Fréttablaðið - 05.12.2018, Síða 6
K R I N G L U N N I & S M Á R A L I N D
Falleg náttföt
í jólapakkann
Náttföt 1.790 kr
St. 80-110
1.990 kr
St. 116-152
Spánn Joaquim Forn og Josep Rull,
fyrrverandi ráðherrar katalónsku
héraðsstjórnarinnar, tilkynntu í gær
um að þeir tækju nú þátt í hungur-
verkfalli sem aðgerðasinninn Jordi
Sánchez og fyrrverandi ráðherrann
Jordi Turull boðuðu á laugardag.
Katalónski miðillinn El Nacional
greindi frá þessu í gær.
Fjórmenningarnir eru allir
vistaðir í Lledoners-fangelsinu
og hafa ýmist verið ákærðir fyrir
uppreisn gegn spænska ríkinu eða
uppreisnaráróður í tengslum við
gjörðir þeirra í kringum sjálfstæðis-
atkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu síð-
asta hausts.
Þeir halda allir fram sakleysi
sínu, kveðast pólitískir fangar. Þótt
langt sé liðið frá ákæru hefur engum
þeirra, né neinu hinna fimm sem
hafa verið fangelsuð, verið gert að
mæta fyrir dóm.
„Ég hef ákveðið að taka þátt í
hungurverkfallinu. Þetta er þaul-
hugsuð ákvörðun. Þegar stjórnvöld
reyna að láta þig afplána áður en
réttað er yfir þér, þegar þú hefur
enga aðra möguleika til að berjast
gegn þessu megna óréttlæti, þá
verðurðu að grípa til ráða sem þess-
ara,“ tístu bæði Forn og Rull.
Fjórmenningarnir bera það
einkum fyrir sig að stjórnlagadóm-
stóll hafi ítrekað frestað því að taka
mál þeirra fyrir. Það komi í veg fyrir
að ákærðu geti snúið sér til Mann-
réttindadómstóls Evrópu. Á vef-
síðu tileinkaðri hungurverkfallinu,
vagadefam.cat, mátti í gær sjá að á
þriðja hundrað þúsunda höfðu lýst
yfir stuðningi við verkfallið. – þea
Katalónskir aðskilnaðarsinnar í
hungurverkfalli í fangelsi
Karlmennirnir sjö úr hópi þeirra níu sem eru í fangelsi. Nordicphotos/AFp
SAMKEppnI Íslandspóstur (ÍSP)
ákvað að sameina rekstur dóttur-
félagsins ePósts og móðurfélagsins
án þess að leita fyrst álits eftirlits-
nefndar um framkvæmd sáttar
milli ÍSP og Samkeppniseftirlitsins
(SKE). Vinna við sameininguna
hófst án þess að samþykki SKE lægi
fyrir. Þetta kemur fram í gögnum
sem eftirlitsnefndin afhenti Félagi
atvinnurekenda (FA).
ePóstur var stofnaður í nóvember
2012 en starfsemi fyrirtækisins fólst
í þróun og vinnslu á sviði rafrænna
samskipta- og dreifingarlausna.
Rekstur fyrirtækisins hefur alla tíð
verið basl en það lenti undir í sam-
keppni við Greiðsluveituna, kerfi
sem gerir þátttakendum kleift að
birta ýmis gögn í netbanka, og vef-
inn Ísland.is. Síðarnefndi aðilinn er,
líkt og ePóstur, alfarið í eigu ríkisins.
Frá stofnun hefur rekstur félags-
ins gengið illa. Skömmu eftir stofn-
un lánaði ÍSP félaginu 247 milljónir
og aðrar 55 milljónir árið 2013. Tap
hefur verið á rekstri félagsins frá
stofnun ef undan er skilið árið í
fyrra en þá nýtti það sér frádráttar-
bært skattatap. Alls nemur tap þess
rúmlega 200 milljónum króna og
var eigið fé neikvætt um 198 millj-
ónir í fyrra.
Í febrúar í fyrra gerðu ÍSP og SKE
sátt með það að marki að bæta sam-
keppnisaðstæður á póstmarkaði. Í
sáttinni viðurkenndi ÍSP engin brot
og var ekki gerð sekt. Þriggja manna
eftirlitsnefnd var skipuð til að fylgja
sáttinni eftir.
Meðal þess sem fólst í sáttinni
var að ákveðin starfsemi skyldi
rekin í dótturfélögum og að lán til
dótturfélaga skyldu bera markaðs-
vexti. Vextir á láni ÍSP til ePósts hafa
verið nær engir. Hefðu þeir verið
reiknaðir í samræmi við sáttina væri
skuld ePósts við ÍSP í kringum 460
milljónir króna.
Enn fremur segir í sáttinni að ef
sú staða kemur upp að starfsemi
dótturfélags hafi ekki lengur sam-
keppnislega þýðingu geti ÍSP óskað
eftir áliti eftirlitsnefndarinnar á því
að færa rekstur þess inn í móður-
félagið. Samþykki SKE fyrir slíkri
sameiningu verði að liggja fyrir.
Skjöl sem ÍSP sendi eftirlitsnefnd-
inni bera hins vegar með sér að
þessum ákvæðum hafi ekki verið
fylgt.
Í svari Ingimundar Sigurpálsson-
ar, forstjóra ÍSP, til eftirlitsnefndar-
innar segir að ákvörðun um að sam-
eina ePóst og ÍSP hafi legið fyrir árið
2017. Ljóst er að sú ákvörðun hefur
þá verið tekin á síðari hluta ársins
því sagt var frá því í Markaðnum
18. október 2017 að engin ákvörðun
hefði verið tekin.
Umrætt svarbréf er dagsett 23.
október 2018 og segir þar að sam-
einingin sé langt á veg komin. Því
hafi „[ekki þótt] efni til að byrja á
því ári að reikna vexti á viðskipta-
stöðu félaganna“.
Í svarinu kemur einnig fram að
ePóstur bókaði síðast tekjur frá
öðrum aðila en ÍSP í júní 2017. Upp-
hæð þeirra var 8.905 krónur.
Svör Ingimundar koma ekki
heim og saman við bréf Helgu Sig-
ríðar Böðvarsdóttur, framkvæmda-
stjóra fjármálasviðs ÍSP, til eftirlits-
nefndarinnar en það bréf var sent
rúmri viku fyrr. Í bréfinu er óskað
eftir afstöðu eftirlitsnefndarinnar
til sameiningarinnar en á því stigi
var hún langt á veg komin. Þar segir
að ákvörðun um sameininguna
hafi verið tekin á stjórnarfundi ÍSP
25. júní 2018. Hvorki er getið um
það í bréfi Ingimundar né Helgu
hví ÍSP dró það í minnst fjóra mán-
uði að tilkynna eftirlitsnefndinni
um fyrirhugaðan samruna líkt og
kveðið er á um í sáttinni við SKE.
joli@frettabladid.is
Pósturinn hóf samruna
í trássi við samkomulag
Samruni Íslandspósts og dótturfélagsins ePósts var langt á veg kominn þegar
eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttar fyrirtækisins við Samkeppniseftirlitið var
tilkynnt um hann. Lán Póstsins til ePósts hefur enn ekki verið látið bera vexti.
Svör Ingimundar Sigur-
pálssonar, forstjóra Íslands-
pósts, koma ekki heim
og saman við bréf Helgu
Sigríðar Böðvarsdóttur,
framkvæmdastjóra fjár-
málasviðs fyrirtækisins, til
eftirlitsnefndar um sátt við
Samkeppniseftirlitið.
AKurEyrI Langvinnu sumarfríi
skíðaiðkanda er lokið eftir gríðar-
lega snjókomu síðustu daga á Norð-
urlandi. Skíðasvæðið í Böggvis-
staðafjalli við Dalvík var opnað í dag
og stefnt er að opnun í Hlíðarfjalli á
laugardagsmorgun.
Snjóframleiðsluvélarnar eru
keyrðar á fullum afköstum til að
gera aðstæður sem allra bestar á
Akureyri fyrir komandi helgi en
byssurnar framleiða um 630 þúsund
rúmmetra af snjó á hverri klukku-
stund. Kjöraðstæður fyrir vélarnar
eru um 10 stiga frost og því ættu
aðstæðurnar að verða mjög góðar
um næstu helgi
Guðmundur Karl Jónsson, for-
stöðumaður Hlíðarfjalls, segir mikil-
vægt að framleiða snjó til að bæta í
þann náttúrulega snjó sem fyrir er á
svæðinu. „Nú er bara verið að stand-
setja allt og gera allt klárt. Það er líka
kominn kippur í árskortasöluna hjá
okkur. Margir bíða eftir opnuninni,“
segir Guðmundur Karl.
Ekki var útlitið ákjósanlegt fyrir
skíðaiðkendur fyrir viku því þá
var afar lítið af snjó á Norðurlandi
eftir góða tíð í nóvember. Nú hins
vegar kætast áhugamenn um þessar
vetraríþróttir allsnarlega.
„Byssurnar hjá okkur eru að
afkasta nú um 633 þúsund rúm-
metrum á klukkutíma. Þær hafa
margsannað gildi sitt og lengja
tímabilið okkar töluvert,“ segir Guð-
mundur Karl. – sa
Skíðasvæðin á Norðurlandi að opna og
snjóframleiðsluvélarnar keyrðar á fullu
hjólin eru farin snúast aftur í hlíðar-
fjalli. FréttAblAðið/AuðuNN
Íslandspóstur átti að reka tiltekna þætti í dótturfélögum. FréttAblAðið/ErNir
5 . d E S E M b E r 2 0 1 8 M I Ð V I K u d A G u r6 f r é t t I r ∙ f r é t t A b L A Ð I Ð
0
5
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
A
2
-E
B
0
4
2
1
A
2
-E
9
C
8
2
1
A
2
-E
8
8
C
2
1
A
2
-E
7
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
4
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K