Víkurfréttir - 22.11.2018, Blaðsíða 17
17MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
www.dattacalabs.com
contact@dattacalabs.com
Til að lágmarka
kostnað fólum við
Dattaca Labs hlutverk
persónuverndarfulltrúa.
Ég mæli hiklaust með
þjónustu þeirra.
Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar
Einföld og örugg
þjónusta á verði
sem kemur á óvart
Dattaca Labs hefur aðstoðað
tugi sveitarfélaga, stofnana og
fyrirtækja við innleiðingu á nýju
persónuverndarlögunum.
Listakonan Sossa fékk Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar,
fyrir árið 2018. Afhending verðlaunanna fór fram við hátíðlega athöfn í
Duus Safnahúsum sl. föstudag. Verðlaunin eru veitt þeim sem stutt hafa vel við
menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og annað sinn sem Súlan
var afhent. Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabetu Ásberg.
Sossa Björnsdóttir er fædd 9. febrúar
árið 1954 og uppalin í Keflavík. Hún
lærði myndlist í Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands, fór í framhaldsnám
í listaháskóla í Kaupmannahöfn og
lauk svo mastersgráðu við lista-
háskóla í Boston árið 1993. Hún
hefur í áraraðir unnið við list sína
og haldið sýningar víða um heim,
s.s. í Danmörku, Bandaríkjunum,
Portúgal og Kína. Sossa hefur
lengi verið öflug í menningarlífi
Reykjanesbæjar og leyft bæjar-
búum að njóta með margvíslegum
hætti. Hún hefur sýnt í Listasafni
Reykjanesbæjar, bæði ein og með
öðrum, hún hefur haldið sýningar
á vinnustofu sinni tvisvar á hverju
ári, á Ljósanótt og fyrir jólin, og
einnig tekið þátt í alls kyns menn-
ingarverkefnum í bæjarfélaginu, m.a.
tónleikaröðinni Heimatónleikar og
List án landamæra. Hún hefur kennt
myndlist í skólum og á opinberum
námskeiðum og tekið nemendur
til sín á vinnustofuna og það oft án
greiðslu. Hún hefur einnig tekið á
móti fjölda hópa á vinnustofuna, sýnt
verkin og sagt frá starfi sínu. Sossa
hefur hlotið ýmsar viðurkenningar
fyrir list sína, m.a. var hún útnefnd
sem Listamaður Reykjanesbæjar árið
1997 og hún fékk Fullbright-styrk
til að vinna við og kenna myndlist í
Seattle árið 2013. Verk eftir hana má
sjá í flestum opinberum byggingum
og fjölda heimila í bæjarfélaginu.
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan
Már Kjartansson, afhenti Sossu verð-
launin og sagði við það tilefni: „Sossa
er fyrsta flokks listamaður
sem Reykjanesbær getur
verið stoltur af. Aldrei
verður metið að fullu
hve mikilvægt það er
fyrir hvert bæjarfélag að
hafa svona lifandi lista-
mann innan sinna vébanda.
Bæjarstjórn og menningarráð
vilja þakka henni fyrir áralanga
vinnu og stuðning við menningarlíf
bæjarins og hlýtur hún Súluna, menn-
ingarverðlaun Reykjanesbæjar, fyrir
árið 2018.“
Við sama tækifæri var styrktar- og
stuðningsaðilum Ljósanætur, menn-
ingar- og fjölskylduhátíðar Reykja-
nesbæjar, sem nú var haldin í nítjánda
sinn, þakkaður stuðningurinn. Fram
kom í máli Kjartans Más að bæjarbúar
sjálfir yrðu virkari í viðburðahaldinu
með hverju árinu sem liði og þeirra
framlag, ásamt fjárhagslegum stuðn-
ingi, gerði það að verkum að Ljósa-
nótt væri í hópi helstu menningarhá-
tíða landsins. Helstu styrktaraðilar
Ljósanætur í ár, bæði fjárhagslegir
og þeir sem studdu við hátíðina með
öðru móti, voru 95 og þeir stærstu
voru Isavia, Landsbankinn, Lagar-
dére, Toyota Reykjanesbær, Securitas,
Nettó og Skólamatur og voru þeim
öllum færðar bestu þakkir.