rædd á fundi
borgarstjórnar í dag. – jóe
Borgin skeri niður stjórnsýslu og borgi auka 140 milljónir til SÁÁ
Mikilvægt er að
hlúa betur að
einstaklingum með fíkni-
vanda vegna
breytinga á
samfélags-
mynstri.
Egill Þór Jónsson
ORKUVEITAN „Ég get ekki annað sagt
en að ég sé sátt við niðurstöðurnar.
Það sem mér finnst skipta svo miklu
máli í þessu samhengi er það að við
fengum innri endurskoðun til að
ráðast í þessa miklu úttekt og núna
munum við nota niðurstöðurnar
og þær ábendingar sem koma fram
í skýrslunni til að gera gott fyrirtæki
enn betra,“ segir Brynhildur Davíðs-
dóttir, stjórnarformaður Orkuveitu
Reykjavíkur, um úttekt innri endur-
skoðunar á vinnustaðamenningu og
mannauðsmálum í fyrirtækinu.
Tilefni úttektarinnar má rekja til
uppsagnar Áslaugar Thelmu Einars-
dóttur úr starfi hjá Orku náttúr-
unnar (ON) sem er dótturfélag OR.
Áslaug Thelma og Einar Bárðarson,
eiginmaður hennar, sökuðu í kjöl-
farið Bjarna Má Júlíusson, fram-
kvæmdastjóra ON, um óviðeigandi
hegðun gagnvart kvenkyns starfs-
mönnum fyrirtækisins. Kom fram
að Áslaug hefði ítrekað gert athuga-
semdir við þessa framkomu.
Svo fór að Bjarna Má var vikið
úr starfi framkvæmdastjóra ON og
var vísað til óviðeigandi framkomu
gagnvart samstarfsfólki. Helga Jóns-
dóttir, starfandi forstjóri OR, sagði
á blaðamannafundi í gær að úttekt
innri endurskoðunar staðfesti að
uppsagnir Áslaugar Thelmu og
Bjarna Más hefðu verið réttmætar.
Í þeirri útgáfu skýrslu innri end-
urskoðunar sem gerð hefur verið
opinber er búið að fjarlægja kaflana
sem snúa að Áslaugu Thelmu og
Bjarna Má.
„Niðurstaðan var sú að upp-
sagnirnar standist og það er bara
ákvörðun sem búið er að taka.
Menn komast ekki að niðurstöðu
um að þetta sé réttmætt nema fara
ítarlega í gegnum alla málavöxtu.
Kjósi þessir aðilar hins vegar að tala
við okkur eftir að þeir hafa farið yfir
gögnin sem þeir fengu send erum
við að sjálfsögðu reiðubúin til þess,“
segir Helga Jónsdóttir, starfandi for-
stjóri OR.
Bjarni Már segist ósammála þeirri
túlkun að uppsögn hans teljist rétt-
mæt.
„Innri endurskoðandi segir í
raun og veru að uppsögn mín hafi
verið lögmæt en ég er ekki búinn
að rekast á það að hann segi að
hún hafi verið réttmæt, sérstak-
lega ekki á þeim tíma þegar hún
var framkvæmd. Það hefði verið
mun eðlilegra þegar svona alvar-
legar ásakanir eru bornar á fólk að
gæta meðalhófs. Á þeim tímapunkti
hefði mér þótt eðlilegast að stjórn
ON hefði vikið mér tímabundið til
hliðar meðan rannsóknin fór fram,“
segir Bjarni Már.
Hann segist ekki sjá ástæðu til
að gera þann hluta skýrslunnar
sem snýr að honum opinberan. „Á
þessari stundu er ég ekki tilbúinn
til þess. Ég held það bæti engu við
þessa umræðu eins og hún er í dag.
Hún er svo úti um allt og verið að
taka á mörgum málum.“
Aðspurður segist Bjarni Már ekki
munu leita réttar síns fyrir dóm-
stólum. „Það sem fólk gerir í svona
málum þegar því finnst á æru sinni
brotið, er að það fer það í meiðyrða-
mál. Niðurstaða slíkra mála er yfir-
leitt sú að orð eru dæmd dauð og
ómerk. Það í raun og veru er skýrsla
innri endurskoðunar búin að gera.“
sighvatur@frettabladid.is / sjá síðu 11
Ekki sammála um réttmæti uppsagnar
Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöð-
urnar. Bjarni Már Júlíusson, brottrekinn framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, telur skýrsluna dæma ummæli um hann dauð og ómerk.
Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sem er fremst á myndinni segir að skýrslan sýni að uppsagnir Áslaugar Thelmu
og Bjarna Más hafi verið réttmætar. Þá séu niðurstöður úttektar á vinnustaðamenningu OR góðar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Bjarni Bjarnason snýr
aftur í forstjórastól
Stjórn OR fundaði í gær þar sem
skýrsla innri endurskoðunar var
kynnt. Í kjölfarið var svo tekin
ákvörðun um að fela Helgu Jóns-
dóttur, starfandi forstjóra, að fara
yfir niðurstöður skýrslunnar og
gera tillögur að úrbótum í sam-
ræmi við ábendingar í skýrslunni.
Bjarni Bjarnason, sem vék tíma-
bundið úr stóli forstjóra á meðan
rannsóknin stóð yfir, mun snúa
til baka í næstu viku. „Það hefur
ekkert annað verið rætt en að
hann komi til baka. Hann fór í
tímabundið leyfi. Því leyfi lýkur
á þriðjudaginn í næstu viku en
núverandi forstjóri mun núna
vinna úr þessari skýrslu og leggja
fram tillögur til úrbóta. Það verða
hennar skil til stjórnar,“ segir
Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnar-
formaður OR.
Engin dulin vinnustaðamenning
Hluti af úttekt innri endurskoð-
unar var könnun sem Félags-
vísindastofnun framkvæmdi um
starfsumhverfi innan OR. Niður-
stöðurnar leiða í ljós að starfsfólk
sé almennt ánægt í starfi og holl-
usta við fyrirtækið mikil.
Þá kemur fram að innan við eitt
prósent núverandi starfsmanna
hafi orðið fyrir kynferðislegri
áreitni í starfi á síðustu 12 mán-
uðum. Til samanburðar var þetta
hlutfall fimm prósent í könnun
Gallup meðal launafólks á síðasta
ári.
„Ég held að í sjálfu sér hafi þetta
verið góð úttekt fyrir okkur. Það
er nýr aðili sem kemst að þeirri
niðurstöðu að hérna sé ekki um
neina dulda vinnustaðamenningu
að ræða,“ segir Helga Jónsdóttir,
starfandi forstjóri OR.
2 0 . N ó V E m b E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R6 f R é T T I R ∙ f R é T T A b L A Ð I Ð
2
0
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
6
F
-1
C
E
4
2
1
6
F
-1
B
A
8
2
1
6
F
-1
A
6
C
2
1
6
F
-1
9
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
3
2
s
_
1
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K