Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2018, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2018, Page 38
38 24. ágúst 2018LÍFSSTÍLL - FERÐALÖG Kópavogsbraut 115 / 200 Kópavogur / s. 844 1145 Sólarfríi á Spáni breytt í ævintýraferð til Marokkó n Borgin er umkringd kannabisökrum n Friðsæll og rólegur bær sem er engum öðrum líkur S pænskar sólarstrendur voru vinsæll áfangastaður Íslendinga í sumar, líkt og undangengin ár. Sól, hiti og afslappað strandlíf heillar marga og ekki skemmir verðlagið fyrir en það er margfalt hagstæðara en hér heima. Ykkar einlægur var í þeim hópi að bregða sér til Spánar í sumar- leyfi sínu ásamt konu og börn- um. Í bænum Santa Pola, nærri Alicante, hefur stórfjölskylda kon- unnar haft aðgang að griðastað í áratugi og því höfum við alloft varið sumarleyfum okkar í þess- um skemmtilega bæ. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að ég þoli ekki að flatmaga á sólarströndum. Það hefur verið leyst með þeirri mála- miðlun að í slíkum fríum fæ ég að skipuleggja nokkurra daga ferð- ir í nærliggjandi borgir eða bæi til þess að upplifa nýja staði. Undanfarin ár höfum við heim- sótt Granada, Malaga, Sevilla, Val- encia og Barcelona svo einhverj- ar borgir séu nefndar. Í ár ákvað ég þó að ganga örlítið lengra og skipulagði nokkurra daga ferða- lag fyrir fjölskylduna, tvo fullorðna og tvö börn á aldrinum 5–7 ára, til bláu borgarinnar Chefchaouen í norðvesturhluta Marokkó. Óhætt er að mæla með heim- sókn á þessar slóð- ir og hér er stutt ferðasaga ásamt ýmsum hjálplegum ábendingum. Siglt til Marokkó Talsvert úrval af ferjuferðum frá Spáni til Marokkó er í boði. Til dæmis frá Malaga, Almer- ia, Algeciras, Motril, Tarifa og jafnvel Barcelona. Síðast- nefnda ferðin tek- ur þó rúman sólar- hring. Við ákváðum að sigla frá Algeciras en þaðan er afar stutt að sigla yfir til Marokkó, rúmur hálftími. Til samanburðar tekur siglingin frá Malaga um sjö klukkustundir. Eft- ir á að hyggja voru það smávægi- leg mistök en aðeins vegna þess að einhverra hluta vegna eru tafir afar tíðar á ferjunni frá Algeciras til hafnarinnar Tangier Med, sem er í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá Tangierborg. Þannig tók ferðin okkar rúma klukkustund. Gestgjafi okkar í Chefchaouen benti okkur á að það sama gild- ir ekki um ferjurnar frá Tarifa og munurinn er sá að ferjan siglir frá eldri höfn í sjálfri Tangierborg og því er það talsvert betri valkostur ef hugmyndin er að fara í dagsferð til Marokkó. Ef hugmyndin er að skoða Chefchaouen er aksturstím- inn nánast sá sami frá Tangierborg og Tangier Med. Baráttan um vegabréfsáritun Ferjuferðin yfir til Marokkó kost- aði fjögurra manna fjölskyldu rúmar 12 þúsund krónur, fram og til baka. Við ákváðum að skilja bíl- inn okkar eftir í okkar heimsálfu, aðallega af því að við höfðum les- ið að umferðin í Marokkó gæti ver- ið villt á köflum. Það reyndist vera rétt ákvörðun. Við fórum til að mynda aðeins í tvær langar leigu- bílaferðir í landinu og lentum bara í árekstri í 50% tilvika! Siglingin sjálf er þægileg en sér- staklega vegna þess að við höfðum séð þá ábendingu á spjallborði að mikilvægt væri að taka sér stöðu strax við skrifborð eitt í kaffiteríu ferjunnar til þess að fá vegabréfs- áritun til Marokkó. Heimamenn virtust líka þurfa að fara í röðina og fá einhvers konar stimpil á sér- stakt eyðublað. Við vorum síðust um borð en gengum rakleitt að ómerktu dúk- lögðu borði í kaffiteríunni sem var stúkað af með bankabönd- um. Konan mín, Kristín Erla, greip vegabréf fjölskyldunnar og tók sér stöðu við borðið á meðan ég reyndi að passa upp á farangur Bláa perlan Chefchaouen: Margt er forvitnilegt í Chefchaouen Hér má sjá útibú hjá bakara í bænum. Ævintýraborgin Chefchaouen Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.