Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.11.2018, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 22.11.2018, Blaðsíða 21
21MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg. Þær hafa stutt við ótalmörg verkefni í gegnum árin á Suðurnesjum og gera það af heilum hug. Jólakransarnir eru stærsta fjáröflun ársins hjá þeim Lionessum í Keflavík. Jólakransana hafa þær föndrað sjálfar undanfarin þrjátíu ár og er þeim ávallt vel tekið þegar þær byrja að heimsækja fyrirtæki og verslanir í nóvember og bjóða kransana til sölu. Margir einstaklingar vilja einnig eignast jólakransinn frá þeim til að hengja upp á vegg heima hjá sér, því hann er ekki bara girnilegur að sjá og gómsætur á bragðið, heldur er kransinn einnig fallegt jólaskraut. Hlakka alltaf til Lionessur er líknarfélag kvenna sem starfar í Keflavík. Konurnar eru á aldrinum frá fertugu og uppúr. Það eru alltaf að koma inn konur í klúbb- inn sem hafa áhuga á að leggja sig fram til góðra starfa í samfélaginu. Þær sem eru í fjáröflunarnefnd þetta árið eru þær Hulda Guðmundsdóttir, Magnúsína Guðmundsdóttir, Ásta Ein- arsdóttir og Áslaug Bergsteinsdóttir en allar félagskonur hjálpast samt að við kransagerðina og fjáröflun. „Ég hlakka alltaf til að byrja á jóla- kransinum og hitta Lionessu-vin- konur mínar. Það er svo skemmtilegt að koma saman og föndra kransana. Ég myndi ekki tíma því að sleppa þess- ari samveru og fara til útlanda. Þetta gengur fyrir hjá mér, við erum að búa til kransana frá svona 20. október til 20. nóvember en við viljum helst vera búnar að selja alla kransana 1. desember svo við getum sjálfar farið að huga að jólunum heima hjá okkur,“ segir Magga sem hefur starfað lengi með Lionessum. „Já, ég segi það sama. Það er alltaf gaman á vinnufundum. Okkur hefur líka alltaf verið svo vel tekið af fyrir- Hingað fóru peningarnir síðast Þeir aðilar sem kaupa jólakrans hafa þá einnig stutt líknar- og verkefna- sjóð Lionessuklúbbs Keflavíkur og í leiðinni hjálpað þeim að styðja við eftirfarandi verkefni en Lionessur úthlutuðu eftirfarandi styrkjum úr sjóðunum á starfsárinu 2017–2018 eða alls 2.301.000 krónum. 1. Styrkur vegna veikinda og and- láts kr. 200.000 2. Rauði Kross Íslands kr. 250.000 3. Framkvæmdasjóður Heiðarbúa kr. 200.000 4. Velferðarsjóður Keflavíkurkirkju kr. 400.000 5. Styrkur til konu vegna veikinda kr. 200.000 6. Íþróttafélagið NES kr. 51.000 7. Styrkur til kaupa á skyndi- hjálpardúkkum kr. 600.000 8. Styrkur vegna hjólakaupa fatlaðs manns kr. 100.000 9. Orkesta Norden kr. 50.000 10. Krabbameinsfélag Suðurnesja kr. 200.000 tækjum og verslunum sem kaupa oft fleiri en einn sælgætiskrans því það tilheyrir jólunum að bjóða viðskipta- vinum, gestum og gangandi upp á smá nammi. Við vorum svolítið hræddar í hruninu en það gekk samt vel þá að selja jólakransinn og hefur gert undanfarin 30 ár. Við erum núna byrj- aðar að fara í fyrirtæki og vonumst til að fá sömu góðu móttökurnar og við höfum fengið í öll þessi ár,“ segir Hulda og brosir. VF-myndir: Marta Lionessur láta gott af sér leiða Fjáröflunarnefndin: Ásta Einarsdóttir, Áslaug Bergsteinsdóttir, Magnúsína Guðmundsdóttir og Hulda Guðmundsdóttir. VILTU VAXA MEÐ OKKUR? Sveitarfélagið Vogar er staðsett á Suðurnesjum, í u.þ.b. 20 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Stutt er í Reykjanesbæ og á Keflavíkur- flugvöll. Íbúar sveitarfélagsins eru nú um 1.300 talsins, og hefur fjölgað talsvert að undanförnu. Búist er við áframhaldandi vexti og mikilli uppbyggingu í sveitarfélaginu næstu árin, með tilheyrandi fjölgun íbúa. Nemendur í grunnskólanum eru um 175 talsins, og rúmlega 60 börn eru í leikskólanum. Áhersla er lögð á fjölbreytt og metnaðarfullt félagsstarf eldri borgara í samstarfi við félag eldri borgara í Vogum. Sveitarfélagið starfrækir einnig félags- miðstöð unglinga, þar sem börn og ungmenni finna ýmsa afþreyingu og tómstundastarf við sitt hæfi. Ungmennafélagið Þróttur rækir öflugt íþrótta- og ungmennastarf í sveitarfélaginu. Fjölmörg frjáls félagasamtök starfa í sveitarfélaginu, m.a. á vettvangi líknarmála, menningarmála og tómstunda. Sveitarfélagið skerpir nú áherslur í starfseminni, og leitar að traustum og öflugum liðsauka til að takast á við þau fjölmörgu og krefjandi verkefni sem framundan eru. Sveitarfélagið auglýsir nú laust til umsóknar ný störf menningarfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa Menningarfulltrúi Verksvið: Menningarfulltrúi hefur yfirumsjón með menningartengdri starfsemi á vegum sveitarfélagsins ásamt því að vinna að og framfylgja menningarstefnu sveitar- félagsins. Hann undirbýr, skipuleggur og sér um framkvæmd árlegra fjölskyldu- daga, í nánu samstarfi við starfandi félagasamtök í sveitarfélaginu. Menningar- fulltrúi veitir jafnframt félagsstarfi eldri borgara forstöðu, og er næsti yfirmaður starfsfólks félagsstarfsins. Hann ber ábyrgð á að starfsemi sem undir hann heyrir sé í samræmi við fjárhagsheimildir og innan samþykktrar fjárhagsáætlunar. Menningarfulltrúi annast samskipti við félagasamtök á vettvangi menningar- mála og er tengiliður við félögin á grundvelli samstarfssamninga við þau. Menningarfulltrúi er starfsmaður Frístunda- og menningarnefndar og kemur að undirbúningi mála í samstarfi við formann nefndarinnar ásamt íþrótta- og tóm- stundafulltrúa sveitarfélagsins. Menningarfulltrúi hefur starfsaðstöðu á bæjar- skrifstofu, auk þess sem hann hefur aðstöðu í Álfagerði þar sem félagsstarf eldri borgara hefur aðstöðu sína. Næsti yfirmaður er bæjarstjóri. Hæfniskröfur: • Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi. Menntun á sviði menningarstjórnunar er kostur. • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Áhersla á færni og lipurð í samskiptum. • Góð almennt tölvukunnátta og tölvufærni. Íþrótta- og tómstundafulltrúi Verksvið: Íþrótta- og tómstundafulltrúi veitir félagsmiðstöð unglinga forstöðu. Hann er næsti yfirmaður starfsfólks félagsmiðstöðvarinnar og ber ábyrgð á rekstur henn- ar sé í samræmi við fjárhagsheimildar og innan samþykktrar fjárhagsáætlunar. Íþrótta- og tómstundafulltrúi starfar jafnframt náið með stjórnendum grunn- skólans, um málefni ungmenna. Íþrótta- og tómstundafulltrúi annast samskipti við íþrótta- og æskulýðsfélög innan sveitarfélagsins og er tengiliður við félögin á grundvelli samstarfssamninga við þau. Íþrótta- og tómstundafulltrúi situr fundi Frístunda- og menningarnefndar og kemur að undirbúningi mála í samstarfi við formann nefndarinnar og menningarfulltrúa sveitarfélagsins (starfsmanns nefndarinnar). Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur starfsaðstöðu bæði í félags- miðstöð unglinga og í grunnskólanum. Næsti yfirmaður er bæjarstjóri. Hæfniskröfur: • Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi. Menntun á sviði tómstunda- og félagsmálafræða er kostur. • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Áhersla á færni og lipurð í samskiptum, ekki síst við börn og unglinga • Góð almennt tölvukunnátta og tölvufærni. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja. Um fullt starf er að ræða í báðum tilvikum. Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri, netfang asgeir@vogar.is Umsóknarfrestur er til 1. desember 2018. Umsóknum skal skilað á netfangið skrifstofa@vogar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað þegar gengið hefur verið frá ráðningu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.