Fréttablaðið - 20.11.2018, Síða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 512 5351 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349
Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 512 5347
| Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 |
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@
frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@
frettabladid.is, s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson,
jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429,
Elísabet er heilsumarkþjálfi og jógakennari. Síðustu þrjú og hálfa árið hefur hún kennt
jóga í FÁ en það er valáfangi við
skólann. „Þetta er ómetanlegt verk-
efni enda er unga fólkið dásam-
legt og kennir mér svo margt.“
Hún leiðir einnig jóga og hlaup í
hlaupahópi Víkings. Sem heilsu-
markþjálfi tekur hún fólk í viðtöl
og heldur námskeið. Undanfarin
ár hefur hún staðið fyrir rafrænum
námskeiðum í febrúar og október
fyrir konur á öllum aldri þar sem
fókusinn er á hormónakerfið og
létta tiltekt á sál og líkama.
Elísabet á þrjú börn með manni
sínum Guðmundi, á aldrinum 18,
21 og 23 ára, og á 28 ára stjúp-
dóttur. Hluti fjölskyldunnar býr í
Kópavogi og annar í Lúxemborg.
„Maðurinn minn hefur starfað þar
í 27 ár og þar eru börnin okkar
fædd og uppalin. Fyrir fimm árum
flutti ég mig um set með börn-
unum til Íslands en þau sóttu stíft
að fara í menntaskóla til Íslands,“
segir Elísabet.
Ástfangin af jóga
Elísabet er stödd í Ashram jóga-
búðum í útlöndum þegar við náum
sambandi við hana. „Ég er alger-
lega ástfangin af jóga. Áhuginn
kviknaði fyrst í sveitinni í gamla
daga. Ég var um tíu eða tólf ára að
fletta Vikunni og sá grein um jóga
sem ég hef ekki gleymt síðan. Ég er
frá Bolungarvík og Ísafirði og það
var ekki stundað jóga þar á þessum
árum. Síðan þá hef ég sogast að
öllu sem heitir jóga, þó ég hafi ekki
látið verða af því að verða jóga-
kennari fyrr en 2005.“ Það var enda
ekki hlaupið að því að fara í jóga-
kennaranám en flestir möguleik-
arnir snerust um að fara í mánuð
eða lengur til Bandaríkjanna sem
var illmögulegt með börn og heim-
ili. „Ég lærði Rope yoga og kenndi
til margra ára, hláturjóga lærði ég
í Sviss, Yoga Nidra og síðan þegar
ég flutti heim gat ég hellt mér í að
læra hjá Kristbjörgu Kristmunds.
Ég læri síðan og ástunda allt árið
um kring undir handleiðslu bæði
Kristbjargar og andlegs meistara
okkar þar sem kafað er ofan í jóga-
sútrur Patanjalis og Bhagavat Gita
og önnur helg rit.“
Brann upp
Elísabet segist alltaf hafa haft
mikla hreyfiþörf. „Ég æfi hlaup
með besta hlaupahóp landsins,
Víkingi-Fossvogi. Ég elska að
vera úti í náttúrunni, ganga á
fjöll, synda og hjóla. Á veturna er
skíðaiðkun aðalfjölskyldusportið
og svo á ég lítið trampólín sem ég
tek tarnir á inn á milli.“
Fyrir tæpum þremur árum
veiktist Elísabet og hún upplifði
„burnout“ eða kulnun. „Já, jógar
geta líka brunnið upp. Þetta voru
samlegðaráhrif margra ára, ég var
stoppuð af náttúrunnar hendi
þar sem ég hlustaði ekki á
viðvörunarbjöllurnar, en
líklega hefur jógaástundunin
seinkað ferlinu eins og hægt
var. Í dag æfi ég mig í að hlúa
að mér, hvílist og legg ekki
meira á mig en ég ræð við. Ég
æfi mig í að forðast það sem
étur upp lífsorkuna mína og
geri meira af því sem nærir
mig og styrkir. Ég æfi mig í að
vera í núinu, velta mér ekki
upp úr því liðna. Leitast við
að taka einn dag í einu og
legg framtíðina í hendur æðri
máttar.“
Elísabet stundar jóga á
hverjum degi, hugleiðir
og gerir öndunaræfingar,
hleypur þegar hún getur og
fer nánast daglega í göngutúr
auk þess að synda einu sinni
til þrisvar í viku. „Ég hef alltaf
leitast við að nýta heimilis-
störf líka sem hreyfingu, geng alla
stiga og bý mér til hreyfingu við öll
tækifæri.“
Mataræðið mikilvægt
Hollt mataræði er Elísabetu mikil-
vægt. „Ég hef nördast í að huga
að mataræði mínu frá því ég var
tvítug. Það kom til af því að ég var
með marga heilsukvilla sem barn
og unglingur sem læknavísindin
höfðu engin svör við. Innsæi mitt
hrópaði á mig að skoða út fyrir
rammann og brátt var ég komin á
bólakaf í heilsufæði sem var ekki
„inn“ á þessum árum. Það kom í
ljós að ég var með mikið fæðuóþol
og candida fungus.“ Í kjölfarið
hætti Elísabet að borða mjólkur-
mat, hveiti, ger, sykur, kaffi, kjöt
og fisk.
Ég þurfti að hafa fyrir þessu en
heilsa mín batnaði skref fyrir skref.
Fyrir mörgum árum féll ég endan-
lega fyrir Ayurveda-fræðunum, ég
leitast við að fylgja þeim fræðum
eftir í mat og lifnaði almennt.
Ayurveda er stór partur af jóga-
náminu hjá meistaranum mínum.“
Elísabet lærði heilsumarkþjálfun
og hormónaheilsufræði í Banda-
ríkjunum og hefur í gegnum árin
sótt ótalmörg námskeið og fyrir-
lestra er lúta að bættri andlegri og
líkamlegri heilsu.
Í Lúxemborg vann Elísabet
með stærstu heilsukeðjunni þar í
Age rewind:
Hylki til
inntöku sem
bæta ásýnd
húðarinnar
á náttúru-
legan hátt
Framhald af forsíðu ➛
Þessa mynd tók Steinunn Matthíasdóttir af Elísabetu þegar hún vann verkefnið „Maður og náttúra“, sem unnið var í náttúru Dalanna. Hugmyndin var að fanga
upplifun módelanna af og tengslum þeirra við náttúruna. Í tilfelli Elísabetar var lögð áhersla á jóga sem er líf hennar og yndi. MynD/StEInUnn MAttHÍASDóttIr
Amino Collagen:
Minni verkir
Meiri orka
Heilbrigðari húð
Heil naglabönd
Joint rewind:
Öll liðamót
mýkri og
hreyfanlegri
landi og hélt reglulega námskeið í
grænni matargerð, var með fyrir-
lestra og síðan einkaráðgjöf. „Nær-
ing er ekki bara það sem við setjum
á diskinn, það er bara lítill partur
af næringunni. Svefn, hreyfing og
hvernig við nærum skynfærin, það
að kunna að gefa og þiggja og með
hvaða hugarfari við gerum þetta
allt er einnig næring. Ástin þarf að
vera til staðar í öllu. Ástin til okkar
sjálfra og alls sem er.“
Ekki lengur ströng við sig
Mataræði Elísabetar breyttist
nokkuð þegar hún flutti aftur
heim til Íslands fyrir fimm
árum. „Ég entist ekki lengi á
hráfæði enda mæli ég ekki
með því fyrir nokkurn
mann búandi hér á norður-
hjara. Ég borða að mestu
grænmetisfæði, stundum
fisk. Það er mikilvægt fyrir
mig að gæta þess að fá
prótein, fitu og góð
kolvetni í morgun-
mat, hádegismat og
kvöldmat. Ég reyni
að forðast nart á milli
mála og gæti þess að
drekka vel.“
En hvernig er
týpískur matseðill hjá
henni?
„Ég byrja daginn á
hálfum lítra af volgu
magnesíum- og sítrónuvatni og
hveitigrasi og græni djúsinn er
alltaf til. Þegar kalt er úti fæ ég
mér heitan morgunverð, annars
góðan þeyting. Í hádeginu langar
mig alltaf í aðalmáltíð dagsins og
á kvöldin vil ég helst súpu eða eitt-
hvað létt. Þá daga sem ég er mikið
að kenna eða hreyfa mig passa ég
að næra mig mjög vel.“
notar Feel Iceland daglega
Elísabet notar daglega vörurnar
frá Feel Iceland. „Ég frétti fyrst
af Feel Iceland þegar það kom
á markað og keypti stundum
krukku af kollageninu og tók
með mér til Lúx. Fyrir fjórum
árum fór ég að nota þær
aðeins meira og síðustu
þrjú árin daglega. Ég tek
inn bæði kollagen í duft-
og töfluformi. Þar sem ég
er viðkvæm í liðamótum
og stoðkerfi finn ég
gríðarlegan mun
á mér.“ Hún segist
nota kollagenið til að
hjálpa sér að byggja
upp líkamann að
nýju eftir veikindi.
„Kollagenframleiðslan minnkar
líka með aldrinum, bein og vefir
líkamans veikjast og það fer að
bera á ýmsum öldrunareinkenn-
um. Kollagen er eitt helsta upp-
byggingarprótein líkamans, það er
að finna í öllum liðum, liðamótum,
vöðvum, sinum, beinum og líf-
færum mannslíkamans. Kollagen
er líka mjög stór þáttur í að styrkja
húð, hár og neglur.“
Hún tekur bæði Joint Therapy og
Age Rewind til skiptis. „Eftir þrjár
vikur á Joint Therapy voru liða-
mótin kátari og verkur í annarri
öxlinni sem ég var búin að eiga í
lengi var horfinn. Serumið er síðan
algert möst. Ég er nýbúin að fatta
að ég sé kannski ekki 29 ára lengur
og vil því hlúa vel að húðinni bæði
að innan sem utan.“
Góðar vörur og falleg hugsjón
Elísabet heillast ekki aðeins af
virkni Feel Iceland vörunum
heldur einnig hugsjóninni að
baki þeim. „Þær eru góðar en líka
fallegar og hreinar. Að baki þeim
er heiðarlegt og fallegt teymi
hugsjónakvenna. Ég mæli alltaf
með Feel Iceland vörunum fyrir
mína skjólstæðinga. Ég hef búið
til helling af góðum uppskriftum
sem innihalda kollagenið þeirra.
Ég bara elska þeytinginn minn og
heita drykki með kollagenduftinu
út í, það gerir allt gott betra.“
Serumið inniheldur
kollagen og ensím
sem bæta ásýnd
húðarinnar á náttúru-
legan hátt.
2 KynnInGArBLAÐ FóLK 2 0 . n óV E M B E r 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R
2
0
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
6
F
-2
6
C
4
2
1
6
F
-2
5
8
8
2
1
6
F
-2
4
4
C
2
1
6
F
-2
3
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
3
2
s
_
1
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K