Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2018, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2018, Blaðsíða 56
56 24. águst 2018FRÉTTIR Þann 5. nóvember 1993 söfn- uðust um 500 manns saman við Snæfellsjökul og biðu þar í kulda og éljagangi eftir að geim- verur létu sjá sig en þær höfðu boðað komu sína að jöklinum þetta kvöld. Boðin höfðu ver- ið send til fólks sem taldi sig næmt og var að sögn í beinu eða huglægu sambandi við vits- munaverur á öðrum plánetum utan sólkerfis okkar. Sem von var vakti þetta mikla spennu hjá sumum en aðrir voru síður ánægðir með þessa yfirvof- andi heimsókn. Einn þeirra var Snorri Óskarsson, sem var þá safnaðarhirðir hjá Betelsöfn- uðinum í Vestmannaeyjum, en hann sagði geimverurnar vera „útsendara djöfulsins“. Nákvæm tímasetning hafði verið gefin upp fyrir komu geimveranna og átti geimfar þeirra að lenda klukkan 21.07. Mikil spenna sveif yfir vötnum og andrúmsloftið var rafmagnað. Margir fréttamenn voru á staðn- um, þar á meðal frá CNN. Hótel Búðir hafði verið opnað sérstak- lega þessa helgi vegna þessarar heimsóknar. Hótelið var fullbók- að og boðið upp á geimvænan matseðil. Sigríður Gísladóttir hót- elstýra sagðist í samtali við DV vera mjög spennt. „Það liggur eitthvað í loft- inu,“ sagði hún og varpaði fram þeirri hugmynd að hugsanlega væri Snæfellsjökull geimskip sem myndi brjóta af sér ísinn og taka á loft er kvölda tæki. Á Hellnum beið fólk í upp- gerðu fjósi og reyndi að halda á sér hita en kalt var í veðri. Eftir því sem leið á kvöldið og klukkan þokaðist nær því að verða 21.07 jókst spennan. Sumir héldust í hendur og umluðu í kór til að sýna geimverunum að þar væri vin- veitt fólk á ferð. En allt kom fyrir ekki og geimverurnar létu ekki sjá sig en flestir viðstaddra létu það ekki skemma kvöldið alveg fyrir sér og skemmtu sér ágætlega og flugeldum var skotið á loft. Hugs- anlega ekki aðeins til að skemmta fólki heldur til að gefa rammvillt- um flugstjóra geimfarsins merki um hvar hann ætti að lenda. Aðr- ir voru síður ánægðir með þetta og kenndu fjölmiðlafári og mikl- um ljósagangi við jökulinn um að geimfarið kom ekki. Fjölmiðl- ar fjölluðu að vonum mikið um yfirvofandi heimsókn geimvera enda ekki á hverjum degi sem slíkir gestir heimsækja okkur Ís- lendinga eða jarðarbúa. Ef þær hefðu komið hefði það að sjálf- sögðu verið stærsta frétt ársins og líklega stærsta frétt aldarinn- ar ef ekki mannkynssögunnar því við mennirnir höfum jú frá örófi alda velt fyrir okkur hvort líf sé að finna utan jarðarinnar eða hvort við séum alein í alheiminum. Undirbúnings- og móttökunefnd Það var engin tilviljun að Snæ- fellsjökull átti að vera lendingar- staður gestanna því kunnugir segja að orkusvið jökulsins sé með eindæmum gott. Í frétt DV frá 6. nóvember 1993 er haft eft- ir Michael Dillon, aðalskipuleggj- anda móttökuathafnar sem átti að vera fyrir geimverurnar, að hann hafi átt samskipti við geim- verur og viti af tilvist þeirra. „Hvernig sem allt fer verður þetta heimssögulegur atburður sem minnst mun verða lengi og víða. Það er ekki útilokað að Snæ- fellsjökull og nágrenni verði fram- vegis samskiptastaður fyrir geim- verur og jarðarbúa,“ sagði Dillon. Lítið hefur þó orðið úr því svo vit- að sé en auðvitað getur verið að einhvers konar samskiptamið- stöð milli jarðarinnar og vits- munavera í öðrum sólkerfum sé rekin á leynilegum stað nærri Snæfellsjökli. Dillon virðist hafa verið þess fullviss að geimverurnar kæmu því hann sagðist hafa séð fimm undarleg ljós á himni aðfara- nótt föstudags og hafi þau vís- að hvert í sína áttina. Hann taldi útilokað okkur stafaði hætta af geimverunum og sagðist fullviss um að þær hefðu fylgst með jarðarbúum undanfarið. Eins og góðum gestgjöf- um sæmir var búið að undir- búa lendingu geimskipsins og var Skúli Alexandersson þing- maður í forsvari fyrir undir- búningsnefndina. DV hafði eft- ir honum að mikil eftirvænting ríkti á norðanverðu Snæfells- nesi. Hann taldi líklegt að geim- farið myndi lenda skammt frá Hellissandi. Björgunarsveitir og lögreglan höfðu undirbúið sig. GEIMVERUR BOÐUÐU KOMU SÍNA Á SNÆFELLSJÖKUL n Kom út úr skápnum með reynslu sína Kristjón Kormákur Guðjónsson Tómas Valgeirsson kristjon@dv.is/ tomas@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.