Fréttablaðið - 20.11.2018, Side 25

Fréttablaðið - 20.11.2018, Side 25
Hvað? Hvenær? Hvar? Þriðjudagur hvar@frettabladid.is 20. nóvember 2018 Tónlist Hvað? Kvartett Söru Mjallar á Kexi Hvenær? 20.30 Hvar? Kex hostel, Skúlagötu Á næsta Jazzkvöldi Kex Hostels, þriðjudaginn 20. nóvember, kemur fram kvartett píanóleikar- ans Söru Magnúsdóttur. Kvartett- inn skipa, auk hennar, þeir Óskar Guðjónsson á saxófón, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Þema tón- leikanna verður skandinavískur djass og mun kvartettinn spila lög sem öll eiga uppruna sinn í Skandinavíu, bæði þjóðlög í djass- búningi en einnig nýrri tónlist eftir djasstónlistarmenn eins og Es björn Svenson, Hanna Paulsberg og aðra. Einnig mun kvartettinn flytja nokkur lög eftir Söru. Hvað? DJ Daddy Issues Hvenær? 19.30 Hvar? Iðnó DJ Daddy Issues spilar í Iðnó. Hvað? R6013: xGaddavírx, Snowed In, Skerðing Hvenær? 18.00 Hvar? Ingólfsstræti 20 Tónleikar í R6013. Opið öllum ald- urshópum. Framlög eru frjáls en vel þegin. Dýraafurðalaus matur í boði. Viðburðir Hvað? Bókakvöld á Kaffi Laugalæk Hvenær? 20.00 Hvar? Kaffi Laugalækur, Laugarnes- vegi Fram koma rithöfundar sem lesa úr nýútgefnum bókum sínum: Anna Ragna Fossberg, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Guðmundur Stein- grímsson og Þórður Snær Júlíus- son. Hvað? Bókasúpa 2018 Hvenær? 18.00 Hvar? Landakotsskóla Þeir höfundar sem munu kynna bækur verða: Sigrún Eldjárn sem kynnir nýjustu bók sína Silfur- lykilinn, fyrstu bókina í nýjum þríleik. Bergrún Íris Sævarsdóttir kynnir nýjustu bók sína Langelstur í leynifélaginu, sjálfstætt framhald bókarinnar Langelstur í bekknum, sem kom út í fyrra. Guðni Kol- beinsson, þýðandi hinna stór- skemmtilegu og vinsælu bóka Davids Walliams, les úr nýjustu bók hans, Miðnæturgenginu. Villi vísindamaður, frábær að vanda, kynnir nýjustu vísindabókina sína, þá fimmtu í röðinni og mun sýna nokkrar skemmtilegar tilraunir. Gestum gefst tækifæri til að kaupa bækur höfunda á tilboðsverði á staðnum, bæði nýju bækurnar sem verið er að kynna ásamt fyrri bókum. Hvað? Ritgerð mín um sársaukann Hvenær? 17.00 Hvar? Gröndalshús, Fischersundi Ástarsaga um fölar minningar, um kynslóðir sem bugast og neyðast til að játa uppgjöf sína, harmleikur sem ekki verður færður í orð. Sársauki sem er rýtingur í hjarta okkar allra. En þessi ritgerð er líka ein lítil, græn rós. Fögnum útgáfu skáldsögunnar Ritgerð mín um sársaukann eftir Eirík Guðmunds- son í Gröndalshúsi á þriðjudaginn klukkan fimm. Hvað? Minningardagur trans fólks Hvenær? 17.00 Hvar? Samtökin ´78, Suðurgötu Á hverju ári er minningardagur trans fólks haldinn hátíðlegur um heim allan, en á þeim degi minn- umst við þess trans fólks sem hefur verið myrt fyrir að vera trans. Trans Ísland býður vinum, vanda- mönnum og meðlimum í athöfn í húsnæði Samtakanna '78 þar sem við munum koma saman og minnast þeirra sem fallið hafa frá Eiríkur Guðmundsson fagnar útgáfu skáldsögu sinnar Ritgerð mín um sársaukann í Gröndalshúsi í Fischersundi í kvöld. FRéttablaðið/DaníEl Guðrún Eva Mínervudóttir og fleiri höfundar lesa upp á rithöfundakvöldi bókasafns Seltjarnarness. FRéttablaðið/ERniR um leið og við stöndum við bakið á hvert öðru. Þau sem vilja koma fram með ræðu, ljóð, tónlistarat- riði eða annað í tilefni dagsins mega endilega hafa samband á Facebook-síðu okkar. Hvað? Tæknikaffi | Gerðu þitt eigið hlaðvarp Hvenær? 17.30 Hvar? Borgarbókasafnið Grófinni Hefur þú eitthvað að segja sem þú vilt deila með umheiminum? Gerðu þá þinn eigin hlaðvarps- þátt! Í fyrsta Tæknikaffi Borgar- bókasafnsins fara tækniséníin okkar, þeir Ingi Þórisson hljóð- maður og Björn Unnar Valsson vefstjóri, yfir öll helstu tæknilegu atriðin sem þarf að huga að áður en hlaðvarpsþáttur er tekinn upp og settur á netið. Hvað? Loftslagsbreytingar og hafið Hvenær? 16.00 Hvar? Nauthólsvík Dr. Hrönn Egilsdóttir kynnir hvaða áhrif loftslagsbreytingar munu hafa á hafið og lífríki þess. Rannsóknir Hrannar hafa m.a. beinst að þeirri ógn sem kalk- myndandi lífverum stafar af þeim umhverfisbreytingum sem eru að verða í hafinu vegna stórtækrar losunar mannkyns á koldíoxíði (CO₂), sem leiðir síðan til súrnunar sjávarins og lækkunar á kalk- mettun í sjó. Erindið er hluti af umhverfisfræðslu í tengslum við Bláfánavottun Ylstrandarinnar í Nauthólsvík. Það er haldið í Siglu- nesi í Nauthólsvík. Öll velkomin. Hvað? FFF – Fashion Film Festival 2018 Hvenær? 20.00 Hvar? Bíó Paradís, Hverfisgötu Á hátíðinni Fashion Film Festival eru sýndar tískumiðaðar heim- ildarmyndir. Haldnir verða við- burðir með sýningum og með því stefnt að því að auðga fagsamhengi tísku hérlendis og gefa nemendum í faginu tækifæri til að koma sér á framfæri og hitta aðra innan fagsins. Hvað? Rithöfundakvöld í Bókasafni Seltjarnarness Hvenær? 20.00 Hvar? Bókasafn Seltjarnarness Höfundakvöldið er einn af okkar stærstu viðburðum haustsins. Lilja Sigurðardóttir með nýja bók sína Svik. Sigursteinn Másson með ævisögu sína Geðveikt með köflum. Gerður Kristný með ljóðabók sína Sálumessu og Guð- rún Eva Mínervudóttir með skáld- söguna Ástin, Texas – sögur. Lof mér að falla (eng sub) ................ 17:30 Litla Moskva (icelandic - no sub) .. 18:00 Hinn seki // The Guilty (eng sub) ... 18:00 Kalt stríð // Cold War (eng sub) .... 20:00 Mæri // Border (ice sub) .................... 20:00 Fashion Film Festival 2018 - OPNUN FFF: We Margiela (eng sub) 20:00 Hinn seki // Den skyldige (ice sub) 22:00 Blindspotting (ice sub) ........................ 22:00 Juliusz (polish with english sub) ..... 22:00 HARK KVIKMYNDAGERÐ KYNNIR: HEIMILDARMYND EFTIR grím hákonarson LITLA MOSKVA LEIKSTJÓRI/HÖFUNDUR: GrÍmur HÁkonarson FRAMLEIÐANDI: GrÍmur HÁkonarson, Hark Films MEÐFRAMLEIÐANDI Á ÍSLANDI: GrÍmar JÓnsson, Netop Films MEÐFRAMLEIÐANDI Í SLÓVAKÍU: Ivan Ostrochovský, Punkchart Films MEÐFRAMLEIÐANDI Í TÉKKLANDI: Albert Malinovský & Martin Šmok, ŠkolFilm KVIKMYNDATAKA: MargrÉt Seema Takyar, TÓmas TÓmasson KLIPPING: Janus Bragi Jakobsson TÓNLIST: Valgeir Sigurðsson HLJÓÐVINNSLA: Huldar Freyr Arnarson FRAM KOMA: GuÐmundur Sigurjónsson, Stella SteinÞÓrsdÓttir, Ingibjörg ÞÓrÐardÓttir, Kristinn V. Jóhannsson, Smári Geirsson, Guðmundur Bjarnason OG HÁkon Hildibrand SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNA NESKAUPSTAÐ Eftir langa valdatíð sósíalista í Neskaupsstað standa bæjarbúar frammi fyrir breyttum Veruleika. HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS Varmadælur & loftkæling Verð frá aðeins kr. 155.000 m.vsk Midea MOB12 Max 4,92 kW 2,19 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,44) f. íbúð ca 60m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Suðurhöfn og Fornubúðir 5 Kynningarfundur - skipulagsbreyting Fundur haldinn mmtudaginn 22. nóvember næstkomandi kl. 17:00 – 18:30, Norðurhellu 2. Kynning á breytingu er varðar greinargerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 og tekur til landnotkunar- flokks og deiliskipulags Suðurhafnar vegna lóðarinnar að Fornubúðum 5. Nánar á hafnar…ordur.is 585 5500 HAFNARFJARÐARBÆR hafnarfjordur.is m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 17Þ R i ð J U D A g U R 2 0 . n ó V e m B e R 2 0 1 8 2 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 F -0 9 2 4 2 1 6 F -0 7 E 8 2 1 6 F -0 6 A C 2 1 6 F -0 5 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s _ 1 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.