Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.11.2018, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 22.11.2018, Blaðsíða 14
14 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg. Nýtt líf segja þeir sem byrja að hreyfa sig reglulega. Það er aldrei of seint að byrja. Í Sandgerði er hópur eldri borgara sem hittist nokkrum sinnum í viku og hreyfir sig saman, karlarnir mæta í einhverja tíma en konur í þá alla. Sumir hafa svo gaman af þessari heilsurækt og mæta í alla tímana á meðan aðrir velja það sem hentar þeim. Boðið er upp á stafgöngu utandyra, rólega leikfimi með teygjuæfingum innan- dyra, stóla-Zumba og einnig æfingar með lóð í tækjasal íþróttahússins. Það er ekki síður þetta félagslega sem rekur fólk út úr húsi, það er svo gaman að hitta annað fólk. Frábært framtak bæjaryfirvalda Regluleg hreyfing hægir á öldrun og getur haft góð áhrif á bæði and- lega og líkamlega líðan á efri árum. Bæjaryfirvöld nýs sameinaðs sveitar- félags styðja við heilsueflingu íbúa bæjarins. Það er frítt í sund fyrir alla aldurshópa, þá sem eru skráðir með lögheimili í Garði og Sandgerði. Frítt í leikfimi fyrir eldri borgara einnig í íþróttamiðstöðvum bæjarins. Björgvin Jensson, 72 ára: „Ég geng með félögum mínum fimm daga vikunnar og tek aukalega á því miðvikudagsmorgna eftir gönguna með þeim. Við erum að ganga svona sjö til átta kílómetra hvern dag. Hingað kem ég svo til að lyfta lóðum, maður er að fara í þessi tæki. Ég finn mikinn mun á sjálfum mér eftir að ég byrjaði í þessu reglulega. Þegar ég var ennþá að vinna þá hreyfði ég mig um helgar en núna hreyfi ég mig alla daga. Já ég er orðinn háður þessu og finnst þetta mjög gott, líður vel. RAGNHEIÐUR ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR, ÞJÁLFARI HÓPSINS, 69 ÁRA: „Ég byrjaði hérna fyrst með staf- göngu árið 2014, var beðin að koma hingað fyrst í heilsuviku með fyrirlestur og ræða um þriðja æviskeiðið sem byrjar þegar við hættum að vinna. Hvað ætlarðu að gera við tímann þinn? Hvern- ig viltu nýta allan þennan tíma? Fólkið sem mætti á fyrirlesturinn vildi prófa stafgöngurnar áfram og svona þróaðist þetta heilsu- eflandi starf. Nú hefur þetta verið í boði í Miðhúsum í nokkur ár. Fólkið vildi halda áfram að hreyfa sig. Ég hef farið á námskeið til þess að styðja mig sem leið- beinanda. Bæjaryfirvöld styrkja þetta starf eldri borgara svo allir eldri borgarar bæjarins Garðs og Sandgerðis, geti mætt ókeypis. Ég starfa eingöngu við þetta í dag en var áður grunnskólakennari. Bara svo gaman að vinna við að efla fólkið. Þegar við hættum að vinna þurfum við að ákveða hvernig við viljum verja tíma okkar. Ætlum við að vera í náttfötunum fram að hádegi eða mæta í morgun- hreyfingu og hressa okkur við? Að koma saman, hreyfa okkur, mýkja okkur og styrkja. Mér finnst dá- samlegt að finna kraftinn í þessu fólki sem er ennþá að lifa lífinu lifandi. Þú hættir ekkert að lifa þegar þú ert komin á eftirlaun. Karlarnir sem mæta hafa sumir aldrei prófað að teygja vöðvana og verða svo ánægðir þegar þeir finna hvað það gerir þeim gott. Já það eru allir velkomnir með okkur, bara mæta.“ Þau búa í heilsueflandi bæ Mar ta Eiríksdóttir marta@vf.is VIÐTAL Hrefna Magnúsdóttir, 71 árs: „Ég byrjaði í hópnum í fyrra og líkar mjög vel. Það var tekið hlýlega á móti mér, allir eru velkomnir. Aldrei of seint að byrja. Ég hef alla ævi verið að hreyfa mig eitthvað en langaði í félags- skap sem væri að hreyfa sig saman eftir að ég hætti að vinna. Það breytist svo margt þegar maður hættir að vinna. Mér finnst gott að finna hvað ég styrkist í skrokknum við þessar æfingar. Skilar sér einnig andlega.“ Lilja Karlsdóttir, 70 ára: „Ég er í Zumba á mánudögum, staf- göngu á þriðjudögum og fimmtu- dögum og lyfti lóðum á miðviku- dögum. Um helgar fer ég í sund eða út að ganga, eða bæði. Svo hvíli ég mig einnig. Það breytir svo miklu að taka þátt. Vellíðan og miklu betri heilsa. Við erum líka með svo góðan þjálfara hana Ragnheiði Ástu sem er svo ofboðslega dugleg. Þetta er bara svo skemmtilegur félagsskapur líka. Svo gaman að hittast og stundum höfum við gert eitthvað annað saman, farið eitthvert saman.“ Sigurlína Sveinsdóttir, 71 árs: „Ég var að ganga með hópnum, fór í mjaðmaaðgerð og fékk nýjan lið og er að bíða með hinn, er á biðlista. Ég var hjá sjúkraþjálfara eftir aðgerð en svo var það búið og þá kom ég hingað. Mér finnst mjög gott að koma og vera með hópnum og æfa saman. Það er ekki spurning að allir eigi að hreyfa sig reglulega. Þetta hefur hjálpað mér mjög mikið. Líka svo góður félags- skapur. Ég var lengi að fara af stað, að byrja en svo var tekið mjög vel á móti mér þegar ég mætti.“ Kristín Kristjánsdóttir, 76 ára: „Ég er nýbyrjuð með hópnum, er búin að mæta fjórum sinnum. Ég finn mikinn mun hvað ég er hressari strax og andlega líka. Ég er búin að prófa Zumba og leikfimi með teygjum og svo þetta hér að lyfta lóðum í rækt- inni. Ég er ekki með í stafgöngunni því ég er að byggja mig upp en hnéð og mjaðmir eru ekki ennþá alveg tilbúin í göngur en ég er að stefna í gönguhópinn þegar ég verð tilbúin. Þjálfarinn okkar hún Ragnheiður Ásta er frábær og hugar svo vel að manni, mér líður eins og ég sé í einkaþjálfun hjá henni.“ Kolbrún Leifsdóttir, 69 ára: „Ég byrjaði 66 ára í hópnum. Alltaf þegar ég er búin að æfa þá er ég svo miklu orkumeiri og svo ofboðslega ánægð, ég endurnærist á sál og lík- ama. Viltu láta það koma fram að við erum ótrúlega þakklát bæjaryfir- völdum fyrir að hugsa svona vel um okkur. Það er svo frábært hvað bærinn gerir til þess að efla heilsu bæjarbúa. Stundum hef ég verið köflótt í mæt- ingu. Maður er stundum að ammast eða upptekin við eitthvað annað. Þetta á að vera gaman en ekki kvöð, þess vegna mæti ég eins oft og ég get og langar til að hreyfa mig. Þetta er ekki síður félagslegt, það er svo gaman að hitta fólkið í hópnum. Ég mæti í göngur, leikfimina og teygjur hjá Ragnheiði Ástu. Við viljum bara eiga hana, hún er svo frábær.” Fanney Ingibjörg Sæbjörnsdóttir, 95 ára: „Ég fer í teygjuæfingarnar tvisvar í„viku í Miðhúsum því mér finnst það gera mér gott. Ég mæti yfirleitt í þessa tíma þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 10:30. Ég reyni svo sjálf að teygja mig heima og beygja mig. Leikfimin er góð og svo er félagsskapurinn frábær. Hefur svo mikið að segja að hitta fólk.“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.