Fréttablaðið - 20.11.2018, Qupperneq 18
Áhugafólk um íþróttir man vel eftir handboltamann-inum Gunnari Beinteinssyni
sem lék lengstum með liði FH hér
á landi og um leið með íslenska
landsliðinu á löngum og farsælum
ferli. Í dag er Gunnar 52 ára gamall
og búsettur í bænum Hünenberg
í Sviss ásamt eiginkonu sinni og
tólf ára dóttur og hefur sannarlega
ekki lagt íþróttaskóna á hilluna því
undanfarin ár hefur hann keppt
í handbolta, stundað langhlaup,
hjólreiðar og CrossFit auk þess
sem fjölskyldan fer reglulega á
skíði í Sviss og Austurríki. Hann
er því sannarlega góð fyrirmynd
þegar kemur að hreyfingu og holl-
um lífsháttum en hann segist eyða
1-2 tímum á dag í einhvers konar
hreyfingu. „Eins og alltaf er það
félagskapurinn sem er lykilatriðið.
Hann hefur meðal annars hjálpað
mér að læra tungumálið og kynn-
ast betur svissnesku samfélagi. Það
er svo magnað hvað margt er líkt
í dag og þegar ég spilaði með FH í
gamla daga, það er helst tónlistin
í búningsklefanum sem er breytt,
mikið breytt!“
CrossFit í fyrsta sæti
Í dag setur hann CrossFit í fyrsta
sætið en er auk þess farinn að hjóla
meira en áður. „Ég get stundað
CrossFit með Þuru konunni minni
en hún er CrossFit-þjálfari hjá
CrossFit Zug. Fyrir vikið æfum við
og hjólum talsvert saman. Það var í
Sviss sem ég hóf fyrir alvöru að æfa
CrossFit en segja má að undanfarin
5-6 ár hafi sú íþrótt verið aðallík-
amsræktin mín, meðan handbolti
og hlaup hafa skipað lægri sess.“
Það sem heillar hann mest við
CrossFit er hvað æfingarnar eru
fjölbreyttar sem um leið hafa
aukið styrk hans og liðleika.
„Dætur mínar eru reyndar ekki
alveg sammála mér þegar kemur
að liðleikanum. CrossFit-æfing-
arnar hjálpuðu mér líka mikið
þegar ég tókst á við Jungfrau-mara-
þonhlaupið sem er fjallamaraþon
í svissnesku Ölpunum. Hækkunin
þar er 1.800 metrar, upp í 2.300
metra, og þá kom sér vel að hafa
stundað CrossFit en ég tók þátt
árin 2012 til 2017.“
Blandar öllu saman
Fyrir Gunnar er lykillinn að
góðri heilsu að stunda fjölbreytta
hreyfingu. „Þess vegna blanda
ég þessu öllu saman. Á veturna
reynum við að fara um hverja helgi
á skíði, enda bara 30 mínútna
til þriggja klukkustunda akstur í
algjörar skíðaparadísir í svissnesku
og austurrísku Ölpunum. Ég er
ekki að reyna að verða bestur í ein-
hverri íþróttagrein, mér finnst bara
of einhæft að stunda bara eina
grein. Fjölbreytileiki er lykillinn
fyrir mig og síðan verður jú líka að
vera bolti til að elta.“
Aftur í handboltann
Haustið 2015 var stofnuð ný hand-
boltadeild fyrir karla í kantónunni
Zug, þar sem fjölskyldan býr, sem
ber heitið HSG Baar Super Bulls
en svæðið er þekkt fyrir mjög
sterkan kvennahandbolta. Sviss-
neskur æfingafélagi Gunnars í
CrossFit vissi um bakgrunn hans
og bað hann að slást í hópinn. „Ég
sló til en þá var ég 49 ára gamall
að spila með strákum sem voru
20-30 ára gamlir. Við hófum leik
í 4. deild fyrsta árið, unnum hana
og 3. deildina ári síðar ásamt því
að verða bikarmeistarar neðri
deilda. Í fyrra og í ár erum við í 2.
deild. Á þessum tíma er ég búinn
að spila um 60 leiki en þetta er
fjórða tímabilið mitt. Eins og alltaf
er handbolti líkamlega erfið íþrótt
þannig að ég er búinn að brjóta
framtennur, slíta liðband í þumal-
putta og lent í öðrum minni háttar
pústrum.“
Alltaf eitthvað nýtt
Hann leggur áherslu á mikilvægi
þess að stunda hreyfingu þegar
komið er á miðjan aldur. „Það sem
gerir CrossFit svona skemmtilegt
er að ég er alltaf að læra eitthvað
nýtt og ná einhverjum nýjum
markmiðum. Það þurfa allir að
halda áfram að hreyfa sig, leika
sér og vinna á móti vöðvarýrnun
og stirðleika. Allt þetta hjálpar til
þegar við verðum eldri, til dæmis
við að standa upp úr stól, fara út
úr bíl, labba upp stiga og önnur
grunnatriði sem við tökum sem
sjálfsögðum hlutum.“
Gott að búa í Sviss
Í dag starfar Gunnar sem fram-
kvæmdastjóri hjá svissneska
lyfjafyrirtækinu Xantis Pharma
en fjölskyldan hefur búið í Sviss
í átta ár. „Sviss er mjög gott land
til að búa í. Það er mun rólegra
yfirbragð yfir öllu hér miðað við
heima á Íslandi. Hér eru til dæmis
allar búðir lokaðar á sunnu-
dögum, það er minni atvinnu-
þátttaka kvenna og nemendur
fara heim milli kl. 12 og 13.30 alla
daga. Yngsta dóttirin er tólf ára
og er í svissneskum skóla og þar
eru miklar kröfur gerðar. Hún
æfir handbolta með LK Zug en
það er oft talsvert púsl að láta
skóla og æfingar ganga upp, vegna
krefjandi heimanáms og tíðra
prófa, eitthvað sem maður pældi
aldrei í heima á Íslandi með eldri
stelpurnar okkar. Héðan er stutt
að fara til margra fallegra staða,
bæði í Sviss og öðrum nálægum
löndum eins og Ítalíu, Frakklandi,
Þýskalandi og Austurríki. Það sem
er talsvert betra hér er veðrið því
hér eru góð sumur og alvöru snjór
í fjöllunum á veturna.“
Fjölbreytileiki er lykillinn
Gunnar Beinteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, segir lykilinn að góðri heilsu
sinni vera fjölbreytta hreyfingu. Í dag býr hann í Sviss og keppir í handbolta, stundar langhlaup
og hjólreiðar og fer með fjölskyldunni á skíði. CrossFit skipar þó fyrsta sætið á listanum.
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
Árin 2012-2017 tók Gunnar þátt í Jungfrau-maraþonhlaupinu sem er fjallamaraþon í svissnesku Ölpunum. Hækkunin
þar er 1.800 metrar, upp í 2.300 metra, og þá kom sér vel að hafa stundað CrossFit um nokkurra ára skeið.
Gunnar tók fram handboltaskóna
árið 2015, þá 49 ára gamall.
Gunnar Beinteinsson, ásamt eiginkonu sinni Þuríði Eddu Gunnarsdóttur, á
CrossFit-æfingu. Þuríður er auk þess CrossFit-þjálfari hjá CrossFit Zug.
Jólablað Fréttablaðsins
Kemur út þriðjudaginn 27. nóvember.
Viltu þú auglýsa í mest lesna
jólablaði landsins?
Hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins.
sími 550 5077 – serblod@frettabladid.is
Skemmtilegt blað sem kemur inn á allar hliðar jólaundirbúningsins.
Uppflettirit sem lesendur leita í aftur og aftur.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt auk blað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . N Óv E m B E R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R
2
0
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
6
F
-1
7
F
4
2
1
6
F
-1
6
B
8
2
1
6
F
-1
5
7
C
2
1
6
F
-1
4
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
3
2
s
_
1
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K