Víkurfréttir - 22.11.2018, Side 18
18 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
Tímabundið leyfi til sölu skotelda í smásölu
og leyfi til skoteldasýninga
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu og leyfis til
skoteldasýninga frá og með 28. desember 2018 til og með 6. janúar 2019.
Þeir aðilar sem hyggjast sækja um leyfi fyrir sölu skotelda í smásölu í Reykjanesbæ,
Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum fyrir og eftir áramót 2018-2019, ber að sækja um
slíkt leyfi til lögreglustjórans á Suðurnesjum í síðasta lagi föstudaginn 30. nóvember
2018 fyrir kl. 15:00.
Hægt er að nálgast umsóknirnar á logreglan.is og á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ að
Hringbraut 130. Einnig á lögreglustöðinni í Grindavík, Víkurbraut 25. Leyfi eru veitt að
fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda.
Athugið:
• Umsóknaraðilar skila inn umsókn fyrir 30. nóvember 2018,
í þjónustuver lögreglu að Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ.
• Fylgigögn umsókna skulu berast slökkviliði viðkomandi sveitarfélags.
• Umsóknir um sölustaði sem berast eftir 30. nóvember 2018
verða ekki teknar til afgreiðslu.
• Umsóknaraðilar skulu vera komnir með leyfin í hendur
föstudaginn 21. desember 2018.
• Óheimilt er að hefja sölu, nema söluaðilar hafi í höndum
leyfisbréf frá lögreglu.
• Söluaðilar sæki leyfisbréf á lögreglustöðina við Hringbraut
föstudaginn 21. desember 2018, kl. 09:00.
Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi:
1. Leyfi eru aðeins veitt fyrir sölu skotelda að fyrir liggi umsögn viðkomandi slökkviliðs
til aðstöðu og sölu skotelda, pökkunar- og geymslustaði. Einnig liggi fyrir leyfi
lóðareiganda, húseiganda eða húsfélags ef umsækjandi er ekki umráðamaður lóðar
eða húsnæðis þar sem sala á að fara fram og staðfesting tryggingafélags vegna sölu,
geymslu og notkun skotelda.
2. Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið að ganga frá slíkum
sölustöðum fyrir kl. 16:00, föstudaginn 14. desember 2018 svo lokaúttekt geti farið
fram á aðstöðu og öryggisþáttum. Sölustaðir skulu vera minnst 25 fermetrar og
búnir samkvæmt kröfum slökkviliðs viðkomandi sveitarfélags.
Tilgreina þarf ábyrgðarmann fyrir sölustað, sem hefur sérþekkingu á skoteldum og
hefur náð 18 ára aldri.
Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að sala og meðferð skotelda er einungis heimil á
tímabilinu frá og með 28. desember 2018 til og með 6. janúar 2019.
Gjald fyrir sölustað er kr. 5.000, skoteldasýningar er kr. 8.300
og greiðist við innlögn umsóknar hjá lögreglu.
Athugið: Kynningarfundur með væntanlegum umsækjendum verður haldinn þriðju-
daginn 27. nóvember 2018, kl. 18:00 í húsakynnum Brunavarna Suðurnesja að
Hringbraut 125, Reykjanesbæ.
Reykjanesbær 20. nóvember 2018.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum.
Veitingastaðurinn Moss á Retreat, í Bláa lóninu, er á lista ferðavefsins
Lonely Planet yfir bestu nýju matarupplifunina fyrir ferðamenn árið 2019.
Í umfjöllun Lonely Planet segir að
Bláa Lónið sé nú þegar vinsæll staður
meðal ferðamanna sem sækist eftir
því að baða sig upp úr heitu lóninu
en nú hafi annar heitur reitur fyrir
matarunnendur bæst við á svæðinu
með opnun veitingastaðarins Moss,
inn af nýja Retreat-hótelinu.
Frá opnun staðarins í apríl hafi verið
boðið upp á hefðbundinn íslenskan
mat og mælir Lonely Planet með því
að fólk splæsi á sig sjö rétta smakk-
matseðlinum á tíu sæta borði mat-
reiðslumeistarans, með einstöku út-
sýni yfir hraunið og víni úr einstökum
hraunkjallaranum, sem hafði verið í
frosti síðan 1226.
Í umfjöllun Lonely Planet segir að
matarferðamennska verði vinsælli
með hverju árinu þar sem fólk leiti
uppi hverja matarupplifunina á fætur
annarri á spennandi stöðum. Á lista
Lonely Planet yfir bestu nýju matar-
upplifunina eru staðir út um allan
heim, þar á meðal í Ástralíu, Perú,
Tælandi sem og veitingastaðurinn
Noma í Kaupmannahöfn, sem hefur
opnað aftur eftir endurbætur, en hann
hefur verið álitinn einn besti veitinga-
staður heims.
Moss í Bláa lóninu á lista
Lonely Planet yfir bestu
nýju matarupplifunina
Sex bónorð á dag í Bláa lóninu
– Huffington Post í heimsókn á Reykjanesi
Reykjanesið er sérstaklega tekið
fyrir í nýrri grein sem birtist á
vef fjölmiðlarisans Huffington
Post. Í greininni, sem Markaðs-
stofa Reykjaness vekur athygli á,
er spjallað við Suðurnesjamanninn
Atla Sigurð Kristjánsson, markaðs-
stjóra Bláa lónsins, auk þess sem
forsetafrúin Eliza Reid ræðir um
sundlaugamenningu Íslendinga.
Að sögn Atla má gera ráð fyrir um
sex bónorðum á dag í Bláa lóninu,
en þessi perla Reykjaness er fyrir
löngu orðin heimsfrægur áningar-
staður.
„Ef þig langar að fá kraft náttúr-
unnar beint í æð þá er tilvalið að fara
í útsýnisferð um Reykjanesið, sem
er í bakgarði Keflavíkurflugvallar,“
segir í grein Huffington post.
Þar segir einnig að svæðið sé
UNESCO Geopark og því suðupottur
jarðhita og jarðfræði, auk þess sem
finna má þar svartar strendur og
frekari fegurð.
Hvatt er til þess að heimsækja Brúna
milli heimsálfa þar sem hægt er
standa milli Evrópu- og Ameríkuf-
lekanna. Greinarhöfundur heimsótti
einnig Gunnuhver og Reykjanes-
vita. Steinsnar frá er svo veitinga-
staðurinn Hjá Höllu í Grindavík,
sem höfundur gefur góð meðmæli.
Barði í Bang Gang
orðinn safngripur í Reykjanesbæ