Fréttablaðið - 20.11.2018, Síða 8
Ísrael Naftali Bennett, mennta-
málaráðherra Ísraels og formaður
flokksins Bayit Yehudi, sagði í gær
að hann myndi ekki segja af sér og
draga flokk sinn út úr ríkisstjórnar-
samstarfinu. Slíku hafði hann hótað
fyrir helgi eftir að varnarmálaráð-
herrann Avigdor Liebermann sagði
af sér og dró Yisrael Beiteinu úr sam-
starfinu vegna gerðar vopnahlés við
Hamas-samtökin.
Afsögn Bennett og brotthvarf
flokks hans hefði þýtt að ríkisstjórn-
in væri fallin. Með Bennett og flokki
hans er ríkisstjórn Líkúd-flokksins
undir forsæti Benjamíns Netanja-
hú með 61 sæti af 120. Jerusalem
Post vitnaði í vinsæl hvatningaróp
Líkúd-liða og sagði Netanjahú vera
töframann fyrir að hafa náð að halda
stjórninni saman eftir viðræður um
helgina.
En Netanjahú er ekki hólpinn enn,
þótt hann hafi töfrað fram stuðning
Bennett. Moshe Kahlon, fjármála-
ráðherra og formaður Kulanu, krefst
þess enn að boðað verði til nýrra
kosninga. Talsmaður Kahlon sagði í
gær að afstaða ráðherrans hefði ekki
breyst enda væri eins þingmanns
meirihluti til þess fallinn að koma
stjórninni í ójafnvægi. – þea
Netanjahú tekst
að lægja öldur
Benjamín Netanjahú, forsætisráð-
herra Ísraels. Nordicphotos/AFp
spánn Spænski fréttavefurinn El Esp-
añol birti í gær skilaboð sem Ignacio
Cosidó, þingflokksformaður Lýð-
flokksins, sendi samherjum sínum
á þingi um gerð samkomulags við
Sósíalistaflokkinn, sem er í ríkis-
stjórn, og sagði Lýðflokkinn hafa náð
því fram að flokkurinn fengi ákveðið
vald yfir hæstarétti Spánar.
Þannig hafi flokkurinn fengið að
ráða forseta stjórnar hæstaréttar
og níu stjórnarmenn til viðbótar
á meðan Sósíalistar fá ellefu. Fram
kemur í skilaboðunum að nú geti
Lýðflokkurinn stýrt „annarri deild
hæstaréttar úr bakherbergjunum“.
Undir þessa aðra deild falla
meðal annars mál þeirra Katalóna
sem yfirvöld í Madríd hafa ákært
fyrir þátt sinn í atkvæðagreiðslu og
sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins í
október á síðasta ári. Um er að ræða
bæði aðgerðasinna, þingmenn og
ráðherra héraðsstjórnarinnar. Kata-
lónskir aðskilnaðarsinnar hafa ítrek-
að haldið því fram að ásakanirnar
séu fráleitar í lýðræðisríki, þær séu
pólitísks eðlis og að stjórnvöld hafi
óeðlileg áhrif á dómsvaldið.
Vert er að taka fram að Lýðflokkur-
inn var í stjórn þegar þessir atburðir
áttu sér stað en Mariano Rajoy for-
sætisráðherra féll í atkvæðagreiðslu
um vantraust í júní og vinstrimaður-
inn Pedro Sánchez tók við.
Það kemur því ekki á óvart að
Quim Torra, forseti héraðsstjórnar
Katalóníu, var reiður eftir lestur
Reiði í Katalóníu vegna leka
Þingflokksformaður Lýðflokksins segir flokkinn nú geta stýrt þeirri deild hæstaréttar sem fer með mál
katalónskra aðskilnaðarsinna úr bakherbergjum. Forseti Katalóníu segir sjálfstæði dómstóla ekkert.
cosidó sagði Lýðflokkinn geta stýrt úr bakherbergjum. Nordicphotos/Getty
Níu eru í haldi
Alls eru níu katalónskir aðskiln-
aðarsinnar í haldi, ákærðir fyrir
uppreisn gegn spænska ríkinu og/
eða uppreisnaráróður vegna sjálf-
stæðismálsins. Raül Romeva, Joa-
quim Forn, Jordi Turull, Josep Rull
og Dolors Bassa voru ráðherrar í
héraðsstjórninni, Carme Forcadell
var þingforseti og Oriol Junqueras
var varaforseti héraðsins. Auk
þeirra eru aðgerðasinnarnir Jordi
Sánchez og Jordi Cuixart ákærðir
og í haldi. Cuixart skrifaði grein í
Fréttablaðið í október þar sem
hann sagðist „pólitískur fangi, gísl
spænsku ríkisstjórnarinnar“. Sak-
sóknarar hafa farið fram á 25 ára
fangelsi yfir Junqueras, sautján ár
fyrir Sánchez og Cuixart og ýmist
sektir eða fangelsi í allt að sextán
ár fyrir hina sex.
Ýmsir úr spænska dómskerfinu
hafa lýst yfir óánægju sinni með
sjálfstæðismálið. Pascual Sala,
fyrrverandi forseti hæstaréttar,
sagði í síðustu viku að það væri
ómögulegt að uppreisn gegn
spænska ríkinu hefði átt sér stað
í Katalóníu. Ekki ætti að leysa
deiluna innan dómskerfisins.
Encarnación Roca, varaformaður
stjórnlagadómstóls, tók í sama
streng. Sagði að Katalóníudeilan
væri pólitísks eðlis, ekki lagalegs.
ásakananna í gær. Torra sagði á
Twitter að skilaboð Cosidós sýndu
enn á ný fram á að réttlætið á Spáni
væri háð samkomulagi Sósíalista-
flokksins og Lýðflokksins. „Frelsi og
tilvist raunverulegs réttarríkis eru
ekki lengur sjálfsagðir hlutir sem
ríkisborgarar geta treyst á. Hér er
sjálfstæði dómstóla ekkert og sama
að segja um hlutleysi eða heiðar-
leika,“ tísti héraðsforsetinn.
Albert Rivera, formanni kata-
lónska Borgaraflokksins, höfuðand-
stæðings Torra og sambandssinna,
ofbauð skilaboð Cosidós. Rivera
sagði orð Cosidós og gerð samkomu-
lagsins skammarlega og að það væri
aðför gegn sjálfstæði dómstóla.
Cosidó svaraði fyrir umfjöllunina
og skilaboð sín í gær. Hann sagði
þau rangtúlkuð en viðurkenndi að
orðavalið hefði verið óheppilegt. Að
auki benti hann á að hann hefði ekki
sagt að Lýðflokkurinn stýrði dóms-
valdinu enda „er það ómögulegt“. Þá
neitaði hann að segja af sér, en þess
hafði grasrótarflokkurinn Podemos
krafist. thorgnyr@frettabladid.is
Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is
HÓLASANDSLÍNA
Boðað er til kynningarfundar, opið hús, þar sem farið
verður yfir frummatsskýrslu vegna Hólasandslínu 3
sem liggur frá Hólasandi til Akureyrar. Línuleiðin er
innan ögurra sveitarfélaga: Akureyrarkaupstaðar,
Eyjaarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og Skútu-
staðahrepps.
Markmið framkvæmdarinnar er bætt orkunýting, aukin
flutningsgeta og að tryggja stöðugleika raforkukerfis-
ins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig
mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem
um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla
milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og
veikari hluta þess á Austurlandi.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um
mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til
kynningar frá 9. nóvember til 21. desember 2018 á
eftirtöldum stöðum:
Í ráðhúsi Akureyrarkaupstaðar Geislagötu 9, á
skrifstofum Eyjaarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og
Skútustaðahrepps, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá
Skipulagsstofnun.
Frummatsskýrslan er aðgengileg á vefsíðum
Skipulagsstofnunar, Landsnets og Eflu.
Opnir kynningarfundir á frummatsskýrslu
- Hótel KEA Akureyri,
miðvikudaginn 21. nóvember
kl. 17:30-20:30
- Félagsheimilinu Breiðamýri í
Reykjadal, fimmtudaginn
22. nóvember kl. 17:30-20:30
- Grand Hótel Reykjavík,
þriðjudaginn 27. nóvember
kl. 16:00-19:00
Verið
velkom
in
HAFÐU ÁHRIF, TAKTU
ÞÁTT Í SAMTALINU
2 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 Þ r I Ð J U D a G U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð
2
0
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
6
F
-0
9
2
4
2
1
6
F
-0
7
E
8
2
1
6
F
-0
6
A
C
2
1
6
F
-0
5
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
3
2
s
_
1
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K