Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2018, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2018, Blaðsíða 38
38 24. ágúst 2018LÍFSSTÍLL - FERÐALÖG Kópavogsbraut 115 / 200 Kópavogur / s. 844 1145 Sólarfríi á Spáni breytt í ævintýraferð til Marokkó n Borgin er umkringd kannabisökrum n Friðsæll og rólegur bær sem er engum öðrum líkur S pænskar sólarstrendur voru vinsæll áfangastaður Íslendinga í sumar, líkt og undangengin ár. Sól, hiti og afslappað strandlíf heillar marga og ekki skemmir verðlagið fyrir en það er margfalt hagstæðara en hér heima. Ykkar einlægur var í þeim hópi að bregða sér til Spánar í sumar- leyfi sínu ásamt konu og börn- um. Í bænum Santa Pola, nærri Alicante, hefur stórfjölskylda kon- unnar haft aðgang að griðastað í áratugi og því höfum við alloft varið sumarleyfum okkar í þess- um skemmtilega bæ. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að ég þoli ekki að flatmaga á sólarströndum. Það hefur verið leyst með þeirri mála- miðlun að í slíkum fríum fæ ég að skipuleggja nokkurra daga ferð- ir í nærliggjandi borgir eða bæi til þess að upplifa nýja staði. Undanfarin ár höfum við heim- sótt Granada, Malaga, Sevilla, Val- encia og Barcelona svo einhverj- ar borgir séu nefndar. Í ár ákvað ég þó að ganga örlítið lengra og skipulagði nokkurra daga ferða- lag fyrir fjölskylduna, tvo fullorðna og tvö börn á aldrinum 5–7 ára, til bláu borgarinnar Chefchaouen í norðvesturhluta Marokkó. Óhætt er að mæla með heim- sókn á þessar slóð- ir og hér er stutt ferðasaga ásamt ýmsum hjálplegum ábendingum. Siglt til Marokkó Talsvert úrval af ferjuferðum frá Spáni til Marokkó er í boði. Til dæmis frá Malaga, Almer- ia, Algeciras, Motril, Tarifa og jafnvel Barcelona. Síðast- nefnda ferðin tek- ur þó rúman sólar- hring. Við ákváðum að sigla frá Algeciras en þaðan er afar stutt að sigla yfir til Marokkó, rúmur hálftími. Til samanburðar tekur siglingin frá Malaga um sjö klukkustundir. Eft- ir á að hyggja voru það smávægi- leg mistök en aðeins vegna þess að einhverra hluta vegna eru tafir afar tíðar á ferjunni frá Algeciras til hafnarinnar Tangier Med, sem er í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá Tangierborg. Þannig tók ferðin okkar rúma klukkustund. Gestgjafi okkar í Chefchaouen benti okkur á að það sama gild- ir ekki um ferjurnar frá Tarifa og munurinn er sá að ferjan siglir frá eldri höfn í sjálfri Tangierborg og því er það talsvert betri valkostur ef hugmyndin er að fara í dagsferð til Marokkó. Ef hugmyndin er að skoða Chefchaouen er aksturstím- inn nánast sá sami frá Tangierborg og Tangier Med. Baráttan um vegabréfsáritun Ferjuferðin yfir til Marokkó kost- aði fjögurra manna fjölskyldu rúmar 12 þúsund krónur, fram og til baka. Við ákváðum að skilja bíl- inn okkar eftir í okkar heimsálfu, aðallega af því að við höfðum les- ið að umferðin í Marokkó gæti ver- ið villt á köflum. Það reyndist vera rétt ákvörðun. Við fórum til að mynda aðeins í tvær langar leigu- bílaferðir í landinu og lentum bara í árekstri í 50% tilvika! Siglingin sjálf er þægileg en sér- staklega vegna þess að við höfðum séð þá ábendingu á spjallborði að mikilvægt væri að taka sér stöðu strax við skrifborð eitt í kaffiteríu ferjunnar til þess að fá vegabréfs- áritun til Marokkó. Heimamenn virtust líka þurfa að fara í röðina og fá einhvers konar stimpil á sér- stakt eyðublað. Við vorum síðust um borð en gengum rakleitt að ómerktu dúk- lögðu borði í kaffiteríunni sem var stúkað af með bankabönd- um. Konan mín, Kristín Erla, greip vegabréf fjölskyldunnar og tók sér stöðu við borðið á meðan ég reyndi að passa upp á farangur Bláa perlan Chefchaouen: Margt er forvitnilegt í Chefchaouen Hér má sjá útibú hjá bakara í bænum. Ævintýraborgin Chefchaouen Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.