Fréttablaðið - 20.11.2018, Blaðsíða 32
Dreifing dreifing@postdreifing.is
Ef blaðið berst ekki 800 1177
Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 550 5000
Ritstjórn 550 5070 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild 550 5050 auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja
mest lesna dagblað landsins.
ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF
FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ.
Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu.
Jóns Sigurðar
Eyjólfssonar
BAkþAnkAR
19. til 25. nóv.
Allir 12 tommu bátar af
matseðli og miðstærð af gosi á
Stjörnudagar
1099kr.
Árið 2015 gerðust þau óvæntu tíðindi að Manuela Carmena var kosin borgar-
stýra í Madríd. Hún þótti ekki
beint borgarstýruleg þegar hún
hélt til vinnu í neðanjarðarlest þar
sem hún las bók eftir Jón Gnarr.
Síðan hún komst til valda hafa
menn og konur úr Lýðflokknum
leitað logandi ljósi að einhverri
óhæfu úr lífsleið hennar sem nota
mætti til að þyrla upp gjörninga-
veðri. Ekki hefur þeim orðið
kápan úr klæðinu nema hvað
að sumir urðu alveg æfir yfir því
að hún væri hætt að taka neðan-
jarðarlestina. Reyndar hefur ekki
gengið vel að núa einhverri óhæfu
um nasir nýju stjórnmálamann-
anna sem vilja skera upp herör
gegn spillingunni.
En hvað hafa þeir verið að
aðhafast sem velta við hverjum
steini til að finna einhver ósköp
úr ævi Carmenu og félaga? Jú, þeir
höfðu Madríd á sínu valdi og seldu
þá félagsíbúðir á slikk sem hræ-
gammasjóðir hafa nú margfaldað í
verði, þeir seldu vopn til Sádi-
Arabíu, hringdu í dómara til að fá
hann til að finna skít á mótherja
sína og það væri síðan of langt
mál að fara yfir alla þá spillingu
sem þeir voru að dunda sér við og
hefur nú kostað ófáa frelsið.
Carmena hefði örugglega gaman
af sögunni um það hvað sumir
eru ákafir í að finna for í fari Jóns
Gnarr. Meira að segja svo að þeir
pönkuðust yfir álplötu líkt og
Panamasjóður væri. En kannski
er þetta engin gamansaga heldur
áminning um það að sú iðja að
rýna í allar mögulegar reglur í
þeirri von að einhver rekist þar
illilega á getur verið óheilsusam-
leg. Og það að kannski er ekki til
meira flekkleysi en einmitt það að
velta sér ekki upp úr forinni.
Að pönkast
á álplötu
2
0
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
6
F
-0
9
2
4
2
1
6
F
-0
7
E
8
2
1
6
F
-0
6
A
C
2
1
6
F
-0
5
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
3
2
s
_
1
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K